Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 9
23. júlí 1967 - Sunnudags Alþýðublaðið 9 Menntun höfuðskilyrði fyr- ir ðtvinnu í framtíðinni Hinar stórstígu tækniframfarir í heimjnum munu á komandi ár um halda áfram að gjörbylta öllu á þeim atvinnumarkaði, sem var og er. Flestir verða að gera ráð fyrir því í framtíð- inni að þurfa að skipta oft um starf, margir verða að búa sig þrisvar á ævinni undir nýtt lífsstarf. Baráttan við að auka tekjuöryggið harðnar á vinnu- markaðinum og varlega þarf að fara, svo að ekki skapist hóp- ur láglaunafólks, sem naumast getur dregið fram lífið af tekj- um sínum og kemst síðast á vonarvöl, þótt vinnuþrekið sé í fullkomnu lagi. í framtíðinni má búast við, að náms verði krafizt til allra starfa og að breytinga. Til þess að unnt tímalaun taki við af ákvæðis- vinnu, — vegna vélanna, ,sem sífellt taka fleiri verk úr mann anna höndum. Menntun er eina ráðið við þeim erfiðleikum, sem koma til með að mæta fólki á atvinnu- markaðinum í framtíðinni. Það er skoðun allra þeirra sérfræð- inga, sem við þessi mál fást. Það verður ekki svo erfitt að koma tæknimenntuðu fólki í vinnu og venja það við nýjar aðstæður og tæki innan þess ramma, sem það þekkir fyrir. En breytingar og vinnuskipti er það, sem allir verða að sætta sig við í þeim nýja vélvædda heimi, sem bíður okkar. Síðasti áratugurinn hefur ver ið blómatími tæknimannanna. Komandi tímar verða það einn- ig. Nýir atvinnuhættir koma til sögunnar, vélarnar verða end- urbættar og koma að miklu leyti í stað verkamannanna. Breyt- ingarnar verða æ fljótari að ganga yfir og leiða til nýrra bryetinga. Til þess að unnt verði að hagnýta vaxandi tækni verður að mennta þá, sem við þetta eiga að vinna. Það verð- ur þörf fyrir fleira tæknimennt að fólk og faglært fólk, — einn ig vegna þess, að það er létt- ara að kenna því nýjar aðferðir en að kenna þeim, sem enga undirstöðu hefur, að fara með þau flóknu tæki, sem framtíð- in býður upp á. nýjustu gerðirnar vegna þess, að það skortir fólk, sem hefur næga þekkingu til þess að vinna við þessi tæki. Þeir, sem eru menntaðir, þurfa að mennta sig betur og þeir, sem missa at- vinnuna — og þeir eru marg- ir, — þurfa að byrja frá byrj- uninni. Þetta voru allir sammála um á ráðstefnu, sem nýlega var haldin í Róm. Þar hittust til skrafs og ráðagerða enskir, bandarískir og sænskir sérfræð- ingar, þeim kom saman um allt það, sem áður er sagt, — en þeir voru ekki á eitt sáttir um það, hvernig leysa ætti þau vandamál, sem sköpuðust af sí- felldum breytingum á sviði tækni og vísinda. Einkum gætti ósamkomulags í Englandi og Bandaríkjunum, þar sem starfs- menn og atvinnuveitendur hafa ólíkar skoðanir á þessu vanda- máli. Það verður einnig að skipu- leggja allt þannig, að nægilega margir séu lærðir í því að sjá um sjálfvirku vélarnar í Amer- íku hefur tækni rafeindaheil- anna tekið svo miklum fram- förum á stuttum tíma, að nú geta þeir ekki notað til hlítar Ray Gunter, atvinnumálaráð- herra í stjórn Wilsons segir sem svo: — Mikilvægast er, að fá verkamennina til þess að laga sig að tæknibreytingunum, að fá þá til að sætta sig við, að það getur orðið nauðsynlegt að Framhald bls. 14. OG MENN VERÐA ALLTAF AÐ HALDA ÁFRAM AD LÆRA FyrirferSarlítiS transistortæki, — rafhlöSudrifiS. Hægt aS hafa í ól um öxlina. ÆtíS tilbúið til notkunar. Engin spóiuþræSing. Bandið innbyggt í „cassettu". Verð kr. 4.450,00 5 STCRA eiglnlelkar. O Úrvals t»knl, Sterkur katsi ÆH8 relSubúiS bollr 81! ve8ur VI5gerðarþi8nutfa IERA HEIMSKUNN HOLI-IsníIC FRAMLEIÐSLA Raftækjadeild — Hafnarstræti 23 — Sími 18395. ÚTBOÐ Tilboð óskast í vélavinnu við sorphauga í Gufunesi. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri föstu- daginn 28. júlí n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆfl 8 - SÍMI 18 300 HAFNFIRÐINGAR-HAFNFIRÐINGAR Stærsta málverkasýning og bókamarkaður, sem haldinn hefur verið í Hafnarfirði, verður opnaður í Góðtemplara- húsinu kl. 1 á morgun Fjölbreytt úrval af málverkum og bókum. NotiS þetta einstaka tækifæri. Opið' til kl. 10 e.h. Málverka- og bókamarkaðurinn í Góðtemplarahúsinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.