Alþýðublaðið - 21.09.1967, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 21.09.1967, Qupperneq 5
Vill þýða íslenzk Ijóð á erlend mál Professor Pablo Laslo frá Mexico. ♦ af reykingum... BARÁTTAN gegn sígarettum og reykingum yfirleitt heldur á- fram, en augljóst er, að ihér er við ramman reip að draga og •það þarf að sigrast á margs kon ar fordómum, ef það á að takast að fá fólk til að hætta að reykja. Nýlega lauk alþjóðlegu lækna þingi í New York. Á þinginu var tovatt til þess, að miklu meira væri gert til þess að fá fólk til þess að hætta að reykja — eða byrja aldrei á því. Bent er á, að það ætti að banna að bjóða síga rettur í flugvélum — ókeypis, — og yfirleitt ætti að banna, að reykt værí í flugvélum og bílum. Neistaflug er hættulegt hvar sem er og ekki ihvað sízt í bílum, sem ganga fyrir bensini. Það er líka ófyrirgefanlegt, að ökumaður sé að snúa sér til og teygja sig til þess að wá í sígarettupakka eða eldspýtur. Læknarnir réðust líka gegn þeirri tvöfeldni, sem ríkir í af- stöðunni til þessara mála. í blöð um birtast sígarettuauglýsingar við hliðina á fréttum um sívax- andi lungnakrabba í heiminum, sem sé afleiðing reykinga. í skól um, í kvikmyndahúsum og í sjónvarpi þyrfti að vinna gegn reykingum. Það er ekki nóg að banna reykingar á skólalóðinni, þegar kennararnir reykja, svo að naumast sér í andlit þeirra á kennarastofunni í frímínútum. Það er tvöfeldni, þegar sjónvarp ið birtir fréttir af skaðsemi reyk inganná, — en stundu seinna kemur. heimskuleg auglýsing um dásemd. eins eða annars síga- rett'umerkis. Þótt þenda megi á það, að margir reykingamenn fái ekki lungnakrabba eru líkurnar þó svo miklar á að þeir stytti ævi sína um 10-15 ár með reyking- unum, að öllum má vera ljóst, að hér er ekki um hégómamál að ræða. Sextán ára unglingur hugsar ekki mikið um það, þótt ævi hans kunni að styttast um 10-15 ár, en lungnakrabbasjúkl- ingurinn, sem fær þær fregnir hjá lækninum, að annað lungað sé ónýtt, hitt sé einnig sýkt, — hann hlær ekki lengur. Hann finnur aðeins til örvæntingar. Loks er þess að geta, að læknamir telja það aðeins innan tómar kerlingabækur, að það sé erfitt fyrir nokkurn mann að venja sig af reykingum. Vand- inn sé aðeins sá, að leggja dá- lítið af sjálfsmeðaumkuninni á hilluna og hætta svo að reykja. Síðastliðin föstudag kom hing- að til landsins prófessor nokkur frá Mexico, Pablo Laslo að nafni. Laslo prófessor er 63 ára gamall, fæddur í Ungverjalandi, •en flutti 24 ára til Mexico og nú rikisborgari þar. Prófessorinn er sérhæfður í tungumálum. Hann hefur komið víða við á langri starfsævi og rak m.a. málaskóla í Japan í tvö ár, þaðan fór hann sömu erindagjörða til Filipps- eyja og var þar önnur 2 ár. Og érið 1937 kenndi hann tungu- mál í Peking. Unáanfarin ár hefur hann haldið kyrru fyrir í heimalandi sínu Mexico og starf rækt þar eigin tungumálaskóla. En áhugi prófessorsins á tungu og háttum annarra þjóða hefur fengið útrás í fleiru en kennsl- unni einni. Hann hefur einnig þýtt fjöldann allan af ljóðum málanna á milli og sýndi hann okkur nokkrar bækur með ljóða þýðingum sínum er hann leit við hér á ritstjórnarskrifstofum blaðsins um helgina. Þarna mátti líta bók, er bar titilinn E1 corazon del mundo, og var á spænsku. Titillinn út- leggst á íslenzku „Hjarta verald ar”. Bókin inniheldur ljóð 150 skálda frá 22 löndum ásamt stutt um formála fyrir hverju skáldi. „Hér eru nokkur ljóð íslenzkra Ijóðskálda" sagði prófessor La- slo. „Að vísu kunni ég engin skil á fslenzkri tungu, þegar þessi bók leit dagsins ljós og geri reyndar ekki enn, en ég þýddi þau úr ensku. Skáldin sem hér um ræðir eru Krist- j'án Jónsson og Þorsteinn Erlings* son“. í fórum prófessorsins var einn ig bók, sem út var gefin í Col- umbíu árið 1955 og hefur að geyma safn fyrirlestra um tutt- ugu lönd, þ.