Alþýðublaðið - 21.09.1967, Page 4

Alþýðublaðið - 21.09.1967, Page 4
Bltstjórl: Benedikt Grðndal. Simar 14900—14903. — Auglýslngasíml: 14906. — ABsetur: Alfcýðuhúsið vlð Hverfisgötu, Rvlk. — PrentsmiSja AlþýSublaSsins. Siml 14905. — Askrlftargjald kr. 105.00. — í lausa* sölu kr. 7.00 elntakið. — Útgefandl: AlþýSuflokkurlxm. Hin leiðin Íysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, k tækifæri til þess að gera grein fyrir „hinni leið- i'’ í ríkisútvarpinu s.l. laugardagskvöld í útvarps- ttinum „Þjóðlíf”. Var Eysteinn spurður að því, hvað Framsókn hefði gert í sumar, ef hún hefði komizt í stjórn. | Eysteinn sagði, að Framsókn hefði beitt sér fyrir áa^tlunarbúskap og að hafin yrði tafarlaust athugun á jrekstrargrundvelli hverrar atvinnugreinar. Síðan sa^ði hann: „Þá hefði Framsóknarflokkurinn lagt til í qðru lagi, 'að tekið yrði upp samstarf við launþega- samtökin um markvissa stefnu í kaupgjaldsmálum, er stefndi að því að tryggja launþegum eðlilega hlut- deild í vaxandi þjóðartekjum. I því sambandi ætti að taka húsnæðismálin til gagngerðrar endurskoðunar, því að aldrei yrði ráðið við dýrtíðina nema hægt væri að leysa húsnæðismálin”. Þetta er sennilega „hin leiðin”, sem Eysteinn hef- ur boðað, en erfitt hefur verið til þessa að fá upplýs- i-ngar um, hver hún iværi. En Alþýðublaðið vill minna á í þessu sambandi, að Eysteinn og Framsóknarflokkurinn hafa fengið tæki- færi til þess að sýna hug sinn í verki til atvinnuveg- anna og verkalýðshreyfingarinnar. Enginn hefur setið lengur í embætti fjármálaráðherra hér á landi en Ey- steinn Jónsson og enginn hefur íþyngt atvinnuvegun- um meira með sköttum en fjármálaráðherrann Ey- steinn Jónsson. I vinstri stjórninni fékk Framsókn einnig tækifæri tii þess að sýna í verki jákvæða af- stöðu til verkalýðshreyfingarinnar og láglaunafólks. Sú afstaða kom þannig fram, að Framsókn lagðist gegn öllum tillögum Alþýðuflokksins um aukningu almannatrygginganna, en lagði hins vegar fram upp- kast að frumjvarpi um bann við verkföllum! Vinstristjórnin varð verkalýðshreyfingunni von- brigði, fyrst og fremst vegna afturhaldsstefnu Fram- sóknar. Núverandi stjórn hefur hins vegar tekizt það, sem viostri stjórninni mistókst. Henni hefur tekizt að koma á góðu samstarfi við verkalýðshreyfinguna, henni hefur tekizt að bæta kjör launþega meira s.l. 7 ár en nokkurri annarri ríkisstjórn áður og síðast en ekki sízt hefur núverandi ríkisstjórn gengið til sam- starfs við verkalýðshreyfinguna um lausn húsnæðis- málanna. Núnerandi ríkisstjórn hefur ekki teki^t að leysa að fullu vanda húsnæðismálanna. En henni hefur tek- izt mun betur í því efni en vinstri stjórninni. Ríkis- stjórn Hermanns Jónassonar, sem gafst upp við lausn efvu.hagsmálanna, hefði verið ánægð með þær fram- kvæmdir í húsnæðismálum, sem núverandi stjórn hef- ur staðrð fyrir. Og sennilega hefðu örlög vinstri stjórn arinnar orðið önnur en raun varð á, ef henni hefði tek izt að r.á eins vinsamlegu samstarfi við verkalýðs- hreyfinguna og núverandi stjórn hefur tekizt að ná. ★ KENNUM: Börnum, unglingum og fullorðn- um, byrjendum og framhald. ★ BARNADANSAR: Hringdansar og leikir (4-6 ára börn.) Gamlir og nýjir dansar, m. a. nýj- ustu dansarnir „Beat-Rock“ „Sandie“ og „The Cha-Polka“. ★ UNGLINGAR OG UNGT Suður-amerískir dansar, m. a. FÓLK: nýjasti dansinn „Snuker“. ★ HJONAFLOKKAR: 10 hagnýtir samkvæmisdansar. Upplýsingarit liggur frammi í bókabúðum. Innritun og upplýsingar í síma 8-2122 og 3-3222 frá kl. 10-12 f. h. og 1-6 e. h. RAGNARS 10. starfsár skólans í Reykjavik hefst 1. október MUNIÐ mmmm 4 21. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.