Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 10
10 23. júlí 1967 — Sunnudags AlþýSublaðið Þar semfariö er meö fanga eins og menn Framhald af 6. síðu. Undantekning frlá þessu var danski bankaræninginn, sem hafði gert strok að nokkurs kon ar hjástundagamani, og þá skipti ekki máli í hvaða fangelsi hann var látinn. Þetta varð hon um eins konar „frami“, og sjálfs traust hans óx í hvert sinn, sem honum tókst að strjúka. En mað ur þesssi hafði ástríðufullan á- húga á ópenim Wagners! Lög- reglan vissi af þessari sérstöku tilhneiingu, og um leið og hann var stunginn af, hóf ‘hún rann- sókn á blaðaauglýsingum um hljómleika og leikhús; og það kom fyrir nokkrum sinnum, að hann var tekinn, þegar 'hann var í þann veginn að smeygja sér inn á Wagner-uppfærslu. Yfir- vöidin komust að Iokum á þá skoðun, að þar sem hann þjáð- ist af eins konar flótta-kennd, væri eina ráðið að koma honum fyrir í opnu fangelsi. Spurningin var sú, hvort það myndi gefa honum aukið stolt og sjálfstraust að flýja, ef það var tiltölulega auðvelt. Auðvitað hvarf hann nokkr- um sinnum fyrsta kastið, síðar kom hann sjálfviljugur heim að kvöldi, þreyttur og duglaus. Það var eins og ekkért væri lengur í það varið að flýja, og að fáum árum liðnum var hann orðinn góður af flótta-komplexi sínu. — Því miður tókst honum að fremja nýtt bankarán í einu af síðustu „fríum“ sínum, svo að hann situr þar enn! Ósjálfrátt vaknar sú spuming, hvort hægt sé að fækka ítrek- unarmönnum með því að setja þá í þessi opnu fangelsi, þar sem þeim er búið þægilegra um- hýerfi, og þar sem þeim er sýnd tillitssemi. Svarið er alls staðar það sama: það er ennþá of snemmt að draga ályktanir. En eins og fyrrverandi yfirmaður fangelsismála í Hollandi, Ernest Lamers, sagði: „Gleymið ekki, að við afgreiðum þúsundir með ‘skiloulðsbundnum dómum. Það þýðir að við höfum tíu sinnum fltiiri dæmda menn utan fang- elsis en í fangelsi. Þeir, sem sitja bak við múrana, eru þar af; leiðandi þeir verstu — og af þeirri ástæðu einni saman, hlýt ui* hundraðstala ítrekunar- mgnna að vera hlutfallslega há“. þr. Max Busch, sem er sál- fræðingur og yfirmaður ungl- infeafangelsisins í Wiesbaden, ba|tir við: ,,Við vitum, að gamla, hefðbundna fangelsisfyrirkomu- lagið skapar aðeins þráa og reiði hjó fanganum. Það er eðli- legt. En með hinum nýju aðferð um fórðumst við persónulega þvingun og reynum í þess stað að sýna, að við höfum áhuga á, enj erum ekkí reiðir við hvern einstakan fanga. Það er eina leíðin til þess að vinna á móti þráa hans, en það hefur aftur á móti þær afíeiðingar, að við vinnum mjög snemma á móti hugsanlegri ítrekun brots síðar, þ. e. forðum honum frá því að verða ítrekunarmaður". Einstaklingsbundin með- höndlun. Eitt er það, sem er áberandi alls staðar. Það er, að fangar fá í dag miklu meiri einstaklings- bundna meðhöndlun en áður tíðkaðist. Hafi maður í hyggju að hjálpa einhverjum, verður maður fyrst og fremst að skilja hin sérstöku vandamál. í Skandi navíu,, Englandi, Frakklandi, Hollandi og Belgíu er það regl- an, að fangi sé athugaður fyrstu vikur fangelsistímans. Á þessu tímabili er hann athugaður ná- kvæmlega í samtölum við starfs- fólk fangelsisins, svo sem við sálfræðinginn, félagsráðgjafa, prestinn, varðmennina og fang- elsisstjórann. Þegar safnað hefur verið sam an öllum þessum upplýsingum, fæst nákvæm mynd af skaphöfn viðkomanda, og þá fyrst er hægt að ákveða heppilegustu með- höndlunina og ákveða, hvort fanginn skuli fluttur yfir í op- ið fangelsi, eða hvort hann skuli settur í innilokunarfangelsi með tilheyrandi