Alþýðublaðið - 08.10.1967, Page 1

Alþýðublaðið - 08.10.1967, Page 1
Sunnudagur 8. október 1967 — 48. árg. 225. tbl. — VérS 7 Vr. OPNAN: Ól. J : - . ' ' ' Stjórn Fosskraft bauð blaðamönn um austur að Búrfelli á föstudag til að kynna gang virkjunarframkvæmda par. Var bíaðamönnum sýnt allt svæð- ið, sem unnið er á, cn þaó' er mjög stórt. Til að mynda er loftlíina frá stíflunni niður við Þjórsá að stöðv- arhúsinu E-7 kíiómetrar. Eins og liunnugt er, er verið a3 vinna við inestu virkjunarfram- kvæmdir, sem til þessa hefur verið ráðizt í á íslandi, við Búrfell Vinna við framkvæmdirnar um 500 manns af hinu ýmsa þjóðerni. Svíar eru fjölmcnnastir erlendra aðila, sem þar vinna, en einnig vinnur þar fjöltíi Dana og Þjóð- verja. Blaðamenn skoðuðu göngin, sem verið er að gera í gegnum Sámsstaðamúla. Þau verða alls 1300—1400 metra löng. Ráðgert er, að sprengingum í göngunum verði lokið um páska, en þá yerð ur mikil vinna eftir inni í göng- unum. Þegar blaðamenn höfðu skoðað göngin óku þeir áleiðis að þeim stað, þar sem stíflan verð ur niður við Þjórsá. Mátti á leið- inni sjá, hvernig vatnið á eftir að koma eftir ákveðinni leið til inntaksins í munna jarðganganna, þegar framkvæmdum verður lok- ið. Nú er lokið um þriðjung verks ins viS Búrfell. Verkinu á að vera' MYNDIR FRÁ BÚRfELLS- VIRKJUN SJá 3. s. lokið að fullu um áramót 1969 — ’70, og telur stjórn Fosskraft ekki ástæðu að ætla annað en svo verði. Nokkrir erfiðleikar hafa verið á að fá vinnuafl austur að Búrfelli. Hefur af þeim ástæðum þurft að fá leyfi til að flytja inn erlent vinnuafl, einkum trésmiði. 15. september sl. unnu 436 manns útivinnu við Búrfell, þar af eru 126 útlendingar. Svíar eru fjöl- mennastir eða um 60%. Alls vinna á staðnum eitthvað á 6 hundrað manns. Framkvæmdir við Búrfell hóf- ust vorið 1966, en sumarið 1966 var mest unnið við að koma upp bækistöðvum eystra. Síðari hluta sumarsins var svo byrjað á fram- kvæmdum, og hafa þær í megin- atriðum gengið mjög vel. Nokkuð dróst á langinn að semja um kaup og kjör, en Það hafði ekki neina verulega erfiðleika í för með sér. Á síðastliðnum vetri var tíð slæm og hamlaði nokkuð fram- kvæmdum. Var svo komið á síð- astliðnu vori, að framkvæmdirn- ar voru orðnar nokkuð á eftir áætlun, en í sumar hefur að mestu tekizt að vinna upp aftur það, sem tapazt hafði. Á blaðamannafundi, sem hald inn var austur við Búrfell, lýsti Árni Snævarr verkfræðingur j'f- ir fyrir hönd Fosskraft vegna blaðaskrifa í sænska blaðinu Dag ens Nyheter 8. september síðast- liðinn: ,,Stjórn Fosskraft liarmar um mæli, sem viðhöfð eru, í nefndu blaði 8. september síðastliðinn, um íslenzkt vinnuafl, sem þar er að hennar dómi ranglega og ó- Framhald á 3. síðu. VIÐBURÐARIKT OG SOGULEGT ÞING ALÞINGI kemur saman á þrlðjudaff, og benda ýmsar lík ur til að þetta verði viðburð- aríkt og sögulcgrt þing. Að vanda munu nýkiiörnir alþing- ismenn safnast saman í þing- húsinu, en síðan ganga fylktu liði til kirkju. Þar mun séra Sigurjón Guðjónsson, fyrrum prófastur i Saurbæ, prédika. Forseti íslands setur þingið að vanda, en að þvi ioknu mun aldursforseti, sem er Sigurvin Einarsson alþingismaður, taka við stjórn fundarins. Mun hann minnast tveggja látinna þingmanna, þeirra ísleifs Högnasonar og Sigurðar Þórð- arsonar. Fleira mun væntanlega ekki verða gert fyrsta daginn. Má þó búast við, að flokksfundir verði haldnir, enda er um margt að tala i öUum f jórum flokkum. Væntanlega munu ýmsir fundir innan stjórnar flokkanna, er fjalla um mál- efni þingsins, koma saman þeg ar á mánudag. Fyrsta verkefni þingsins verður að afgreiða kjörbréf- og mun það sjaldan hafa ver- ið vandasamara en nú. Síðast- liðið vor reis deUa mUli yfír- kjörstjórnar Reykjjavíkur og landskjörstjórnar um stöðu H-listans, sem Hannibal Valdi marsson stóð að, hvort reikna skyldi atkvæði hans með Al- þýðubandalaginu tU uppbótar eða ekki. Landskjörstjóm reiknaði Alþýðnbandalaginu atkvæði Il-Iistans, og gaf síðan út kjör bréf til uppbótamanna eftir því. Ef þessu verðta riftað, gæti eitt þingsæti færzt frá Alþýðubandalaginu til Alþýðu flokksins. Steingrímur Pálsson viki þá af þingi, Unnar Stef- ánsson kæmi í hans stað. Úr þessu verður Alþingi sjálft að skera með afgreiðslu kjörbréf anna. Alþingi kemur I———wmiiw * nnfi—ii 'n • i' -•«* saman á þrlSJncBag. Þegar þetta mál hefur ver- ið útkljáð skiptir þingið sér í deildir, kýs forseta og nefndir. Þá kemur að málefnalegum verkefnum og verður fjáriaga frumvarp lagt fram. Mun for- sætisráðherra flytja stefnuræðu og gera grein fyrir vióhorfum ríkissfc'órnarinnar. Muo. hann þar lýsa fyrstu tillöguni um viðbrögð gegn hinum- geigvæn- lega efnahagsvanda, sem nú hefur borið að. Má telja víst, að það mál setji svip sinn á þingið í vetur öðrum fremur, enda hafa íslenzk stjórnvöld ekki þurft að glíma við meiri erfiðleika um langt árabil. ^MMMMMMMMMMMMMIMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM I FUNDUR forsætisráðherra É Norðurlanda var settur i gær I kl. 4 í Reykjavik. Forsætis- i ráðherra Finnlands, Danmerk- [ ur og Noregs komu í fyrrinótt : en Erlander forsætisráðherra | Svia í gær með Gullfaxa. Mynd i in er af honum er hann var ! að koma að Hótel Sögu síðdeg i is í gær rétt áður en blaðið ! fór í prentun. Frá fundi for- i sætisráðherranna verður skýrt ! í blaðinu eftir helgi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.