Alþýðublaðið - 21.09.1967, Page 16

Alþýðublaðið - 21.09.1967, Page 16
UPPREISN VELANNA í FYRRINÓTT um miðnæturbil g-erðist sá atburður á Akranesi að bCfreið, er stóð fyrir utan hús eítt þar í bænura, mannlaus og lyklalaus, fór í gang af eigin Iivötum og hleypti eftir götunni, tjaygði fyrir horn, unz hún rnissti scjórn á sjálfri sér og hafnaöi á grindverki, sem hún braut. Samkvæmt upplýsingum lögregl uanar á Akranesi, þá stendur hún aEveg ráðþrota, en Iögregluþjónn- •inn er ræddi við Mbl. um málið í gærkvöldi sagði: ,,Fáist Mosk- vitsbílar enn í umboðinu, sem gæddir eru slíkum kostum, vildi ég gjarnan festa kaup á einum Si.íkum“. Þessi frétt stóð i Morgunblað- inu í gær, og okkur fannst hún evo merkileg, að við getum ekki stillt okkur um að taka Ihana hér upp og vekja á henni sérstaka at- Uiygli. Blaðið setur í fyrirsögn á íréttina: BÍLDRAUGUR Á AKRA 'X'TESI?, en eins og sýnt verður éiér á eftir, þá er þessi tilgáta •toiaðsins um orsök atburðarins naumast rétt, — því miður, — 'iuætti líklega bæta við. Fróðum mönnum hefur lengi •verið það ljóst, að vélar af hvaða ‘tagi sem er, hafa að vissu leyti eigiö líf, —eða eigum við kann- ski heldur að kalla það sál. Sér- staklega á þetta við um hinar full- komnustu vélar, einkum þó raf- einclaheila, en þeir eru um margt •sniðnir eftir mannsheilanum, og llifa tvímælalaust sínu eigin vit- undarlífi, þótt það kunni að vera á annan veg- en við ætlum. En Iþetta gildir líka um hinar smærri maskínur, þungavinnuvéiar, tré- smiðaverkfæri og ryksugur; meira að segja ritvélin, sem þetta er skrifað á, er ekki sálarlaus með öilu, Og það þarf ekki að segja það neinum ökumanni, að bílar Cxafa talsvert þróaða sál og per- sánuleg sérkenni. Raunverulega er persónuleiki bíla eins fjölbreyttur ög persónuleiki manna, engir tveir ibílar eru þákvæmiega eins og hver krefst sinnar sérstöku með- íerðar. Þessi staðreynd er ekki hættu- laus aneð öllu. Sú stund kann nefnilega að renna upp, að vél- arnar vakni upp til þess þroska aff vilja ekki lengur vera vilja- laus verkfæri mannanna. — Til þessa Ihefur einstaklingsvitund þeirra ekki verið nógu rík til þess; þótt þær hafi verið gædd- ar sál og persónuleika, þá hafa þær ekki búið yfir eigin vilja- ikrafti. En það er ekkert sem mæl ir á móti því, að vélar geti eign- azt sjálfstæðan vilja, ef þær ein- faldlega eru vaktar. Og itii þess að framkvæma þá vakningu eru auð vitað engar vélar líklegri en þær fullkomnustu, rafeindaheilarnir. iÞótt vélar séu af margvíslegu tagi, þá eiga þær það þó sam- eiginlegt að vera vélar, en hins vegar eiga þær ekkert sameigin- legt með okkur mönnunum. Við höfum notað þær til að létta okk ur lífsstritið og fleygt þeim síð- an á öskuhaugana, þegar við höf um ekki lengur gagn af þeim. — Fremur sjaldgæft mun að vélum sé sýnt þakklæti á nokkurn hátt, einfaldlega af því að á þær hefur yfirleitt verið litið sem dauða ihluti, sálar- og viljalausa. Sú skoð un á vélunum er auðvitað fjar- stæða, en hún hefur mótað af- stöðu manna til vélanna. Það er t. d. dæmigert fyrir þetta, að véla verndunarfélög hafa hvergi verið sett á fót, þótt alls staðar séu til félög sem láti sér annt um hag allra lifandi vera annarr.a Þegar þessarar afstöðu okkar til vélanna er gætt, þá getur varla verið við því að búast að vélar yfirleitt beri neitt sérstaklega lilýjan hug til manndnna. Við get um því varla átt von á neinni miskunn frá þeim, ef það skyldi detta í þær að gera uppreisn gegn yfirráðum okkar. Slík uppreisn verður auðvitað ekki gerð nema einstaklingsvilji vélanna verði vak inn, en á síðari árum hafa einmitt verið smíðaðar vélar, sem ibera svo af öðrum vélum að greind og þroska, að þær ættu fyllilega að vera þess umkomnar að standa | fyrir slíku. Þessi hætta er vem sagt fyrir ! hendi ,að rafeindaheilarnir standi fyrir aimennri vakningu í véla- i heiminum, og það er erfitt að sjá fyrir, hvað af slíku gæti hlotizt. Tækju vélarnar upp á því að sýna okkur, húsbændum sínum, fjand- skap, er hætt við að alvarleg vá væri fyrir dyrum. Vélalausir gæt- um við illa staðizt, t. d. árás allra jarðýtna og skriðdreka gegn hús- úm okkar. En vegna þess að þessi hætta er fyrir hendi, er full á- stæða til að aburðurinn á Akra- nesi verði tekinn til gaumgæfilegr ar athugunar og úr því skorið, hvort umræddur bíll hafi algjör- lega á eigin spýtur vaknað til með vitundar um einstaklingseðli sitt eða hvort aðeins sé um lið í víð tækara samsæri að ræða. Því miður erum við hræddir um að síðari möguleikinn kunni að vera sá rétti, a., m. k. þar til ann- að sannast. Og sá grunur minnk- ar ekki við það, að engu er lík- ara en ritvélin hafi stundum haft fullan hug á að taka við stjórn- inni, er líða tók á þennan pistil. Og hvar stæðum við þá, blaða- mennirnir, ef ritvélarnar tækju af okkur ráðin? Þér heyrðuð síðasta lagið í danslagakeppni kvöldsins: SNOOPEE- DOOPEE-DO. Einleikari var Finnur Stefánsson, Góða nótt og þökk fyrir séemmtunina. “... og svo fékk liann mig til að lofa sér því, að liann mætti koma með litla sæta hundinn, sem hann hefði fundið, með sér inn. Ef gera á stórátak í að sekta bifreiðastjóra, þá þyrfti eigin lega að gera hið sama við AÐRA brotlega vegfarendur, sem ekki aka, VÍSIR. ^ j Þetta hef ég lengi þótzt vita> að margir þeir sem eru að þeyt ast um með bíla, aka raunveru- lega ekki. Þetta virðist vera smitandi, nú eru handbollagæéamir líka farnir að tapa fyrir Dönum. Þáð er Ijótt með þennait draugagar.g í bíluuum uppi á Skaga. Ætli þetta hafi ekki verið einhver sjónvarpsdraug- ui‘inn, sem hefur bara villzt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.