Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 14
14 23. júlí 1967 — Sunnudags Alþýðublaðið Fangelsi FrarnnaiCi aí 10. síðu. ir að ræða hjá aðcins níu a£ þeim 490, sem dvöldu á mismun andi tímabilum í íangelsinu á árinu 1965. Auðvitað liggur skýr ingin á þessu í því, að það eru aðeins sér'stakir fangar, sem þannig er farið með . Flestir þeirra eru minni háttar lögbrjót ar, sem hlotið hafa stutta dóma. Þeir vita, að þeir verða frjálsir innan fárra mánaða. Sumir koma þangað frá lokuðum fang elsum, til þess að afplána síð- asta hluta dómsins, sem laun fyrir góða hegðun. Allflestir þeirra skilja, að það er óráðlegt að eiga á hættu lengri hegningu með því að reyna strok. Skrefið frá fangelsinu og út vill þýðingarmesta atriðið í í hina frjálsu tilveru er ef til fangameðferð nútímans. Á þessu sviði sjáum við einnig athyglis- verða samstöðu í þeim aðferð- um, sem notaðar hafa verið í hinum ýmsu löndum. Á Englandi hafa t. d. verið byggð 18 svo- kölluð ,,heimsendingarheimili“. Slíkt heimili er oftast sérstök bygging innan fangelsisins, þar sem fangar, sem dvalið hafa mjög lengi og hafa hegðað sér vel, hþa síðustu sex mánuði fang elsistímans. Eins og tíðkast í Danmörku, fá þessir fangar ,,or- lof“ í nokkra daga, sem þeir geta notað að eigin vild til at- vinnuleitar í bænum. Þegar þeir hafa fengið vinnu, stunda þeir vinnu sína á daginn, en snúa heim til fangelsisins að.. kvöldi, til þess að borða og sofa. Þegar svo er komið, fá þeir full laun, enda þurfa þeir að greiða uppi- hald sitt og sjá um fjölskyldur sínar. Á þennan hátt hafa þeir við lok fangelsistímans smátt og smátt færst út í hið eðlilega líf. Þrátt fyrir allt sýna skýrslur frá Englandi, að þetta fyrirkomu lag er ekki trygging fyrir varan- legri endurhæfingu. Af 682 föng um, sem voru leystir úr haldi 1962, voru 141 dæmdir í nýja fangelsisdóma fyrir árslok 1963. En skýrslunni lýkur á þessum orðum, „þrátt fyrir allt, bendir margt til þess, að þessi tegund losunar er mörgum föngum mik- ils virði. „Þetta er enn eitt dæm- ið um það, að nýjar og langsótt- ar endurbætur þurfa sinn tíma, áður en hægt er að dæma þær réttilega". Sérfræðingur svissneska dóms málaráðuneytisins í fangelsisend urbótum, dr. Victor Kurt, hefur komizt að eftirfarandi niður- stöðu: „Það er ástæða fyrir okk- ur að vera bjartsýn. Refsivísind- in eru enn að mestu ónumið land hjá okkur. Við gerum til- raunir og þreifum okkur láfram með eitt og annað. Sumt heppn- ast, annað misheppnast. Mistök in ,sem okkur verður á í dag, gefa dkkur bendingu um, hvað forðast beri á morgun. En einu er hægt að slá föstu: eftir alda- langa kyrrstöðu er loks kominn skriður á þróun fangelsismála". IVIenntun Frh. úr opnu. flytja sig úr stað og að þeir geta misst atvinnuna, — í Eng- landi eru nú 460.000 atvinnu- leysingjar Það er 2% atvinnu- hæfra manna. Við vitum það ekki ennþá, hve mikinn þátt tækniþróunin á í þessari út- komu, — en ákveðnari stefna í efnahagsmálum með verð- og kaupstövun er sjálfsagt ein á- stæðnanna. — En það er aug- ljóst,'að þetta er of mikið at- vinnuleysi. Tvö % er tala, sem við getum ekki sætt okkur við, — sérstaklega ekki, þegar at- vinnuleysið er bundið við á- kveðna staði: Skotland, Corn- wall og SuðurWales. Eitt stærsta vandamálið er að mennta fólkið og finna ný störf fyrir þá, sem missa atvinnuna á þess- um stöðum. Árið 1964 mynduðu hin ýmsu atvinnufyrirtæki sameiginlega nefnd, sem hafa skyldi eftirlit með undirstöðumenntuninni. Fyrirtækin stóðu straum af kennslukostnaðinum. Ríkisstjórn- in hefur ennfremur komið upp kennslustofnunum, sem geta tekið um 20.000 nemendur á ári. Ronald Haugton, háskóla- kennari í Detroit segir: — Hræðslan við það að aukin sjálf virkni mundi leiða til þess, að margir misstu atvinnuna, hefur dvínað í Bandaríkjunum. Það hefur komið í ljós, að fyrir- tækin hafa bætt vélakost sinn og aukið framleiðsluna, en samt sem áður haldið starfsliði sínu. Sú fækkun, sem reynzt hefur nauðsynleg, hefur verið leyst með því, að engir nýir eru ráðn ir í stað þeirra, sem hætta af sjálfsdáðum, — vegna aldurs, sjúkdóma o.s.frv. Ný fyrirtæki rísa upp. Þau fyrirtæki, sem í dag hafa rafmagnsheila í þjón- ustu sinni hafa rúmlega 200.000 manna starfslið. Um það bil 3 milljónir manna cru atvinnulausar í Bandaríkj- unum, en þetta fólk er ekki atvinnulaust vegna aukinnar vél væðingar. Milljón manns hefur svo lélega menntun, lieimilisað- stæður og efni, að það hefur hingað til verið dæmt til stöð- ugs