á.m. ísland. Af öðr- um bókum hans má geta einpar er inniheldur þýðingar á Ijóð- um eftir Heine og . Ungverjann Endre Ady, en sú bók var gef- in út í Manilla árið 1935 bæði á spænsku og tangoló sem er mál lýzka töluð á Filippseyjum, og annarrar, sem út kom í Mexico 1964 og samanstendur af spænsk um þýðingum ungverskra ljóða. „Eg orti sjálfur ljóð á mínum yngri árum, bæði á frönsku, ensku, spænsku, þýzku og ung- versku, En ljóðaþýðingar er það, sem hrífur mig mest og nú langar mig til að þýða íslenzk ljóð af frummálinu og yfir á ensku, spænsku og þýzku. Ég ætla að dvelja ár á íslandi og hef hug á að kynnast helztu ljóð skáldum þjóðarinnar og verkum þeirra. Einkum langar mig að kynnast Laxness, þótt hann sé nú kannske ekki beinlínis ljóð- skáld Nú er ég að leita fyrir Framh; ad á 15. síðu. á,- > ■: Ertu mátuleg á alla kanta? Fltigfreyjur í striði við SAS ÞAÐ er ýmislegt, sem gerir SAS erfitt fyrir. Til dæmis að taka virðist nú svo sem flugfreyjur félagsins ætli að segja stjórn- inni stríð á hendur og í þetta skipti er ekki um að ræða óá- nægju með laun, — heldur öllu fremur óánægju með vinnuskil- yrði. Nýlega var haldinn fundilr í starfsmannafélagi SAS, og þar var ákveðið að senda kvörtunar- bréf til æðsta yfirmanns starfs- fólksins, Bent Petersen, Stokk- hólmi. Félagsmenn eru einkum óá- nægðir yfir því, að SAS hefur sent út bréf, þar sem tilgreint var, hvað flugfreyjurnar ættu að vera þungar, — tölurnar voru miðaðar við líkamsbyggingu við komandi og sagt, bvað hver og ein ætti samkvæmt því að vera breið um mitti, mjaðmir, læri, leggi, ökla og handleggi. Flugfreyjurnar kvörtuðu líka yfir nótum hjá yfirflugfreyjunni Inge Corelle, sem spyrst fyrir um það, hvort hin og þessi hafi nú grennzt upp 'á síðkastið og síðan er ein og önnur beðin að koma á skrifstofu yfirflugfreyj- unnar til þess að láta mæla sig og vega. Starfsmannafélagið vildi fá að vita, hver bæri ábyrgð á þessu. Ef atvinnuskilyrði verða ekki bætt, má búast við verkfalli, segja félagsmenn, og sagt er, að um tugur flugfreyja hafi sagt upp starfi síðustu 4-5 mánuði í mótmælasl^yni við það, sem kallað er „barnaleg meðhöndl- un“. Yfirmaður danska SAS-starfs- fólksins, sem hér um ræddi, vill ekki játa, að hér sé um stórmál að ræða. Hann segir, að félagið, geri kröfu til þess að starfsfólk- ið sé geðþekkt að sjá, og hann afsakar megrunarkröfuna með' því, að margar flugfreyjur viljq gjarnan fá megrunarráð eins og SAS liá.ti fylgja töflunni yfir æskilegustu mál flugfreyjanna. Þegar við vorum nýbúin að lesa þetta í danska Aktuelt fengum við fréttatilkynningu frá Danmerkurdeild SAS. Þai* sagði, að vegna þess umtals, sem orðið hefði vegna fundar í starfs mannafélagi Danmerkurdeildar SAS væri rétt að taka það fram, að SAS hefði ekki gert aðrar kröfur til starfsfólksins, en sam ið hefði verið um á milli SAS og starfsmannafélaganna. Það sé ekki satt, að SAS hafi komið með hlægilegar ábendingar til flug- freyjanna varðandi mál þcirra og líkamsþunga. Þeim hafi að- eins verið sendar hagnýtar upp- lýsingar um þessi efni, sem-norsk ar flugfreyjur hefðu verið miög hrifnar af, en ekki hefði veri-f óskað eftir svarbréfi með upp- lýsingum um vaxtarlag flugfreyj anna. 21. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.