Alþýðublaðið - 08.10.1967, Síða 6

Alþýðublaðið - 08.10.1967, Síða 6
6 Sunnudags Alþý5ubla3 — 8. október 1967 FYRIR ÁTTA ÁRUM varð hún skyndilega eitt eftirlætis- umræðuefni blaðanna um allan heim. Farah Diba var ekki leng- ur ung persnesk stúlka sem stundaði nám í arkítektúr í París og lifði sínu venjulega lífi án þess að vekja nokkra sérstaka at- hygli. Nei, hún var hin útvalda brúður keisarans aí Persíu, stúlk- an sem augu sjains höfðu beinzt að. Það var eins og ævintýri úr Þúsund og einni nótt, að minnsta kosti á yfirborðinu. En ævintýrið hafði líka sínar skuggahliðar. Farah yrði þriðja eiginkona keisarans. Hvorug hinna hafði getað alið honum son og ríkisarfa, og því var hann til- neyddur að skilja við þær. 20 árum áður hafði hann gengið að eiga Fawziu prinsessu, systur Farúks sem þá var konungur Egyptalands, og með henni eign- aðist hann undurfagra dóttur, en engan son. Síðar kvæntist hann hinni glæsilegu Sorayu sem var sannkölluð ævintýrabrúður. En Soraya gat ekki eignazt barn. Og samúð heimsins var með henni þegar hún varð að skilja við sjainn og rifta hjónabandi sem virzt hafði mjög íarsælt að öðru leyti en þessu eina. Og nú átti Farah að taka við, ung og óreynd stúlka, aðeins tuttugu og tveggja ára og alls óvön hirðlífi og formfestunni kringum elztu krúnu veraldar- innar. Margir vorkenndu henni sárlega. Og hvernig færi, ef hún gæti heldur ekki alið manni sínum ríkisarfa? Þá yrði hún einnig send á brott nokkrum ár- um síðar. Enginn vissi neitt um tilfinn- ingar þessarar ungu stúlku á þeim tíma. Hún bar auðvitað lotn- ingu fyrir hans keisaralegu há- tign og ljómanum kringum há- sæti hans, en hvernig var henni raunverulega innanbrjósts? — Hefði hún ekki heldur viljað giftast einhverjum jafnaldra sínum og verða venjuleg móðir? Blöðin birtu myndir af henni og langar sögur um hið rómantíska ævintýr, en hver vissi hvað var tilbúningur og hvað sannleikur? Það varð þó ekki dregið í efa, að Föruh tókst fljótt það sem Sorayu hafði aldrei tekizt — að vinna ást og hylli fjölskyldu keis- arans. Móðir hans sem ávallt hafði umgengist Sorayu með kulda og andúð og litið á’ hana sem hverja aðra innantóma leik- brúðu, fór smám saman að elska Föruh eins og dóttur sína. Og Farah tók hlutverk sitt mjög al- varlega. Hún kærði sig ekkert um að vera bara til skrauts við hlið keisarans. Hún vildi vera eiginkona hans meira en að nafn- inu til. Hún vildi vera félagi hans og vinur, lifa sig inn í vandamál hans og vera honum til styrktar í öllum örðugleikum. Hún sökkti sér niður í sögu ír- ans, hún kynnti sér innanríkis- leg og utanríkisleg vandamál þjóðar sinnar, hún ferðaðist um landið, heimsótti spítala og fá- tækrahverfi og tók virkan þátt í baráttu kvenna fyrir auknum réttindum. Og hún fékk sjainn til að gleyma áhyggjum sínum í þeim fáu tómstundum sem hann leyfði sér. Blöðin töluðu um breytinguna á Reza Pahlavi. Sjainn var aft- ur farinn að brosa. Hann yngd- ist upp, og augu hans ljómuðu þegar Farah var einhvers staðar nálæg. Það leyndi sér ekki, að þau voru annað og meira en góðir félagar, þau voru líka ást- fangin hjón. Og krónprinsinn langþráði fæddist. Þremur árum seinna eignuðust þau dóttur, og svo bættist annar sonur við. „Mig langar að eignast mörg börn,” sagði Farah ljómandi af gleði. ,,Að minnsta kosti finnn.” Samt hafði Ali litli verið tekinn með keisaraskurði. Og í sumar missti Farah fóstur. Hún hafði lagt of hart að sér við vinnu og ferða- lög, sögðu læknarnir. En hún ætlar samt að eignast fimm börn. „Farah .. ? Hún er allt sem einn maður getur þráð hjá konu,” sagði sjainn einu sinni við svissneskan blaðamann. — Hann er ekki vanur að tala svo opinskátt, en í það skiptið gleymdi liann sér. „Hún er .. ég elska hana.” Og meira þurfti hann ekki að segja. 26. október verða þau krýnd keisarahjón. Sjainn vildi ekki láta krýna sig fyrr en þjóð hans hefði tekið meiri cfnahagslegum framförum og lifði ekki iengur í almennri örbirgð. Hann hefur lifað fyrir land sitt og ætíð hugsað mest um hag þess, skipt jarðeignum sínum milli fátækra bænda og barizt gegn óeðlilegu valdi aðalsins. Oftar en einu sinni hefur verið reynt að ráða hann af dögum, en jafnvel verstu fjandmenn hans hafa aldrei get- að sagt, að hann væri eigingjarn drottnandi. Farah Diba verður krýnd keis araynja við hlið hans, en sjainn vill meira. Hann hefur lagt fyrir þingið tillögu sem þykir næstum fjarstæðukennd í landi þar sem Múhameðstrú er ríkjandi og réttur konunnar takmarkaður: hann vill, að Farah taki við völd- um ef hann fellur frá áður en krónpcinsinn hefur náð lögaldri. Slíkt er traustið sem hann ber til hinnar ungu konu sinnar. Kona æðsti valdhafi Persíu? Það yrði byltingarkennd nýjung. Frh. á 14. síðu. Keisarahjónin við þingsetningu í Teharan. Sjainn hefur lagt fyrir þingið tillögu þess efnis, að Farah verði látin taka við völdum ef hann fellur frá áður en krónprinsinn liefur náð lögaldri. Það yrði byltingarkennd breyting á stöðu konunnar í Múhameðstrúarlandi. (Ofar). Keisarahjóninn með krónprins- inn, Reza Kurush Pahlavi, sem verður sjö ára í desember. (Neðar).

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.