atvinnuleysis. Afgangurinn, — næstum tvær milljónir, er atvinnulaus stuttan tíma_ Þetta fólk kemst í vinnu eftir nokkr- ar vikur, — en þá koma nýir atvinnuleysingjar til sögunnar svo að talan helzt óbreytt. Þetta er eitt þeirra vanda- mála, sem við er að kljást í at- vinnumálum Bandaríkjanna í dag. Hitt aðalvandamálið eru þær 30 milljón fjölskyldur, sem hafa minna en 3000 dollara í árslaun, en það nægir ekki til þess að vinna sér sess í banda- rísku þjóðfélagi. En að ráða bót á vandamál- um þessa fólks tekur lang^n tíma Það vitum við af revnsl- unni. Sement Framhald af 1. síðu. geymirinn fullsteyptur. Hann tek ur 4000 tonn sements. í sumar verður haldið áfram framkvæmd um, eftir því sem aðstæður leyfa, og er þá fyrst að geta um skemmu undir pakkað sement. Bráðnauðsynlegt er að fá þá I skemmu sem fyrst fullgerða, því rQ&BBHflBv.ö Nýtízku kjörbúð Örskammt frá Miklubraut Kynnizt vörum, verði og þjónustu. Góð bílastæði. KRON Stakkahlíð 17. að er við misstum aðstöu okkar hjá Kol og Salt, sagði dr. Jón, þurftum við að flytja út í Örfiris ey, en þar er að mörgu leyti ó lientugt athafnasvæði. Hafnar sjóður mun í sumar láta byggja viðlegugarð við Ártúnshöfða fyrir sementsferjuna frá Akranesi og þegar hann er tilbúinn mun af greiðsla sements verða flutt úr Örfirisey og þangað. Þegar öll mannvirki í Ártúns höfða verða fullgerð, verður ein- ungis flutt laust sement frá Akra nesi og sement afgreiít laust eða pakkað frá Ártúnshöfða, þar á að setja upp litla pökkunarstöð. 1 haust eða vetur verður þó ekki ryksíur og rör, þv, að dæla þarf svo langt komið, en strax og sem ■ensgeymir er tilbúinn og sett upp nauðsynleg tæmingartæki, verður farið að flytja á sementsferjunni samtímis bæði laust og pakkað sement. í því skyni verður settur sementsgeymir í ferjuna, hann tekur 120 tonn, síðan verður sem entinu dælt milli geyma með þrýstilofti. Þá verður hægt að af greiða laust sement hér í Reykja vík. Sem stendur afgreiðir verk- smiðjan laust sement til ísl. aðal verktaka í Hvalfirði og Keflavík, til BúrfellsvirkjunEU’innar og einn ar steypustöðvar í Reykjavík, sem hefur útbúnað til að taka á móti lausu sementi. Væntanlega sjá steypustöðvar sér hag í því að kaupa sement í lausu í stað þess í umbúðum, svo og þeir, sem hafa meiri háttar byggingarfram kvæmdir með höndum. Til flutn inga á lausa sementinu eru nú notaðir þrír bílar, sem hver flyt ur 22 smálestir í hverri ferð. Bíl arnir eru fermdir á 10 mín. og affermdir með þrýstilofti á tæp um hálftíma. Við Ártúnshöfða er gert ráð fyr ir rými 10 geyma, en ekki er þörf fyrir svo marga í bili. Ferj an hefur komið að góðum notum á undpnföi'num árum og má nota hana meðan hún endist og afkastar nægilega miklu. í hana má setja þrjá geyma, sem taka samtals 350 tonn. Sá farmur næg ir þó ekki eftirspurninni í Reykja vík að sumarlagi og hefur hún þurft að fara tvær ferðir suma leiðsla verksmiðjunnar er 110 þús. smálestir, Geymirinn, sem sést á mynd- inni, og fullsteyptur verður á sunnudag verður 34 m. hár. Ofan á hann á að byggja síuhús fyrir ryksur og rör, því að dæla þarf lofti í geyminn við fyllingu, og það loft þarf að komast út, en má ekki fara með sementið með sér. Gott tíðarfar og starfhæfir menn hafa átt sinn þátt í því að bygging geymisins hefur geng ið með afbrigðum vel, 3,6 m. á sólarhring. Um uppdrátt á skrið mótunum, sem geymirinn er steyptur með, >sjá menn af Akra nesi, vanir slíkri vinnu fyrir Sem entsverksmiðjuna. Byggingar meistari er Rósmundur Runólfs son, teikningar gerði Almenna byggingarfélagið og eru starfs menn þess ráðgefandi um fram kvæmdirnar. Kjallaragrein Frh. af 5. síðu. Herlið með fámennri þjóð er henni jafnan umhugsunarefni og alvörumál, sem jafnan þarf að vera ofarlega á baugi. Og sízt af öllu má það heldur að farið verði } að líta á það sem sjálfstæðan og eðlilegan hlut á hverju sem gengur. Því eru þessar línur skrif aðar. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður, stjúpföður, tengda- föður, bróður og afa GUÐBJARTAR S. B. KRISTJÁNSSONAR, ÁSGARÐI 127. Andrea Helgadóttir, Jóhanna Guðbrandsdóttir, Jóhanna Guðbjartsdóttir, Páll Guðbjartsson, Bjarki Guðbjartsson, Jón Örn Guðbjartsson, Kristján Guðbjartsson, Þóranna Þórarinsdóttir, Ingiberg Guðbjartsson, Jóhanna Þórisdóttir, Helga Jóscpsdóttir, Guðmundur Jóhanncsson, Jón Krjstjánsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir og barnabörn. nýtt&betra VEGA KORT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.