þvingunum. Þessar nokkurra vikna athug- anir geta einnig á sama hátt ver ið til gagns. Flestir eru sammála um, að vilji maður gera sér von- ir um að lækna afbrotahneigð, er nauðsynlegt, að fanginn óski sjálfur eftir breytingu. Og vinni maður traust hans í fyrstu sam- tölunum, getur það orðið að ár- angursríku samstarfi síðar meir. — Forstjóri „Kragskovhede", cand. jur. Carsten Rafael, talar þannig sjálfur við sérhvem nýj- an fanga. í slíku undirbúnings- samtali er hann vanur að segja við fangann eitthvað á þessa leið: „Þegar þér yfirgefið ,,Krag skovhede" einn góðan veðurdag, er það von okkar allra, að það sé í síðasta skipti, sem þér stig- ið fæti inn í fangelsi. En það er aðeins einn aðili, sem ræður því, og það eruð þér sjálfur. Ég get ekki breytt yður, frekar en þér getið breytt mér. Breyting á fólki verður ávallt að koma inn- an frá. í þessu fangelsi munuð þér fá frelsi til þess að ganga um eins og þér viljið, innan vissra tímatakmarkana og reglna. Við vonum, að þér komið ekki til með að líta á starfsfólkið hér sém varðhunda, heldur sem vini, sem þér getið talað við um allt möguiegt, og beðið um ráð- leggingar, hvenær sem þér haf- ið þörf fyrir þær. En munið, að við erum ekki hér til þess að skipuleggja framtíð yðar eða til- veru, það er ‘hlutverk yðar sjálfs. Við getum aðeins hjálpað yður til þess“. Rafael, eins og margir starfs- bræður hans erlendis, leggur mikla áherzlu á hóp-samtölin, þar sem fangarnir ræða vanda- mál sín einu sinni í viku. Þar fá þeir gullið tækifæri til þess að „pústa út“ miklu af því, sem þrýstir á og öðlast betri skilning á sjálfum sér og öðrum. í þess- um litla hópi fá þeir betri mynd af sjálfum sér og tengslum sín- um við umhverfið, sem getur verið til hjálpar, þegar þeir að lokum koma út í hið stóra sam- félag. Einnig í Svíþjóð og Noregi eru menn sammáia um, að bezta leiðin til þess að gefa einstakl- ingsmeðferð, sé að deila föng- unum í minni hópa. í Svíþjóð hafa verið byggð lítil fangelsi, sem ekki taka fleiri en 50 fanga. í stóru, gömlu fangelsunum er samtímis reynt að gera endur- bætur og innleiða nýjar reglur, sem gera ráð fyrir deilingu fang anna í 15—20 manna „fjölskyld- ur“. Það er ekki hægt að neita því, að einstaklingsmeðferð er kostn aðarsamari fyrir þjóðfélagið. — Það er þörf fyrir fleiri starfs- menn, fleiri verkstæði, meira rúm að öllu leyti. En er sú lausn málsins of dýr? Torsten Erikson frá fangelsis- stjórninni segir: „Það er erfitt að nota orðið dýrt í þessu sam- bandi. Að breyta afbrotamanni í nýtan, iðjusaman þjóðfélags- þegn — er hægt að mæla það í krónutölu? Hvað er hamingju- samt líf mikils virði? Það getur enginn reiknað út. Einu er hægt að slá föstu: haldi dæmdur mað- ur áfram á afbrotabrautinni, munu lögbrot hans að lokum kosta samfélagið meira en það hefði kostað að rétta hann við“. „Það versta, sem komið getur fyrir einstaklinginn“, heldur Torsten Erikson áfram, „er það að missa hæfileikann til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Og sá, sem bundinn er ströngum fangelsisaga, þar sem svo að segja hver einasta mínúta er skipulögð af öðrum, hefur litla möguleika á að taka afstöðu til eins eða annars. Persónulegur veikleiki og óstöðuglyndi getur orðið árangurinn, sem í ljós kem ur, þegar hann sem frjáls maður á að taka ákvarðanirnar sjálf- ur“. „Ég hef þekkt tilfelli", bætir hann við, „þar sem þetta per- sónulega sjálfstæði hefur gert menn hrædda við að yfirgefa fangelsið. Þeir vildu heldur lifa undir reglugerð og halda fast við þá tilveru, þar sem allt var skipulagt fyrir