Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 6
6 Sunnudags Alþý3ublaði3 — 23. júlí 1967 ÞAR SEM FARK) ER MEÐ FANGA EINS OG MENN ,,Um 75% af föngum okkar ættu alls ekki að sitja í fang- elsi.“ Höfundur þessarar óhugn anlegu staStoæfingar er Ston- ham lávarður, deildarstjóri í brezka dómsmálaráðuneytinu. Við erum ekki stödd í skrifstofu llians í London, og að vissu leyti undirstrikar staðtoæfing toans at burð, sem ég varð vitni að dag- inn áður í einu af fangelsum Lundúnaborgar. Þar hafði ég veitt athygli íanga, sem grét í heimsóknartím anum og faðmaði að sér konu sína og tvö lítil börn. Þegar ég innti fangavörðinn eftir því, tovað þessi maður sæti inni fyr- ir, svaraði hann, að fanginn liefði aldrei hlotið dóm áður, en aö hann hefði stofnað til skulda, sem hann sá svo enga leið að greiða. Þegar honum fannst hann hundeltur .af lánadrottn- um, greip hann til þess öþrifa- ráðs að draga að sér fé. „Það er engin lausn á vanda málum hans, að læsa hann hér inni,“ bætti fangavörðurinn við. „FjöJskylda hans, sem nú verður að leita aðstoðar hins opinbera sekkur dýpra og dýpra í eymd og volæði. Og þegar hann að lok um kemur út með afpláunarvott orð, mun honum veitast erfitt að fá sér nýja vinnu. Fari eins og venja er, mun hann verða bit- rari og bitrari út í 'tiiveruna og mun að öllum líkindum lenda öf ugu megin við lögin aftur. Nei, ég held að við náum ekki nein- um árangri með þ?ví að láta menn, sem brjóta af sér í fyrsta skipti, í fangelsi.‘“ Stonham lávarður og fangelsis stjórmn töluðu báðir um þær grundvallarhugmyndir, sem í dag einkenna meginhluta Ev- rópu. Margar þjóðir hafa £ rík- um mæli tekið raunhæfa afstöðu til þessara viðhorfa. í Svíþjóð eru til dæmis á hverjum tíma um 25.000 manns, sem hafa verið dærndir fyrir ým is konar afbrot, en af þeim taka aðeins 5.000 út alla refsingu sína. Hinn hlutinn er frjáls, vinn ur og sér fyrir fjölskyldu sinni, þ.e. 15.000 fá skilorðsbundinn dóm og verða aldrei settir inn, en afganginn, 5.000 manns, taka út hluta af dómi sínum og fá síðan lausn til reynslu. Frá Hollandi koma tölur, sem eru ekki s(ður aliiyglisverðar. Af 17.000 manns, sem dæmdir voru fyrir lögbrot, eru rúmlega 15.000 frjálsir! Að vísu þurfa þeir að gera vart, við sig tojá um sjónarmanni sínum reglulega, en á sama tíma lifa þeir eðlilegu lífi. í Belgíu hafa menn gengið feti framar. í mörgum tilfellum þar sem maður játar á sig af- torot, en toefur ekki gerzt brot- legur við lög áður, er honum sleppt við að koma fyrir dóm yfirleitt. Maður í slíkri aðstöðu fær sem sagt ekki lá sig formlega dómsniðurstöðu, sem gæti eyði- lagt framtíð hans. Frestun á - kæru á sér auðvitað ekki stað í öðrum tilfellum en þeim, þar sem um minniháttar yfirsjónir er að ræða. „Það eru tvær gerðir af fyrsta- skiptis-afbrotamönnum,“ segir forstjóri rannsóknardeildar fang elisstjómarinnar, Pierre Gen- onceaux. „1 fyrsta lagi eru það þeir, sem þurfa að komast einu sinni í snertingu við fangelsi, áð ur en þeir sannfærast um, að hafi gert eitthvað rangt. Og svo eru það hinir, sem hafa orðið fyrir slíku áfalli vegna handtök unnar og vfirheyrslanna, að frek ari erfsingar er ekki þörf. Það er vegna þess síðara hóps sem við mælum með frestun ákæru.“ Ráðning? Á árinu 1963 voru settar fram tvær nýjar hugmyndir, „nætur- fangelsi“ og ,,helgarvarðhald“, sem ætluð voru minni 'háttar lög brjótum, sem til dæmis höfðu gert sig seka um yfirsjón í um- ferðinni, blandað sér inn í slags mál, eða gerzt sekir um smá- þjófnaði. Við ,,nætur-fangelsun“ er ætlazt til, að vi'ökomandi stundi vinnu sína eins og vant er, en komi beina leið til fang- elsisins að vinnu lokinni og sofi þar næturlangt. Hver einstök nótt er síðan afplánun eins dags. í þeim tilfellum, þegar dómur- inn hljóðar aðeins upp 'á einn, í hæsta lagi tvo mánuði, er hægt ða nota „toelgarvarðhald“, en en það þýðir, að hinn dæmdi lifir venjulegu lífi fyrstu 5 daga vikunnar,, en frá því á