Alþýðublaðið - 31.08.1967, Qupperneq 13
Ný dönsk mynd, gerð eftir hinni
umdeildu metsölubók Siv Holms
„Jeg en kvinde“.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 9.
Hvert viljið þér fara ?
Nefnið staðinn. Við
yður, jijótast og þcegilegast.
Hafið samband
við ferðaskrifstofurnar eða
AMERICAtV
Hafnarstræti 19 — simi 10275
^4^
BÍLAKAUP
15812 — 23900
Höfum kaupendur að flest-
um tegundum og árgerðum
af nýlegum bifreiðum.
Vinsamlegast látið skrá blf-
reiðina sem fyrst.
BÍLAKAUP
Skúlagötu 55 við Rauðari
Símar 15812 - 23900.
Og hitt, sem mælti á móti var
að hún efaðist um að sér tækist
að leika Myru.
En ihún hlaut að geta það.
Fjölskyldan í London hafði ekki
séð Myru síðan hún var fimm
ára. Háraliturinn gat liafa
breytzt og andlitsdrættir fimm
ára barns eru ekki Iþað iþroskað-
ir að þeir þekkist eftir sautján
ár. Og hvað vissi Joss Ashlyn
frændi Myru um hana. Ha
frændi Myru um hana. Hann
hafði tekki skrifað henni eða
foreldrum hennar öll þessi ár?
Hann átti ekki einu sinni mynd
af Myru.
Mánudaginn gekk hún heim úr
vinnunni. Sólin og hitinn olli því
að sársaukinn yfir svikum Nigels
var enn sárari en fyrr. Hún hafði
vonað að tíminn læknaði sárin
að hún gæti smó saman farið að
ihugsa um hann og tímann sem
þau voru saman án sársauka.
En þannig fór ekki. Sársauk-
inn óx fremur en dofnaði. Hafði
hún aðeins verið stundarskot?
Hafði hann kannski meint það
alvarlega en svo gleymt henni
þegar hann fór frá Vancouver?
Eða beið einhver eftir ihonum í
Englandi? Kannski eiginkona?
Möguleikarnir voru óteljandi en
enginn dró úr sársaukanum. Hún
fór að ihugsa um tillögu Myru.
Ferð til útlanda, ný reynsla, já,
jafnvel það að leika hlutverk
annarrar í nokkrar vikur myndi
dreifa huganum.
Hún var að setja ískalda
drykki á svalaborðið, þegar
Myra kom heim.
Hún stóð á svölunum og leit
á Vonnie. — Veiztu hverju við
gleymdum í morgun?
Vonnie leit upp. — Nei, hverju
gleymdum við?
— Að ákveða hvor okkar ætti
að kaupa í matinn!
— Æ, ég mundi ekki eftir því.
Ég gekk heim og hugsaði . . .
— Það skiptir engu máli. Við
eigum niðursuðudósir og ost.
Hvað er í þessari könnu?
— Gin, appelsín og mikið af
ís.
— Namm! Myra hellti sér í
glas.
Vonnie virti hana fyrir sér um
stund áður en hún spurði: —
Ertu búin að skrifa til frænda
þíns og segja honum, að þú kom
ir ekki?
— Ekki enn.
— Þú ihefðir átt að gera það.
En . . .
Fjólublá augun litu glettnis-
lega á hana og Myra varð stríðn
isleg á syipinn. — En hvað, Von
nie? sagði hún iblíðlega.
Nornin, hugsaði Vonnie reiði-
laust. Hún vissi alltaf að ég
mundi fara! Hún dró andann
djúpt og sagði: — Þú þarft ekki
að skrifa. Þetta er della og ég
hugsa að það sé glæpsamlegt
líka, en . . .
Myra skellti upp úr eins og
hún tæki lög og rétt ekki svo
hátíðlega. — Ég er viss um að
það er ekkert saknæmt við það,
þó að þú leikir beztu vinkonu
þína eftir samkomulagi. Hverj-
um kemur það við? Ekki lögregl-
unni. Og Joss frændi fær ekk-
ert að vita. Þú ætlar að fara,
er það ekki, Vonnie?
■n.'', -' .r^es
^HIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIllllliliillllillllllliiiiiiiiiiiiiiiiitUJ
Suzanne Ebel:
*
9
a
a
^....................
.Ilt..I......I.......II. n.l..I.II....I.Illllllll.II
ll..l■.ll..l..l.l■•■l.l.ll■lllv>
— Jú, sagði Vonnie rólega.
— Það er brjálæði og guð veit
hvort ég get það eða ekki, en ég
fer til London.
— Ég hef ekki heyrt þig segja
neitt gáfulegra lengi.
— Er það? spurði Vonnie var
lega.
— Já, auðvitað. Það getur ekk
ert brugðizt, sagði Myra ákveð-
in. — Joss frændi er gamall pip-
arsveinn, en þú sérð um hann.
Hann er áreiðanlega hrifnari af
blíðlyndri stúlku eins og þér en
frekju eins og mér. Þú töfrar
hann upp úr skónum.
— Þú nærð ekki langt með
smjaðri, sagði Vonnie. — Nú er
bezt að undirbúa svikin — og
kenna mér að falsa skriftina
þína.
4. KAFLI.
Vonnie beygði sig og lézt vera
að skoða lásinn á töskunni sinni.