þá. Stundum hef- ur maður það á tilfinningunni, að nokkrir af ítrekunarmönnun- um fremji nýtt afbrot af ásettu ráði, aðeins til þess að komast aftur inn í hið ábyrgðarlausa líf fangelsisins. Þess vegna er það þýðingarmikið, að á meðan á fangelsistímanum stendur, séu . þær kringumstæður byggðar upp, þar sem fangarnir neyðast til að taka ákvarðanir á eigin spýtur“. Á „Kragskovhede“ vinnur Car sten Rafael á sams konar grund- velli. Sem lítið dæmi má nefna, að í hverjum mánuði eru sýnd- ar fjórar kvikmyndir í kvik- myndasal fangelsisins, en hverj- um fanga er aðeins leyft að vera viðstaddur tvær sýningar. Með öðrum orðum, hann verður að velja. Á sama hátt getur hann valið á milli annarra athafna, mismunandi dægrastyttinga, fyr- irlestra, hljómleika. Hann hefur ekki leyfi til þess að taka þátt í þessu öllu, en svipað og í eðli- legu lífi fær hann tækifæri til þess að velja á milli, einnig þeg ar um tómstundir er að ræða: hér er eingöngu um að ræða kröfur og skyldur. í flestum þeirra fangelsa, sem ég heimsótti gátu fangarnir feng ið bækur lánaðar úr bókasafni fangelsisins, og uppáhaldslestrar efni þeirra var alls staðar — glæparómanar! Ég lýsti undrun minni yfir, að þeim væri heim- ilt að lesa þetta, en bókavörður- inn skýrði málið á þennan hátt: „Ef við ætlum ókkur að búa þessa menn undir það að koma út í venjulega tilveru, hefur enga þýðingu að halda frá þeim bókum, sem þeir geta auðveld- lega aflað sér daginn sem þeir yfirgefa fangelsið“. Launuð vinna. Að búa fangann undir betri framtíð er önnur þýðingartnikil breyting, sem. orðið hefur á skiln ingnum á hugtakinu refsing. í Skandinaviu, Englandi, Hollandi og Belgíu vinna fangarnir um það bil 40 ttoá í viku — á laun- um. Eftir breytilegu upplagi og hæfileikum, er hver settur til starfs, til landbúnaðarstarfa, garðyrkju, ýmiss konar handiðn ar eða iðnaðar, klæðskeraiðnar, eldhúshjálpar o.s.frrv. Sem merkilegt dæmi má nefna ræktunarframkvæmdir, sem fangarnir á ,,Kragskovhede“ vinna að. Á hverjum morgni er þeim ekið í áætlunarbíl marga kíiómetra inn á heiðina. Þar sá ég þá vinna með skóflum og traktorum — án nokkurrar gæzlu. Á þennan hátt hafa stór- ar spildur ófrjós heiðajarðvegs verið ræktaðar upp og gefa nú góðan afrakstur. Á Norðurlöndum eru daglaun- in fjórar til sjö krónur. Fangarn- ir fá sjálfir að ráðstafa þriðjungi upphæðarinnar til kaupa á tó- baki, ávöxtum og því um líku: annar þriðjungur er notaður til greiðslu á sjúkrasamlagi, sekta eða til aöstoðar fjölskýldunni, en síðasti þriðjungur er geymdur til losunardagsins, þegar hinum fyrrverandi fanga er afhentur þessi afrakstur sparnaðar, hon- um til hjálpar við að hefja eðli- legt líf á ný. Þeir hlutir, sem framleiddir eru í íangelsunum, eru helzt notaðir í hinum ýmsu opinberu stofnunum, svo sem sjúkrahús- um, opinberum skrifstofum o. s. frv. Á Englandi er farið að selja þessa muni til einkafyrirtækja, sem greiða eðlilegt verð fyrir þá, samkvæmt kröfum frá iðn- aðarmannafélögunum, þótt fang arnir fái ekki beint hluta af þess um tekjum. Ástæðan fyrir því að fangarnir eru látnir vinna, er ekki einungis sú að láta þá hafa eitthvað fyrir stafni, held- ur fullt eins mikið til þess að gefa föngunum verkþjálfun, sem þeir geti ‘haft not af seinna. Frjáls á ný. Skrefið frá fangelsinu og út í hina frjálsu tilveru er ef til Framhald á 14. síðu. Öarna- og unglmgabekkirnír komnir aftur með eða án sængurgeymslu. Verð frá 2.500.—3.300.— Pantanir óskast endurnýjaðar. Svefnbekkjaiðjan Laufásvegi 4. — Sími 13492.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.