Alþýðublaðið - 31.08.1967, Side 4

Alþýðublaðið - 31.08.1967, Side 4
mmm Eltstjórl: Benedlkt Gröndal. Slmar 14900—14903. — Auglýsingasíml: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Hvik. — Prentsmiðja AlþýSublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa- sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: AJþýðuflokkurlnn, Hreinskilni HREINSKILNI Gylfa Þ. Gíslasonar í sjónvarpsvið- talinu á dögunum, er hann ræddi um efnahagserfið- leika þjóðarinnar, virðist ekki vera framsóknarmönn- um að skapi. Tíminn hefur séð ástæðu til að ráðast á Gylfa með hinu venjulega, pólitíska pexi. Framsókn armenn hafa, eins og oftast, að minnsta kosti tvær öndverðar skoðanir á þeim vandamálum, sem þjóðin stendur andspænis. Önnur skoðunin er sú, að erfiðleik arnir séu svo til engir, þar eð verðlag útflutningsaf- urðanna sé ekki lægra en það var 1962. Hefur þessi skoðun verið skýrð í Tímanum með fjölda línurita. Mátti og heyra þessa kenningu fyrir kosningar. Þá sagði að minnsta kosti einn frambjóðandi framsóknar- manna, að verðlækkun útflutningsafurðanna væri „ekki umtalsverð.“ Hin skoðunin er á þá leið, að erfið leikarnir séu miklir og þeir séu eingöngu ríkisstjórn- inni að kenna. Þetta er hin gamalkunna baráttuaðferð ábyrgðarlausra andstöðuflokka, sem segja að góðærið sé guði að þakka, en allir erfiðléikar ríkisstjórninni. Afstaða framsóknarmanna til hinna alvarlegu vanda mála, sem eru framundan, er neibvæð og skaðleg. Þeir hafa ekkert til mála að leggja annað en pólitískt pex, sem kemur þjóðinni að harla litlum notum. Stjórnarflokkarnir hafa varað þjóðina við hinum versnandi efnahag allt síðan í fyrrahaust. Þeir skýrðu þá frá hinum geigvænlegu lækkunum á verðlagi lit- flutningsafurða og töldu nauðsynlegt að gfípa til gagn ráðstafana, en þó ástæðu til að vona, að verðlækkan- irnar reyndust aðeins tímahundnar. Komu þessar að- varanir stjórnarflokkanna hezt fram í umræðum um verðstöðvunarlögin, sem voru kjarninn í ráðstöfunum stjórnarinnar þá. Vegna gjaldeyrisvarasjóðsins og tekjuafgangs ríkis- sjóðs hefur þjóðin getað beðið átekta eftiruð verðstöðv unin var komin til framkvæmda og frekari verðbólga stöðvuð í tæplega eitt ár. Var þetta mjög gagnlegt, úr því 'að það var hægt, S'vo að séð yrði hver þróun mála mundi verða hvað snertir aflabrögð og verðlag. Efnahae-smálin hafa nú snúizt til hins verra á mörg iirn sviðum. Vertíðarafli hrást, rækju- og humaraíli hrást, sumarsíldveiði og síldarsöltun hafa hrugðizt, kalske^mdir hafa orðið í túnum, skreiðarmarkaður er nálega lokaður og verðlag sumra mestu útflutnings afurðanna hefur enn lækkað. Afleiðingar eru þær, sem Gylfi skýrði í sjónvarpsviðtalinu. Mun leit að þeim manni, sem ekki skilur þróun þessara mála. Ríkisstiórnin og sérfræðingar hennsr hafa setið á rök- stólum og hyrja næstu daga samráð við stuðnings- menn sína á þingi. Er þannig verið að móta þær ráð- staíanr-, gera verður í haust. Þarf enginn að ef- ast um. að þær verði víðtækar og muni koma við marga. on Gvlfi benti á, geta heildartekjur þjóð arirmar ekki minnkað verulega án þess að tekjur ein- ' stakliníranna minnki einnig. 