Alþýðublaðið - 29.09.1967, Síða 14
Loftieíðir
Frh. af 1 síðu.
(jölda fólks, sem ferðast nú með
flugvélum til og frá Skandinayíu,
en um hann ber hinn gífurlega
vaxandi ferða- og farþegafjöldi
SAS gleggst vitni. Þessi öfugþró-
un viðskipta Loftleiða á Norður-
löndum leiddi ekki einungis til
tjóns fyrir Loftleiðir, heldur olli
liún líka minnkandi gjaldeyris-
tekjum í Skandinavíu af erlend-
um ferðamönnum, þar sem vitað
er, að fjöldi farþega ferðast ein-
ungis landa á milli vegna hinna
liagstæðu fluggjalda Loftleiða, og
hækkun fluggjaldanna af þeim
sökum torveldun á ferðum þeirra.
Fram skal tekið að Loftleiðir
hafa engan einkarétt á hinum
lágu fargjöldum, enda flaug SAS
á sömu gjöldum og Loftleiðir yf-
*ir Atlantshafið á sínum tíma,
og gæti vafalaust gert það enn
ef félagið teldi sér hag í því.
Þá má benda á að hraðamun-
urinn á sínum tíma milli DC-4
flugvéla Loftleiða og DC-6B flug-
véla SAS var 33%, en fargjalda-
munur méstur 28%. Nú er hraða
munurinn milli RR-400 og DC-8
39%, og ráðgerður fargjaldamis-
munur af hálfu SAS landanna
10%.
Eftir að Loftleiðir eignuðust
Rolls Royce flugvélar sínar varð
það augljóst, að mjög óhagkvæmt
myndi að halda annars vegar uppit
ferðum með flugvélum af DC-6B
gerð milli Skandinavíu og íslands,
en hins vegar ferðum milli ís-
lands og Bandaríkjanna með flug-
vélum af Rolls Royce gerð. Þar
sem samningar, er gerðir voru
við SAS löndin um lendingarréj,þ
indi Loftleiða í Skandinavíu ár-
ið 1964, miðuðust við ferðir með
flugvélum af DC-6B gerð, þá fóru
íslen?k stjórnarvöld, vorið 1966,
að beiðni Loftleiða, þess á leit
við skandinavísk flugmálayfir-
völd, að þessum samningum yrði
breytt, þannig, að fargjaldamis-
munurinn mætti verða hinn sami
og nú, 13% að sumarlagi en 15%
liinn tíma ársins, ferðafjöldinn ó-
breyttur, þrjár að vetrarlega og
timm að sumarlagi, en flugvéla-
tegundin önnur.
Þessum tilmælum íslendinga
var svarað neitandi á ýmsum
fundum, sem haldnir voru um
málið milli íslenzkra og skand-
inavískra stjórnarvalda.
Þegar staðið hafði í þófi um
málið allt fram til þess er fundur
norrænna utanrikisráðherra var
Iialdinn í Reykjavík 25. apríl sl.
bárust um það boð frá aðilum,
er Loftleiðir höfðu gilda ástæðu
til að trúa, að unnt yrði að leysa
vandann á þessum fundi, ef Loft
leiðir vildu ljá máls á samkomu-
lagsgrundvelli, sem væri á allra
yztu þröm þess, er félagið teldi
sér mögulegt að ganga.
Þetta gerðu Loftleiðir.
Félagið er reiðubúið að birta
þessar tillögur, ef nauðsynlegt
reynist til leiðbeiningar um óvil-
hallan skilning á málsmeðferð
allri, en það telur nú óhjákvæmi-
legt að vekja á því athygli að
apríltillagan um 10 og 12% far-
gjaldamun var í fyrsta lagi al-
gert lágmark þeirra hundraðs-
liluta, sem félagið gat sætt sig við,
en jafnframt var gert ráð fyrir
að hundraðshlutinn gæti lækkað
miðað við reynsluna af þessum
fargjaldamismun. í öðru lagi var
tillagan algerlega órofin heild
annarra atriða, sem félagið taldi
engu síður grundvallarskilyrði
þess að samkomulag gæti orðið.
Á fundi, sem haldinn var 18.
þ.m. um réttindamál Loftleiða á
Norðurlöndum, milli íslenzkra og
skandinavískra stjórnarvalda í
Kaupmannahöfn, er þetta eina
atriði apríltillagnanna, fargjalda-
mismunurinn, slitið úr eðlilegu
samhengi, og í stað þess að um
verði rætt sem síðasta tilboð Loft
leiða um sjálfan fargjaldamismun
inn, ej- það lagt fyrir sem tillaga
íslendinga, og henni svarað með
gagntilboðinu, 10% allt árið. Það
er grandvarlega þagað um allar
aðrar apríltillögur Loftleiða í
þeirri ályktun, sem send var frá
fundinum, en Loftleiðum settir
þar nauðungarkostir af hálfu SAS
landanna, sem þau gera ráð fyrir
að félagið verði að ganga að eða
frá, fyrir 1. apríl 1968.
