Alþýðublaðið - 11.08.1967, Side 8
SKELFINGU LOSTINN
Frh. af 1 síðu.
Skclfingu lost. 3...........gól
— Við verðum að leita að
ihonum.
— Gott og vel . . . það er
dimmt.
— Áttu ekki vasaljós?
— Ég skal sækja það.
Fótatak á veginum. Drengur-
inn að sækja vasaljós i bílinn
sinn. Þögn aftur.
Santin beið titrandi og sveitt-
ur af ótta. Honum leizt ekki á
tóninn í orðum þeirra. Dreng-
urinn og stúlkan voru ekki fólk,
sem vildi hjálpa. Þau myndu
ekkert geta, ef hann var í raun
og veru að deyja.
Ef hann var að deyja? Hann
var sannfærður um það. Kval-
irnar voru að hefjast. — Hann
fann til allsstaðar. í andlitinu,
í brjóstinu, í báðum fótunum.
Og inni í sér, <á stað, sem eng-
inn gat komizt að nema læknir.
Sá sársauki sannfærði ihann um.
komu dauðans.
Svo það skipti engu máli.
Hvort sem þau fundu hann með
vasaljósinu eða ekki, myndi
Ihann deyja.
— Ég er búinn að finna það.
Þetta var drengurinn. — Hvar
leitum við?
— í giltnu.
Fótatak, möl, sem hreyfðist,
brak í runnum og grasi. Og ljós
geisli, sem sveiflaðist til og frá.
Bæði ljósið og fótatakið nálg-
uðust. Þau hlutu að finna hann.
Hann gat flýtt fyrir þeim með
því að kalla til þeirra. En 'hann
gerði það ekki. Hann beið.
— Halló!
Ljósið féll á andlit hans. Hann
gat ekki snúið sér undan, hann
var sem lamaður. Fótatakið
varð hraðara. Og svo voru þau
komin. Tvær verur, sem stóðu
yfir honum, útlínur þeirra bar
við himinn. Og ljósið skein beint
í augu hans. Hann deplaðl aug-
unum, en þau virtust ekki skilja
að ljósið ónáðaði hann.
— Hann er lifandi, sagði
stúlkan. — Hann er með opin
augun.
— Jamm. Bg sé það . . .
— En hann er meiddur. Stúlk
an kraup við hlið hans og skýldi
fyrir ljósið. Hann sá andlit henn
ar í björtu tunglskininu.
Hún var ung, kornung, kann-
ski sextán ára. Hún var líka lag
leg, dökkhærð, hvít húð og var-
irnar dumbrauðar. En andlit
hennar var tilfinningalaust. —
Kannski hafði hún fengið tauga
áfall. En hann sá enga samúð
1 augum hennar, þegar hún virti
fyrir sér meiðsli hans.
— Þú ert skolli mikið meidd-
ur, hún var að tala við hann.
— Já . . . hann fann að hann
gat talað, þó að það væri með
miklum erfiðismunum.
— Hvar? Veiztu það?
— Allsstaðar, held ég. Mest
innvortis.
Stúlkan hugsaði um svar
hans. Næsta spurning hennar
virtist spurð með köldu blóði,
útsmogið. — Heldurðu að þú
lifir, ef við hjálpum þér?
Hann hugsaði líka um svar
sitt. Samt urðu honum þau mis
tök á að svara: — Ég held að
ég sé að deyja, og hann vissi
að það voru mistök um leið og
hann sleppti orðunum.
Andlit stúlkunnair breyttist.
Santin skildi ekki hvernig. Hann
vissi aðeins, að það hafði gerzt.
Hún fór frá honum, reis á fæt-
ur og gekk til drengsins.
— Hann deyr, sagði hún. Eins
og hún vissi það með jafnmikilli
vissu og Santin.
— Þá. er ekki til neins að
sækja lækni? Drengnum virt-
ist létta eins og ábyrgð hans
væ;ri nú á enda.