4 31. ágúst 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Barnaflokkar. Unglingaflokkar. Frúarflokkar. Framhaldsflokkar. Flokkar fyrir alla. Skólinn hefst þann 4. sept. Ný og vistleg húsakynni, Edð Þeir, sem litla hreyfingu hafa við vinnu sína eru sérstaklega þurfandi fyrir jassballet. 50f0 DANS 5C°0 LEIKFIIVII Nemendur í framhaldsflokkum hafi samband við slcólann, sem fyrst vegna niðurröðunar í flokka. Einkunnarorð skólans eru: FEGURRI HREYFINGAR — FEGURRI LÍKAMSBURÐIR. Iinnritunarsími: 14081. Dagl. kl. 10 — 12 f.h. og 2 — 7 e. h. Skírteini afgreidd á föstudag kl. 6-8 og laugardag kl. 12-2 í Skátaheimilinu við Snorrabraut. DANSSKÓLI SIGVALDA ÖBILGJÖRN STAÐ- REYND.Í SKORRADALNUM Ég las nýlega í Mogganum ágæta grein um Skorradalinn eftir þann sögufróða og ættvísa Borg firðing, Guðmund Illugason. Guðmundur er manna kunnugastur á þessum slóðum, þekkir ekki að eins hverja þúfu og stein í Skorradalnum, heldur veit líka hver hefur haldið framhjá hverjum þar í sveitinni um langa tíð, enda er það ættvísinda- manninum mikil nauðsyn að kunna skil á sér- hverju vafasömu aðskotadýri í ættanna kynlega blandi, ef verkið á ekki að vera unnið fyrir gýg. Þegar ég las þessa fróðlegu og skemmtilegu grein Guðmundar, þá rifjaðist upp fyrir mér, að ég hafði lengi ætlað að taka mér penna í hönd og skrifa nokkur orð um veginn umhverfis Skorradalsvatn. Allir eru sammála um náttúrufegurðina í Skorra dalnum, enda löngu viðurkennd, ef til vill er ekki annars staðar fallegra í Borgarfirði og er þó hér aðið í heild vel hlutgengt á því sviði. Það er t. d. ótrúlega gaman að aka meðfram vatninu á björtum sumardegi, þegar skógurinn er kominn í fullan skrúða og kjarri vaxnar hlíðarnar spegl ast í endilöngu vatninu. Þá hugsar margur sem svo: Ég held ég verði að láta það eftir mér að aka kringum vatnið, það ætti ekki að taka lang an tíma. En þá kemur lieldur en ekki babb í bát inn. Sá hinn sami rekur sig nefnilega fljótt á' þá óbilgjörnu staðreynd, að það er ekki unnt að aka kringum Skorradalsvatn. Vegurinn nær ekki alla leið. ★ HVAÐ KEMUR ÞÁ TIL? I Þetta verður að segja sumumi tvisvar áður en þeir trúa. Á að gizka sjö kíló- metra spotti að sunnanverðu við vatnið, frá Vatna horni að Haga, er ennþá óakfær, að því er ég bezt veit. Hvað kemur til? Ég veit það ekki. Varla trúi ég því, að bændurnir í Skorradalnurn séu iþví mótfallnir að fá veg í kringum vatnið. Ekki getur það verið þeim í hag. Ekki getur kostnaðurinn heldur verið óviðráðanlegur. Það er óhugsandi. Annað eins þrekvirki hefur verið ráð izt í og að Ijúka þessum vegarspotta. Allir vitaf að stórar fjárfúlgur hafa verið lagðar í brýr og vegi á afskekktum bæjum í afskekktum sveiítum, þar sem síðasti bóndinn er í þann veginn að stíga upp í jeppann sinn og flytja burtu. Þesa vegna verður vegfarandinn dálítið spyrjandi og efablandinn á svipinn, þegar hann kemur í þessa fallegu sveit í einu blómlegasta héraði landsins og verður að snúa við á miðri leið vegna þess að akvegurinn fyrirfjnnst ekki, leiðin milli bæjanna er öldungs eins og á dögum Skallagríms á Borg. Vonandi verður fljótlega bætt úx\þessu einkenni lega ástandi og lokið við veginn kringum vatRið, svo að eðlileg umferð geti átt sér stað um hinn fallega skógardal, Skorradalinn hans Guðnlundar Illugasonar. — STEINN. j vs mtm

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.