Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 11
11 Sunnudags AlþýSublaðiS — 23. júlí 1967 VIÐ FÆREYINGA LANDSLEIKUR íslendinga og Færeyinga í knattspyrnu, sem háður var á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld, var slælega leikinn. Leiknum lauk með sigri íslands 2 mörkum gegn 1. Þetta er fjórði landsleikur þjóðanna, en þeim hefur ávallt lokið með sigri ís- lands, 5:2, 3:1, 10:0 og nú 2:1, eins og fyrr segir. Myndin hér fyrir neðan er frá leiknum. ÍSLANÐSMÓTIÐ: I. DEBLP Leikir í dag: Á Laugardalsvelli kl. 4 FRAM - AKUREYRI Á Akraoesvelli kl. 4 AKRANES - VALUR Á Keflavíkurveíli kl. 8,30 KEFLAVÍK - KR Mótanefnd. Jón Olafsson, IR keppir í hásíökki og langstökki. Meistaramót fslands I frjálsíþróttum á morgun Metþátttaka í mótinu 124 kepp- endur frá ellefu félögum MEISTARAMÓT íslands í frjáls- um íþróttum og Kvennameistara- mót íslands -hefjast á Laugardals- vellinum á morgun (mánudag) kl. 20. Þátttaka í mótinu er mjög góð og hefur aldrei verið eins mikil, keppendur eru 124 frá ellefu fé- lögum og héraðssamböndum. Flestir frá Hé-raðssambandinu Skarphéðni, 30, ÍR sendir 27 og KR 20. Keppnin annað kvöld hefst á 400 m. grindahlaupi er Halldór langstökki og hástökki kvenna. í 400 m. grindahlaup er Halldór Guðbjörnsson, KR líklegastur til sigurs, en helztu keppinautar hans eru Þórarinn Arnórsson, ÍR og Valbjörn Þorláksspn, KR, Guð- mundur Hermannsson, KR er ör- uggur sigurvegari í kúluvarpi, en spurningin er aðeins sú, hvort honum tekst að varpa kúlunni 18 metra. Baráttan um annað sætið stendur milli Erlendar Valdimars sonar, ÍR, og Arnars Guðmunds- sonar, KR. Keppnin getur orðið skemmtileg í lángstökki, en líkleg astir til sigurs eru Ólafur Guð- mundsson, KR meistari frá í fyrra, Gestur Þorsteinsson, UM SS, Jón Þ. Ólafsson, ÍR og Guð- mundur Jónsson, HSK. Sigrún Sæmundsdóttir, HSÞ hefur náð beztum árangri í hástökki kvenna, en Fríð'a Proppé, ÍR getur veitt henni keppni. Stúlkur úr Skarp- héðni geta komið á óvart. Alls taka 22 stúlkur þátt í 100 m. hlaupi og þar verður keppnin án efa spennandi. Baráttan um meistaratitilinn stendur vafa- laust milli Þuríðar Jónsdóttur HSK, Lilju Sigurðardóttur, HSÞ og Kristínar Jónsdóttur, UMSK. Þó er aldrei að vita nema einhver komi á óvart. Barátta verður höcð í 200 m. hlaupi karla milli Þorsteins Þor- steinssonar, KR, Valbjörns Þor- lákssonar, KR, Höskuldar Þráins sonair, HSÞ og Reynis Hjartarson- ar, ÍBA. Jón Þ. Ólafsson, ÍR er öruggúr sigurvegari í hástökki. Ýrnsar stúlkur koma til greina sem sigur vegarar í kúluvarpi, líklegastar eru Berghildur Reynisdóttir, HSIv meistari frá i fyrra, stúlkur úr Eyjaftrði o.fl. Halldór Guðbjörnsson, KR tek ur einnig þátt í 500 m. hlaupi og telja verður hann öruggan sigur vegara. “Valbjörn Þorláksson, KR | er líklegastur meistairi í spjót- kasti og Þorsteinn Þorsteinsson, KR í 800 m. hlaupi, en keppendur í þeirri grein eru 8. Loks verður keppt í 4x100 m. boðhlaupi karia og þar munu sennilega KR, ÍR og HSK berjast um sigurinn. Frjálsíþróttadeild KR sér um framkvæmd mótsins. Buick ’51 fil sölu og sýnis á A-götu 11, öiesugróf-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.