í þessum nauðungakostum SAS
landanna er gert ráð fyrir hvort
tveggju, fækkun vikulegra ferða
úr fimm niður í þrjár að sumar-
lagi og þrem niður í tvær að vetr
arlagi. Auk þess er Loftleiðum
gert að skyldu að fljúga í liverri
með 29 sæti tóm í Rolls Royce
flugvélum sínum að sumarlagi, og
75 að vetrarlagi (189 sæta vélar).
Urn önnur atriði í apríltilllög-
um, er varða sérstök fluggjöld og
félagið, telur miklu máli skipta, er
engu lofað öðru en því, að eitt
þeirra skuli síðar mikið ,,til yfir-
vegunar“.
í ályktun fundarins er gert ráð
fyrir tveim hámarkstölum þeirra
farþega, sem áætlað er að heim-
ila Loftleiðum að flytja til og frá
Skandinavíu, og er þar miðað við
sæti, sem Loftleiðir mega fylla,
en við yfirlestur takmarkanna,
sem ráðgerðar eru, verður ljóst,
að af hálfu SAS landanna er rétti
lega á það treyst að til þess nnini
aldrei koma.
Að fengnum þessum niðurstöð-
um taldi stjórn Loítleiða liyggi-
legast að gefa engar yfirlýsingar
eða skýringar af félagsins hálfu
fyrr en búið væri að kanna af-
stöðu umboðs^, og trúnaðarmanna
Loftleiða heima og erlendis, til
núverandi stöðu deilumálsins á
fundi, sem ákveðinn hafði verið
með þeim í Rcykjavík dagana 26.,
27. og 28. þ.m.
Að þéssum fundunr loknum tel-
ur stjórn Loftleiða að samþykkt
„nauðungarkostanna“ óbreyttra
myndi óhjákvæmilega hljóta að
leiða til þess eins að um taprekst
ur yrði að ræða á flugi félagsins
til og frá Skandinavíu, en afleið-
ing hans um nokkurt tímabil yrði
augljóslega sú, að félagið lirökkl
aðist þaðan.
Veruleiki óskadraums SAS
samsteypunnar um stöðvun Norð
urlandaflugs Loftleiða gerði að
ösku alit það fé, sem Loftleiðir
hafa til þessa varið til að kynna
Norðurlöndin í Bandaríkjunum,
og neytendur flugþjónustu Loft-
leiða á Norðurlöndum yrðu að
greiða SAS — eða öðrum flug-
samsteypum — þann mismun,
•sem nú er á fluggjöldunum, mis-
mun, sem þeim hefur verið unnt
að verja til greiðslu dvalarkostn
aðar í Bandaríkjunum, mismun,
sem gert liefur mörgum þeirra
kleift að undanförnu að fljúga
yfir Atlantshafið.
Á því hefur verið vakin athygli
að undanförnu, bæði á íslandi og
hinum Norðurlöndunum, að und-
anfarin ár hefði verzlunarjöfnuð-
uirnn við SAS löndin verið íslend
ingum óhagstæður, svo að num-
ið hefur um 400 milljónum ís-
lenzkra króna árlega. Á það hef-
ur verið bent, að flugþjónusta
Loftleiða væri íslenzk útflutnings
vara, vara, sem neytendur á Norð
urlöndum vilja sannarlega fá að
kaupa við því verði, sem Loftleið-
ir telja sér hagstætt að selja. Ef
gengið væri að þeim afarkostum
óbreyttum, sem nú liggja fyrir,
þá gera skandinavísk stjórnarvöld
ráðstafanir til þess að torvelda
sínum eigin þegnum þessi við-
skipti, en á sama tíma fá íslend-
ingar hindrunarlaust að kaupa
vörur frá SAS löndunum, jafn-
vel þær sem fá má annars stað-
ar við jafn góðu veiði.
Hin óþrotlega árátta til hækk
unar fluggjalda, er af hálfu skand
inavískra stjórnvalda í algerri
andstöðu við þá stefnu þeirra á
öðrum sviðum, sem miðar til þess
að lcoma í veg fyrir hækkanir á
nauðsynjum almennings, og hlýt-
ur þess vegna að vera mörkuð af
annarlegum sjónarmiðum, and-
stæðum hagsmunum neytenda.
Norræn samvinna hefur að und
anförnu átt vaxandi vinsældum að
fagna á íslandi. Þeim fer nú fjölg
andi hér á landi, sem lýsa yfir
því opinberlega að afarkostir, sem
Loftleiðir sæti á Norðurlöndum
muni óhjákvæmilega Ieiða til
þess að íslendingar kjósi að ein-
angra sig frá hinum Norðurlanda
þjóðunum og leita þar aukins vin
fengis, sem vinátta hefur reynzt
þeim meiri í orði en á borði. Telja
Loftleiðir í þessu sambandi rétt
að minna á þann skilning sem fé-
lagið hefur notið í Bandaríkjun-
um og Luxemborg, og er þó ekki
um að ræða náin ættartengsl né
erfðavenjur þar.
