Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 8
8 23. júlí 1967 — Sunnudags Alþýðublaðið Hermikráka í H veragerhi samkjaftar faún ekki, en lætur móðan mása á tveimur tungu- málum. Um 9 leytið á kvöldin rennur af 'henni mesti móður- inn og þá fer hún að stinga nefi undir væng og fá sér kráku- blund. Hún virðist elcki kunna illa við bjartar næturnar og sef ur rétt eins og hún væri heima í flosmjúku austurlandamyrkr- inu. Það þarf með öðrum orðum ekki að breiða yfir búrið hennar á kvöldin, eins og siður er með páfagauka. Bendir þetta til virð ingarverðrar kurteisi við siði og 'hætti innfæddra. Þá er enn ótaiið að krákan flautar listilega iá eftir fallegu kvenfólki, betur en nokkur rúnt gæi og eru dæmi þess að slúlk- ur hafi orðið svefnlausar á nótt- unni af umhugsun um hinn ó- sýnilega aðdáanda í Hveragerði. Það er varla vert að særa þær með því að koma upp um krák- una góðu. Krákan er ákaflega vinsæl meðal barna og koma þau oft í stórum hópum til að Hilusta á hana og virða fyrir sér. Og ekki verður heldur sagt annað en hún hafi aflað sér mikilla vin- sælda meðal fullorðna fólksins, sem unir sér stundunum saman framan við búrið hennar. Sem sagt :Munið eftir að heilsa upp á hermikrákuna, þeg- ar þið eigið leið um Hveragerði næst. Krákan kann vel við selskapinn. Hér er hún að búa sig undir að halda ræðu og er þungt hugsi. hjá Braga Einarssyni, eiganda gróðrarstöðvarinnar. Þau hjón- in hleyptu honum stundum út úr búrinu og kunni hann þá bezt við sig spígsporandi á gólfinu og talaði við sjálfan sig á dönsku. Ekki er hann mikið gef- inn fyrir flug og hald vondra manna að hann sé lofthræddur orðinn af umgengni við mann- skepnuna, eða með öðrum orð- um að úrkynjunar sé farið að gæta. Ekki vill fólkið eiga það á hættu að sleppa fuglinum laus- um í búðinni. því að þar er ým islegt, sem hann gæti étið og beðið tjón af. Eins og flestir vita, eru krák- ur frægar fyrir þjófnaðarnátt- úru, rétt eins og frændi þeirra hrafninn. Hjá krákunni í Hvera- gerði ber ekki mikið á slíku, en fái hún hins vegar pening til að leika sér með í búrinu, ber hún hann af mikilli umhyggju milli matarílátanna um leið og hún étur, eins og hún vilji með því móti borga fyrir mat sinn. Kannski er hún alin upp hjá strangheiðarlegu dönsku mið- stéttarfólki. Krákan étur tvisvar til þrisvar á dag og þegir þá á meðan. Það bendir einnig til vandaðs upp- eldis. Uppáhaldsréttir hennar eru fuglakorn og 'ánamaðkar. Hún er langsprækust á morgn- ana og um miðjan daginn. Þá FJÖLDI manna á þessu landi hafa hlotið heiðursheitið ,,hermi !kráka“ fyrir leikni sína í að herma eftir nágrönnum sínum, eða því sem vinsælast er með alþýðu manna, stjórnmálamönn- um allra flokka. Og hermikrák- ur hafa verið í miklum metum og þótt ómissandi á hverjum mannfagnaði. Það er 'hreint ekki víst að all- ir hafi gert sér grein fyrir, að viðurnefni þetta er byggt á mjög svo traustum grunni, eða fugli nokkrum austan af Indlandi, sem Englendingar kalla ,,Min- ah“-fugl. Og það sem meira er: Nú er hægt að sj'á og heyra raunverulega ,,hermikráku“ aust ur í Eden og hér er átt við Eden í Hveragerði, sem er blóma- og grænmetisverzlun við þjóðveg- inn og allir kannast við. Hermikráka er ekki svo mjög tilkomumi'kill fugl og langt frá því eins litskrúðugur og páfa- gaukar, sem eru frægari fyrir mælsku sína. Krákan í Eden er líkust litlum ’hrafni, kolsvört, en goggur er gulur og eins hef- ur hún gulan prestskraga um hálsinn og allt í einu segir hún ,,halló“ mjög svo kumpánlega við alla viðstadda og svo upp úr eins manns hljóði: ,,Varstu eitthvað að segja?“ Svona fugl er ekki ónýtur til að laða að sér viðskiptavini. — Hann var keyptur liingað um mánaðamótin marz—apríl í vor frá Danmörku og fyrir milli- göngu fuglasala í Reykjavík. Afgreiðslufólkið í Eden vissi því miður ekki nafn eða heiti á fuglinum, en hann hefur menntað sig af miklum ákafa síðan hann kom hingaö til lands. Auk þess er þegar hefur verið tilfært, segir hann ein- stöku sinnum „pabbi“ og ýmis önnur orð, sem hann grípur á stangli. En beztur er hann þó í dönsku eins og gefur að skilja. Hann segir hvað eftir annað ,,Er du der?“ og annað eftir því. Það skemmtilegasta við fugl- inn er hvað hann talar skýrt og greinilega svo að fólk ,sem á sér einskis ills von snýr sér í allar áttir og heldur að einhver viðstaddur hafi verið að ávarpa það og ef það er einsamalt í búðinni, er ekki laust við að það grípi til höfuðsins og klípi sig í handlegginn og haldi að nú sé loksins grunur þess orðinn að vissu: ,,Ég hlýt að vera orðinn vitlaus”. — Ef einhver bendir á fuglinn og reynir að leiðrétta þennan misskilning, þá hugsar gesturinn: „Þessi er þá búinn að tapa glórunni líka. — Þessi fjandi er líklega að ganga“. Við hittum að máli einn af starfsmönnum gróðrarstöðvar- innar, Óttar Hróðmarsson, sem er fæddur og uppalinn í Hvera- gerði og hann sagði okkur það sem er vert að vita um fuglinn, annað en tegundarheiti á latínu, sem okkur hefur heldur ekki tek izt að grafa upp. Fyrst eftir að fuglinn kom til landsins var hann til heimilis Óttar Hróðmarsson stendur fyrir utan Eden og heldur á krákunni í búrinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.