Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 1
Reisa geymslu- turna og pökk- unarstöð Sunnudagur 23. júli 1967 — 48. 164. tbl. — VerS kr. 7 Hafin er bygging hafnargarðs, pökkunarstöðva og sements- geyma hjá Ártúnshöfða við hina nýju Sundahöfn. Hafin er sala og flutningur sements í lausu máli til nokkurra aðila og í ráði er að geymirinn, 34m. hár verður senni lega fullsteyptur n.k. sunnudag. Hann rúmar um 4000 smálestir ' af sementi. Dr. Jón E. Vestdal ræddi um framkvæmdir á vegum Sements- verksmiðju ríkisins við frétta- mann blaðsins og sagði hann að þegar verksmiðjunni var valinn staður á Akranesi hafi verið gert ráð fyrir geymslu ásamt pökkunar slöð í Reykjavík og að flytja sem entið laust með skipi. Af fram- kvæmdum hefði ekki orðið fyrr en nú af ýmsum ástæðum. Fyrst tók alllangan tíma að fá stað fyrir höfn, gera þurfti rannsóknir á dýpi og botnlagi sjávar á ýmsum stöðum, en að þeim rannsóknum loknum varð Ártúnshöfði fyrir val inu, og er almenn ánægja ráða manna verksmiðjunnar með valið á staðnum, sem liggur vel við siglingu frá Akranesi og er mið svæðis til dreifingar á sölusvæði framleiðslunnar. Það sement, sem fiutt er til Reykjavíkur, er ekki aöeins notað í höfuðborginni sjálfri, heldur líka í Kópavogi, Hafnarfirði, austur í sveitum, uppi í Mosfellssveit og víðar. Til und irbúnings byggingar og liafnar svæðisins þurfti að sprengja mik ið úr höfðanum og í vetur voru sprengdir þar um 70 þús. rúmm. í vor var síðan byrjað á bygging arframkvæmdum og á sunnudag inn kemur verður fyrsti sements Framhald á 14. síðu. A þaki bygrgingar Menntaskólans við Hamrahlíð er a 'undarlegur turn. Hann mun verða fyrsti stjörnu. turn á íslandi. Yfir hann verður settur færanlegu • hjálmur, svo hægt verði að beina stjörnukíkinum, sem innan í honum verður, á hvaða himintungl se n er. Við turninn stendur Guðmundur Arnlaugsson, rek or. Byggingarframkvæmdum við Menntaskólann við Hamrahlíð mið ar vel áfram, og í haust verður annar áfangi skólahússins tekinn í notkun. Bætast þá við 6 kennslu stofur og tala nemenda tvöfaldast miðað við s.l. vetur. Fréttamað- ur blaðsins hitti Guðmund Arn- laugsson, rektor, á skrifstofu hans í menntaskólanum síðdegis á föstud. og skoðaði framkvæmdir undir ágætri leiðsögn rektors. Hraðvirkar framkvæmdir: Myndin t.v. tekin á þriðjudag, sú til hægri í gærmorgun, laugardag. í fyrsta áfanga, sem tekin var í notkun á s.l. hausti, eru 6 kennslustofur auk kennarastofu til bráðabirgða og skrifstofa rekt- ors. Voru í skólanum lið- inn vetur um 160 nemend- ur, allir í fyrsta bekk, sem sam- svarar þriðja bekk í gamla skól* anum. Annar áfangi verður tek- inn í notkun í haust, og verða þá í skólanum fyrsti og annar bekkur, en þannig er ætlunin að bætist við einn bekkur árlega þar til fjórða og síðasta áfanga er lokið og starfsemi skólans komin í það form sem honum er ætlað. Verða kennslustofur þá 24 og fjöldi nern nemenda um 650. í öðrum áfanga er fyrirhugað að hafa sérstofur fyrir náttúrufræði, eðlis- og efnafræði, en það mun vera algert nýmæli hér á landi, að ákveðnar kennslustofur verða fyr ir hverja grein, svo nemendur gangi á milli stofa, en ekki kennarar eins og tíðkazt hefur. Með þessu móti skapast auknir möguleik- ar til að gera kennslustofurnar betur úr garði og útbúa þær kennslutækjum, sem ella væri ekki unnt að gera. í þriðja áfanga verða fjórar kennslustofur, og verður ein þeirra miklu stærst, þannig að þar megi hafa tvo bekki samtímis, þegar t. d. er verið að sýna kvikmyndir o. fl. Að auki verður í þeirri álmu húsvarðaríbúð. Fjórða álrnan verður langstærst eða þriðjungi stærri en allar hin- ar til samans. Þar verður m.a. hátiðasalur, sem á að rúma 400 Framhald á 3. slðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.