í raun og veru var hún að rífa
merkisseðilinn af og stinga hon-
um í vasann.
Nú varð hún að muna allt!
Hún gekk ánægð út úr flugstöð-
inni og að vagninum, sem ók
henni til London.
Hótelið, se*m hún hafði pant-
að herbergi á var í hliðargötu
við Piccadilly. Hún ætlaði að
njóta næstu tveggja daga vel,
hvað svo sem á gengi. Hún tók
upp fötin sín og fór og keypti
sér kort af London.
Um kvöldið ætlaði hún til St.
Johns Wood til að skoða húsið
án þess að nokkur vissi. Henni
fannst, að hún ætti að muna
hvernig húsið liti út, nokkurs
konar fölnuð bernskuminning.
Myra hafði reynt að lýsa því
sem bezt hún gat, en Vonnie
vildi sjá það með eigin augum
— til að muna betur orð Myru.
Þannig og aðeins þannig gat
henni fundizt hún eiga heima
hér.
Hún borðaði ein á veitingastað
hótelsins. Hún sat við borð við
gluggann. Hún drakk kaffið í
garðstofunni og las vikublöð á
meðan hún beið eftir að dimmt
yrði.
Klukkan hálf tíu leigði hún
bíl í Jermyn Street og bað hann
um að aka sér tii St. Johns
Wood.
Markyate Avenue var breið-
gata með trjám á báðar hendur
og vel lýst. Vonnie leit á hús-
númerin og gat sér þess til að
númer tíu væri við miðja göt-
una.
Hún gekk hinum megin við
götuna. Henni fannst hún vera
samsærismaður meðan hún faldi
sig í skugga gömlu trjánna, sem
uxu langt út fyrir fallegar girð-
ingarnar umhverfis gömlu hús-
in. Henni fannst hún vera að
vinna myrkraverk.
Þegar hún kom að húsi, sem
nr. 9 var málað á stólpann leit
hún yfir götuna. Tíu. Þarna var
það. Húsið með stóru trjánum
fyrir framan og með ljósker yf-
ir útihurðinni. Hún læddist nær.
Tvisvar gekk hún fram hjá hús-
inu. Hvergi var ljós að sjá nema
í forstofunni og rúðurnar í glugg
unum þar voru litaðar i’úbín-
rauðar og græna.
Vonnie opnaði hliðið og gekk
inn fyrir, nam staðar augnablik
og hlustaði. Það heyrðist ekkert
hljóð. Enginn var nálægur.
Joss gamli Ashlyn bjó í
þriggja hæða húsi með stóra
glugga sín hvoru megin við úti-
dyrnar. Stór garður umkringdi
húsið.
Hún læddist upp stíginn og
þegar hún sá að ekki var ljós
í bakgluggum hússins heldur,
varð hún áræðnari.
Myra hafði sagt henni að
muna eftir magnolíatrénu. Joss
frændi hefði málað mynd af
Myru með magnolíablóm í bak-
grunni.
Vonnie hoi-fði umhverfis sig
í dimmum garðinum og svo á
vegginn. Magnolíatréð stóð við
girðinguna og hún sá móta fyrir
ljósum blöðum þess.
— Vittu, hvort gamla rólan
er þar enn, sagði Myra. —
Minntu Joss frænda á, hve oft
hann rólaði mér . . . þér . . . í
rólunni og ég, nú brosti Myra,
— þú veinaðir í hvert skipti,
sem rólan fór of hátt.
Vonnie stóð í skugganum af
fáeinum runnum og leit um-
hverfis sig. Garðui'inn var fer-
hyrndur og umkringdur trjám
Hún horfði á vinnustofuna, einn
veggurinn var úr gleri.
Svo birtist ljós í einurn kvist-
glugganum. Vonnie faldi sig inn
milli runnanna, stór blöð þeirra
strukust um kinnar hennar, hún
var næstum hrædd.
Svo slökknaði ljósið.
Myra hafði sagt henni, að
frændi hennar hefði ráðskonu,
þetta hlaut að vera herbergið
liennai'.
31. á
Hún snerist á hæl og gekk eft
ir stígnum og þegar hún var
næstum komin að dyrunum beið
hún til að aðgæta, hvort sá, sem
hafði kveikt ljósið hefði farið
niður.
Svartur köttur neri sér mal-
andi við leggi hennar. Vonnie
elskaði ketti, en hún varð hrædd
við að sjá hann svona skyndi-
lega og rak hann frá sér. Það
glampaði í augu kattarins í
myrkrinu, hann hvæsti og fór
inn í runnana. Vonnie andaði
léttara, hlustaði og beið.
Hún heyrði útidyrnar opnaðar
og lokaðar. Hún faldi sig í runn
unum og heyrði fótatak á möl-
inni. Hliðið small í lás og það
var gengið niður veginn. Stuttu
síðar small bílhurð í lás og bíll
fór í gang.
Ofnkranar, \
Tengikranar, 1
Slöngukranar,
Blöndunartæki.
Burstafeli
byggingavöwiverzlun
Réttarholtsvegi S.
Simi S 88 40.
T rúlof unarhringar
Seridum gegn póstkröfu.
Fljót afgrelðsla.
Guðm. Þorsteinsson
gullsmlður 1
Bankastrætl 1S.
1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13