Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 5
Sunnudags Alþýðubla'ðið — 23. júlí 1967 5 <$urt/uíd&$s (MKáMP Ritstjóri: Benedikt Gröndal. — Eitstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján Bersi Ólafsson. — Símar: 14900—14903. — Auglýsingasfmi 14906. Aðsetur: Alþýðuhúsið vdð Hverfisgötu, Eeykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. —' Áskriftargjald: kr. 105,00. —< í Iausa* sölu: kr. 7,00 einíakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Litla- Hraun FANGELSISMÁL eru rædd öðru hverju hér á landi, og kemur þá flest- um saman um, að þar bíði mikil verk- efni óleyst. Þó brá svo við í gær, að ,Vísir hafði eftir þýzkum vísindamanni í afbrotamálum, að hann væri jafnvel ánægður með ríkisfangelsið Litla- Hraun. Væri meðferð fanga í Evrópu yfirleitt ekki ei'ns fullkomin og þar. Evrópumenn hljóta að vera illa komn- ir í fangelsismálum, ef þeim þykir Litla-Hraun sæmilegasta stofnun. í nýkomnu hefti af Vernd, tímariti fé- lagssamtakanna ágætu, sem bera sama nafn, er lýsing á Litla-Hrauni. Þar segir: ,,Inn á vinnuhælið að Litla-Hrauni liefur verið dembt ólíklegustu mann- gerðum. Þar eru drykkjusjúklingar, sem stela sér fyrir brennivíni eða til matar, þar eru stórinnbrotsþjófar, sem nota tímann á hælinu í rólegheitum til að undirbúa ný afrek. Þar eru stund- um stórlega geðbilaðir menn og eru dæmi þess, að óðir menn hafi verið geymdir í svokallaðri cellu vikum sam- an, af því að ekki var hægt að koma manninum frá hælinu á viðkomandi stað. Þar eru kynferðisafbrotamenn og kynvillingar og þar eru stundum ó- þekktir barnsfeður, sem reknir hafa ver ið frá Kvíabryggju, og þar koma annað slagið hinir svokölluðu flibbamenn, en það kallast hinir fínni afbrotamenn, en þeir dveljast oftast mjög stuttan tíma. Innan um þennan hrærigraut eru svo oft tiltölulega meinlausir og áhrifa- gjarnir menn og unglingar. Það er stað- reynd, að Litla-Hraun er og hefur ver- ið notað um langt skeið sem geðveikra- hæli, drykkjumannahæli, vinnuhæli, fangelsi og að lokum fangageymsla fyr- ir ölóða Selfyssinga“. Núverandi og fyrrverandi dómsmála- ráðherrar hafa gert sér ljóst, að mikilla umbóta er þörf í fangelsismálum okkar og annarri starfsemi, sem þröngvað hefur verið inn í ríkisfangelsið Litla- Hraun. Þeir hafa látið gera allmikinn undirbúning að framkvæmdum. Von- andi stendur ekki lengi enn á fé til að bæta úr smánarástandi þessara mála. Námskeið í hússtjórn Fræðsluráð Reykjavíkur efnir til námskeiðs í hússtjórn fýrir stúlkur, sem lokið hafa barnaprófi, frá 4. — 31. ágúst n.k. Innritun og upplýsi'ngar í Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, dagana 25. og 26. júlí, kl. 13.00 — 17.00. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur. Sumarnámskeið fyrir 12 ára börn Námskeið fyrir börn, sem sl. vetur voru í 12 ára bekkjum barnaskólanna verða hald- - in á tímabilinu frá 31. júlí til 25. ágúst n.k. Kenndar verða íþróttir, leikir, föndur o.fl. Innritun og upplýsingar í skrifstofu Æsku- lýðsráðs Fríkirkjuvegi 11, dagana 25. og 26. júlí kl. 14.00 — 20.00. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur. Auglýsingasími: 14906 Auglýsið í Alþýðublaðinu Sigurður Guðmundsson, formaður S.U.J.: ER VARNARLIÐ NAUÐ- SYNLEGT Á ÍSLANDI ÞEGAR ríkisstjórn íslands samdi um hervernd landsins haust'ið 1951 horfði uggvænlega um frið. Kóreustyrjöldin var í algleymingi og kommúnistar höfðu með stuðningi sovézkra her ja gleypt hvert smáríkið í Evrópu af öðru allt fram til þess tíma. Koma varnaliðsins var því rök- studd með því tvennu, að öryggi landsins krefðist þess og það væri eðlilegt og óhjákvæmilegt framlag til sameiginlegra varna NATO-rikjanna. Síðan hefur varnarliðið dvalið hér og andstanðan við dvöl þess minnkað með ári hverju, hörðustu andstæðingar þess nefna það vart á nafn lengur. Rúm 15 ár eru nú liðin frá' því að varnarliðið kom til landsins og síðan hefur mikið vatn til sjáv [ *r runnið. Heimsmál og alþjóða pólitík hafa tekið algjörum stakkaskiptum, ástandið í Evrópu hefur gjörbreyzt frá því að það kom, mat manna á gildi varna og varnarstöðva og skoðanir á' fyrirkomulagi þeirra eru gjör ólíkar þeim, sem voru efstar á baugi, og vopn þau og verjur, sem þá þóttu bezt eru nú gjör- samlega úrelt. En þrátt fyrir þessi gjörbreyttu viijhorf á öll- um sviðum hefur íslendingum ekki þótt' ástæða til að endur- skoða afstöðu sína til herverndar í landinu, fyrir þeim er kalda striðið enn í algleymingi. En er ekki tími kominn til að staldra við, hljóta ekki hin breyttu við- horf að hafa áhrif á skoðanir okkar, gætu þau ekki breytt af- stöðu okkar til dvalar varnarliðs ins í landinu? Óneitanlega virðizt svo. Er varnarliðið enn óhjákvæmi- legt fyrir öryggi landsins? Er varnaliðið á íslandi sá hlekkur í öryggis - kerfi NATO, sem ekki verður komist af án? Þetta eru mikilvægar spurningar, sem skoða verður frá mörgum hlið- um og engin leið er að gera þeim tæmandi skil í stuttu máli sem þessu. En niðurstaðan getur þó tæpast orðið sú, að brýna nauð- syn beri til, öryggis landsins vegna og að öllu óbreyttu, að varnarliðið dvelji áfram í land- inu. Skal þó fram tekið, að með því er ekki sagt að ekki eigi að gæta öryggis þess eins og það verður bezt gert. Vissulega hljóta allir lýðræðissinnar að vera sammála um það. En skj'ldi fámennt og illa búið herlið á Keflavíkurflugvelli vera bezt fært um það? Tæpast verður það ætlað. Öryggi landsins verður bezt tryggt með tryggu stjórn- málaástandi í Evrópu og eftir atvikum annars staðar og með því, að það verði, hér eftir sem hingað til á áhrifasvæði Atlants hrifaríkum hætti. Vissulega gæti ríkjanna áhrifasvæði, sem gætt' er með ýmsum öflugum og á- landið svo eftir sem áður með þátttöku sinni í varnarsamtök- um vestrænna þjóða, lagt fram sitt lið með mikilvægari hætti en dvöl herliðsins, t.d. með stað- setningu miðunarstöðva og at- hugunarstöðva í landinu eins og reyndar nú er. Er reyndar ekki að efa, að stöðvar þessar eru hinu sameiginlega varnarkerfi stórum mikilvægari en dvöl herliðsins í landinu. Sennilega er það lítils virði sem varnarlið.sennilega er fnegin nytsemd þess sú, að það er tákn þess að landið sé á áhrifasvæði vesturveldanna, dvöl varnaliðsins er helgun landsins afhálfu vesturveldanna. Sjálfsagt er ísland ómissandi þáttur í varna og öryggiskerfi vestrænna þjóða og það á að halda áfram að vera aðili að því á komandi á'rum, verði allt með skaplegum hætti. En til þess gagnar ekki illa bú- ið og fámennt varnarlið. Til þess þarf öflugar eftirlits- og athug- unarstöðvar, sem íslendingar gætu sjálfir sem bezt átt þátt í að reka. íslendingar þurfa að gefa þessu máli miklu meiri gaum en þeir hafa gert seinni árin. t þessum efnum má hvorki láta afstöðu kommúnista og fylgi- fiska þeirra hræða sig né blinda. Framhald á 14. siðu. : * Sigurður Guðmundsson, for- ^ maður ungra jafnaðarmanna ritar kjallaragreinina í dag, og hún fjallar um þá spurn- ingu hvort varnarliðið sé enn nauðsynlegt á íslandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.