— Ég hugsa ekki.
— Hvað gerum við þá?
— Ekkert. Bíðum hérna. Fyrr
eða síðar kemur bíll fram hjá.
— Og þá förum við til borg-
arinnar? Drengurinn virtist fús
til að láta stúlkuna ráða.
— Jamm. Þá sendum við
lækni eða einhvern. Vonandi
verður karlinn dauður þá. Og
svo verðum við að fara til lög-
reglunnar.
— Til lögreglunnar?
— Við verðum. Þú drapst
hann.
Þá varð þögn. Santin lá við
fætur þeirra og leit á skugga-
verurnar yfir höfði sér. Þau
voru að tala um hann eins og
hann væri þegar dáinn. Samt
varð hann ekki reiður. Kannske
vegna þess, að honum fannst
hann vera dáinn líka.
— Hvað . . . hvað gera þeir
við mig, Ai-lene?
— Hverjir? Lögreglan?
— Já . . . þú sagðir, að ég
hefði drepið mann.
— Gerðirðu það ekki?
Drengurinn hikaði. — Það var
slys, stundi hann loks upp. —
Þú veizt að það var slys, Ar-
iene! Ég á við, það bara varð.
Þau töluðu lágt, en Santin
heyrði hvert orð. og hann fann
‘hjá sér hvöt til að tala. — Það
ber alltaf einhver ábyrgðina á
slysinu, sagði hann við þau.
Þau hrukku við. Hann sá, að
þau litu hvort á annað og svo
á hann. — Við hvað áttu?
spurði drengurinn eftir augna-
bliks hik.
— Slysið var þín sök. Hann
var ekki reiður enn. Hann var
ekki að þræta vegna þess að
hann væri þeim reiður En hann
vildi að það væri ákveðið, hver
bæri sökina.
— Hvernig var það mér að
kenna?
— I fy-rsta lagi beindirðu
ekki ljósunum niður . . .
— Þú ekki heldur.
— Ég gerði það í fyrstu. t
— En svo hækkaðir þú þau
aftur.
—Aðeins þegar þú neitaðir að
lækka þau.
Drengurinn þagði um stund.
Svo sagði hann: — Þegar við
rákumst á voru ljósin þín á
fullu.
Santin varð að viðurkenna
það — Ég varð reiður, sagði
hann. — En það skiptir samt
ekki mestu máli. Þú ókst mín
megin á veginum.
Drengurinn leit á stúlkuna.
— Ók ég hans megin á veg-
inum, Arlene?
Honum virtist stúlkan flissa.
Eða eitthvað álíka. — Hvernig
á ég að vita það? Við vorum . . .
Hún lauk ekki við setninguna,
en Santin gat sér til um aígang-
inn. Þau höfðu verið að kela,
eða hvað unga fólkið kallaði
það núna. Þess vegna ‘hafði
drengurinn ekki lækka ljósin,
þess vegna hafði hann ekki haft
fuila stjórn á bílnum. Þess
4 811. ágúst 1967 - HELGARBLAÐIÐ
vegna lá hann sjálfur, Santin,
hér á gilbotninum og borgaði
fyrir skemmtun þeirra.
Loksins varð hann reiður. Und
arlega reiður. Reiðin var fjar-
læg, ekki ihluti af honum. Því
þetta skipti svo sem engu máli.
Hann var að deyja.
Honum leið samt betur. Nú
gat hann taiað um þetta af sann
Framhald á næstu síðu.
PERÐIST
ALDREI
ÁN
FERÐA-
TRYGGINGAR
FERÐA
SLYSA-
TRYGGING
ALMENNAR
TRYGGINGAR HF.
POSTHÚSSTRÆTI 9
SÍMl 177 00
allt í helgarmatinn
matur fyrir vinnufiokka
aiit í ferðamatinn
utbúum nestispakka
veizlumaturinn sendur heim
snittur og smurt brauð
Sími 35936 Sími 36374
Skaftahlíð 34