Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 7
23. júlí 1967 — Sunnudags AlþýðublaðiS 7 Umferðarmerki með svörtum plasthettum minna Svía á, að H-dag- urinn er í nánd. í HAUST ætla Svíar að innleiða hægri handar akstur í ríki sínu. Mikill viðbúnaður er viðhafður, því að þann dag, sem skipt verð- ur um, verða allir að þekkja hin- ar nýju reglur. En á sama tima og unnið er að því að kenna fólk- inu nýju umferðarreglurnar verð- ur að á'minna það um að gæta núgildandi reglna, — þar til breytingin verð,ur gerð. Erik Ilallen, deildarstjóri í hægrihandarakstursn. ríkisins, segir, að það mikilsverða sé að fá alla til þess að setja sig inn í þessa hluti, því að þegar öllu sé á botninn hvolft fer umferð- aröryggið eftir öryggi og fram- komu hvers og eins einstaklings. Þótt ýmiss konar breytingar hafi átt sér stað í umferðamál- um ýmissa landa undanfarin 30 ár, — er reynslan, sem af því Frá og með H-degtnum á þetta skilti að minna Svia á, að það er hægrihandarakstur I landi þeirra. Á skiltinu er gult H á blásvörtum grunni með gulum kanti I kring, fæst, — til lítilla nota fyrir okk- ur, segir Erik Hallen. Ekkert land hefur komið á’ hægri hand- ar akstri við svo erfið og flókin skilyrði og Svíþjóð nú, — sér- staklega vegna þeirrar þróunar, sem orðið hefur í umferðarmál- um og vegna hinnar gifurlegu fjölgunar ökutækja með hverju ári. — Takmarkið er, að allir í umferðinni fái þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru, ef vel á að fara, — eins og samgöngu- málum er háttað í Svíþjóð. í fyrsta lagi eiga allir að vita, að það á að innleiða hægri handar akstur, — hvenær á að innleiða hann og — hvernig eigi að haga sér í umferðinni frá og með H- deginum. (í Svíþjóð hefur það orðið fast í málinu að kalla dag inn, þegar hægri handar akstur- inn á að komast á, H-dag). Auk þess verða allir, sem ferðast um götur og vegi að vita, hvað gert er í umferðarmálum, áður en H- dagurinn rennur upp, og þekkja þær reglur og bráðabirgða- ákvæði, sem í gildi eru, fram til 3. september. En það hefur einnig reynzt nauðsynlegt að fá fólk til þess að fara betur eftir þeim regl- um, sem gilda varðandi vinstri umferð, vegna þess, að staðgóð þekking á umferðarreglum yfir- leitt eykiír möguleikana á að unnt verði að koma á hægri hand ar umferð slysalaust. Hægri hand ar aksturs-nefndin hefur einbeitt sér að því frá árinu 1965 að veita alls kyns upplýsingar, — kenna umferðarreglur bæði ak- andi fólki og gangandi, reynt hefur verið að gera fólki ljósar kröfur þær, sem gera verður í umferðinni, kenna um útbúnað ökutækja og loks að skapa vel- vilja hjá fólki til þessarar fyrir- huguðu breytingar yfirleitt. Ým- is félagasamtök hafa veitt að- stoð sína í þessu sambandi ekki hvað sízt samband þeirra, sem vinna að öryggi í umferðinni. Hægrihandarakstursnefndin hefur á sínum snærum vísinda- legan starfshóp, þar sem eru sérfræðingar f kennslu og á sviði fjölmiðlunar. Upplýsinga- nefndin er aðallega skipuð full- trúum þeirra fjölmiðlunartækja, sem eiga að miðla upplýsingum. Þessí vísindalega hugsandi starfshópur hóf þegar árið 1964 að rannsaka afstöðu Sænsku þjóðarinnar til þessarar fyrir- huguðu breytingar. Komizt hefur Verið að þeirri niðurstöðu, að ekki borgi sig að kenna umferðarreglur hægri- handarakstursins fyrr en síð- ustu vikurnar fyrir H-daginn, og að aksturæfingar eigi alls ekki að eiga sér stað fyrr en eftir H-daginn, þar sem aksturs- æfingar eiga að fara fram við raunhæfar aðstæður. En frá og með þeim degi á þeim mun meiri áherzlu að leggja á þessi atr- iði. Að því er kunnugir segja, gætu ótímabærar akstursæfing- ar leitt til ringulreiðar, fólk blandaði saman því, sem það kynni fyrir og lærði nýtt, en þetta gæti leitt til rangrar fram komu í vinstrihandarakstri. Upplýsingaherferðin, sem stendur fram il 20. ágúst, er sögð eiga að leggja grunninn. En á tímabilinu 20. ágúst til 3. september verður tekið á því, sem til er, — til þess að reyna að koma þvi inn í höfuðið á öllum, hvernig þeir eiga að haga sér frá og með H-deginum. Eftir H-dáginn ríður á að halda kunnáttunni við, — vaka yfir öllu og leiðbeina, þar sem þörf er á. Þessu verður hald- ið áfram eins lengi sem þurfa þykir. Sænska útvarpið og sjónvarp- ið verður sá vettvangur, þar sem mest verður um að vera í sambandi við uppl. um hægri- handarakstur. Hægrihandarakstursnefndin hefur hönd í bagga með því, hvað þarna kémur fram í sambandi við þetta mál, — en þegar fram í sækir, verður þetta svo viða- mikið, að nefndin kemst ekki yfir það, en þessar stofnanir hafa þegar fólk á sinum snærum, sem sér um dagskrár þessu að- lútandi. Svo verður notazt við önnur ráð, sem búizt er við að dugi nokkuð, — birtar verða auglýsingar í blöðum og gefið út smáblað, sem dreift verður til sem flestra. Siðast en ekki sízt eru auglýs- ingar utan húss og auglýsiDga- kvikmyndir. Lamað og fatlað fólk fær við ýmsa erfiðleika að etja í sam- bandi við þessa breýtingu í um- ferðinni. En Landssamband lam- aðra og fatlaðra í Svíþjóð hefur gert sérstakar ráðstafanir til þess að gera þeim auðveldara að semja sig að nýjum aðstæðum, En þótt búizt' sé við, að þær upplýsingar, sem berast til fólks í gegn um útvarp, sjónvarp, blöð, auglýsingar og bíó verði þyngst- ar á metunum, er það ekki nóg. Takmarkið er, að öryggið í um- ferðinni sé sízt minna eftir H- daginn en áður. Til þess að svo megi verða, reynist nauðsynlgt, að allir leggist á eitt. Hægri handarakstursnefndin hefur feng ið yfirstjórnir allra opinberra stofnana og samtaka, héraðs- stjórnir og bæjarstjórnir í lið með sér, — allir stjórnmála- flokkar, öll íþróttahreyfingin, Alþýðusambandið og önnur stéttafélög — í stuttu máli sagt öll liin skipulagða Svíþjóð er virkt til þess að breytingin frá vinstrihandarakstri til hægri- handaralcsturs megi ganga fyrir sig með friði og spekt. y/ya Fiuim msnna fjölskyldubíll Verö frá 170.000 þús. VAUXHALL UMBOÐIÐ ÁRMÚLA 3 sími 38900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.