laugar degi kl. 14.00 til mánudags, tek ur hann út dóm sinn innan múra fangelsisins. Sérhver helgi reikn ast þá sem tveir dagar. „Setjum við minni toáttar lög brjót í fangelsi í nokkrar vikur," segir Pierre Genonceaux, „er ekki aðeins hætta á að hann missi vinnu sína og ef til vill fjölskyldu, heldur það sem er enn alvarlegra, að það getur leitt veiklyndan mann, sem ann ars er heiðarlegur, inn á rangar brautir, sem mjög auðveldlega geta endað í þrálátri afbrota- 'hneigð. Og hvernig getum við í raun og veru trúað því, að við hjálpum manni til betri skiin- ings á hlutunum, með því að loka hann inni í nokkrar vikur? Á jafn stuttum tíma gætum við tæpast kynnzt honum.“ í mótsetningu við þá lögbrjóta, sem fá máli sínu skotið á frest, er nætur-fagelsi og helgarvarð liald ætlað þeim, sem dómarinn álítur að þurfi smá lexíu bak við lás og slá. En það er væg lexía. Ný refsiviðhorf. Það er sameiginlegt álit fang elsisstjórnár Danmerkur, Sví- þjóðar, Englands, Hollands og fleiri landá, að of hörð refsing •getur gerti tiltölulega meinlaus an mann þitran og uppreisnar- gjarnan. Yfirleitt er þeirri hug- mynd fyigt, sem fyrrverandi dómsmálaráðherra Svía, dr. Karl Schlyter, gaf eftirfarandi form í orðum: „Hinn dæmdi á að skilja, að við erum ekki hér til þess að hei'na eða hegna, heldur til þess að hjálpa honum inn á betri brautir." Það undarlegasta við þessa htigmynd er það, hversu langan tíma þurfti, áður en hún var al- mennt viðurkennd. í aldir hafa Evrópulöndin fylgt þeirri réglu, að refsing væri hið eina svar við afbroti. Það stöðvar aðeins ekki afbrotamennina. Afbrotum fjölg ar stöðugt. Á Englandi hefur fjöldi fanga í fangelsum ríldsins þrefaldazt á síðastliönum 25 ár- árið 1966, og á sama tíma sýna tölur flestra Vestur-Evrópulanda að yfir 50% þeirra, sem dæmdir eru samkvæmt hegningarlögum eru „ítrekunarmenn", þ.e. toinir svokölluðu ,,recídívistar“. Að sjálfsögðu verður þjóðfé- lagið að vernda sig gegn mönn- um sem eru hættulegir umhverf inu. Ofbeldismenn, kynferðisaf- brotamenn og andlega bæklaða menn (psykopata) verður að loka inni. Þeir eru meira og minna króniskir afbrotamenn, en eru samt aðeins lítill hluti af öilum fjöldanum. Mestur hluti endurbóta refsimála á fyrst og fremst við hinn langtum mikil- vægari hluta hópsins, sem að vísu hefur gert sig sekan um refsiveröan verknað, en er sam- félaginu ekki hættulegur, þótt hann gangi laus. Hvernig er hægt að hjálpa þeim inn á betri braulir? í þeim níu Evrópulöndum, sem ég heimsótti, hafa menn á ýmsan hátt reynt að leysa þetta vandamál, og í öllum þeim 25 fangelsisstofnunum, sem ég fékk aðgang að á ferð minni, fann ég uppörvandi mer'kj um, að hér er verið á réttri braut. Oþið fangélsi. Það fyrsta, sem vekur athygli, eru breytingar, sem átt 'hafa s«r stað á daglegu -umhverfi fang- ans. — „Sellurnar“ eru þrifaleg eins manns lierbergi með grind- arlausum gluggum og góðu lit- sýni. Þar er miðstöðvarhitun, út pottablóm og annað innbú, sem við þekkjum frá okkar venjulegu tilveru. Venjulegast er hægt að loka dyrunum, en í mörgum löndum, t.d. Skandinavíu, hafa fangarnir sjálfir lyklana og geta gengið út og inn á toinum frjálsu tímum dagsins. Þar er leikfimissalur og íþróttavöllur, og á einum stað var þar að auki sundlaug. Hin svokölluðu opnu fangelsi, sem byggð voru eftir síðustu heimsstyrjöld, er svo skref enn lengra frá toinum gömlu stofnun um og refsiaðgerðum. Þar eru engir múrar eða annað, sem minnir á innilokun: fangarnir fara frjálsir ferða sinna á svæð- inu. í Danmörku mega fangar á •síðasta hlu'ta refsitímans yfir- gefa fangelsissvæðið, ef þeir sjá um að vera komnir til ibaka á tilteknum tíma. Til mikillar undrunar fyrir afbrotafræðinga (kriminologer) eru árlega mjög fá tilfelli stroks. Á „Kragskovhede", sem er opið ríkisfarigelsi í Vendsyssel, Danmörku, var um strokutilraun Frh. á 10. síðu. Eftir Oscar Schaisgall

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.