Loftleiðir hafa að undanförnu
lagt fram skerf, sem félagið tel-
ur mikils verðan til eflingar raun
hæfri norrænni samvinnu. Það
hefur stutt að vaxandi samgöng-
um milli íslands og liinna Norð-
urlandanna. Það hefur með nor-
rænni landkynningu leitazt^við að
kynna Norðurlöndin á alþjóðleg-
um vettvangi. Það hefur sannar-
lega lagt sitt lið til að auka gjald
eyristekjur Norðurlandanna af er-
lertdúm ferðamönnum. Það hefur
reynt að auðvelda Norðurlanda-
búum að komast með lágum fár-
gjöldum inn á liinar björtu braut
ir vaxandi kynna og aukinna sam-
skipta þjóðanna.
Félagið er fyrir sitt leyti stað-
ráðið í að halda svo lengi áfram
á þessari braut sem því er unnt.
Fyrir því mun það á næstunni
leggja tillögur sínar til lausnar
deilumálunum við SAS löndin fyr
ir forsætisráðherra íslands, dr.
Bjarna Benediktsson, í þeirri von
að hann ræði þær við forsætis-
ráðlierra liinna Norðurlandanna
á þeim fundi þeirra, sem fyrir-
hugaðúr er í Reykjavík í næsta
mánuði.
Stjórn Loftleiða hefur ákveðið
að halda fyrst um sinn áfram flugi
til Norðurlandanna með DC-6B
flugvélum félagsins, þótt félag-
inu sé það mjög óhagstætt.
Loftleiðir vona, að þessum
æðstu fyrirsvarsmönnum nor-
rænna stjórnarvalda verði sam-
eiginlega mögulegt að finna á
þeim fundi þá bróðurlegu lausn,
er tryggi það, að Loftleiðum verði
unnt að halda eftirleiðis uppi
þeim flugrekstri til og frá Norð-
urlöndum, er verði félaginu halla
laus, og öllum þeim hagstæður,
er hans vilja njóta.
Íjþróttir
Framhald af 11. síðu
Að lokum skýrði Óli Ólsen frá
dómaranámskeiði, er hann sótti
í Danmörku, þar sem helzt bar á
góma tveggja dómara-kerfið. —
Leizt Óla mjög vel á þessa aðferð
og taldi, að íslenzkir dómarar
yrðu eins fljótt og mögulegt væri
að reyna þessa aðferð.
Að síðustu sleit formaður fund
inum og þakkaði mönnum góða
fundarsetu.
Frá skólum gagnfræðastigsins
í Kópavogi
Þetta skólaár starfa þessir skólar á gagnfræða-
stiginu í Kópavogskaupstað:
Gagnfræðaskólinn:
Hann sækja allir annars-, þriðja- og fjórða-
bekkjar nemendur (þar með taldir nemendur
landsprófsdeilda), einnig allir fyrstabekkjar
nemendur úr austurbænum og þeir fyrstu-
bekkingar úr vesturbænum sem búsettir eru
austan Urðarbrautar eða við eftirtaldar götur:
Melgerði, Vallargerði, Kópavogsbraut austan
Suðurlandsbrautar og Sunnubrautar, Þinghóls
braut austan Sunnubrautar, Mánabraut og
Sunnubraut.
Unglingadeild Kársnesskólans:
Þar verða allir aðrir fyrstabekkjar nemendur
en áður eru taldir.
Skólar þessir verða settir þriðjudaginn 3. októ
ber n.k'. á þeim tíma og stað er hér greinir:
Gagnfræðaskólinn í Félagsheimili Kópavogs.
Kl. 10 f. h. annar bekkur og landsprófsdeild.
Kl. 2 e. h. fyrsti-, þriðji og fjórði bekkur.
Unglingadeild Kársnesskólans.
Kl. 10.30 f. h. í samkomusal skólans.
Nemendur hafi með sér ritföng og veri viðbún
ir að taka' á móti námsbókum, sem úthlutað
verður að skólasetningu lokinni.
Fræðslufulltrúi.
Bifreiö fil sölu
Á bifreiðaverkstæði lögreglunnar við Síðumúla er til sýnis
og sölu Chevrolet sendibifreið, árgerð 1963.
Upplýsingar á staðnum. Tilboðum sé skilað til Skúla Sveins
sonar, aðalvarðstjóra fyrir 8. október n.k,
Lögreglustjórinn í Reykjavík.
28. september 1967.
Akureyrarvöllur. Á morgun laugardaginn 30.
sept. kl. 4,30, leika á Akureyri
ÍBA - Fram
MÓTANEFND.
’ 14 2S. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