Alþýðublaðið - 08.10.1967, Side 9

Alþýðublaðið - 08.10.1967, Side 9
3 D ókaverð og útgáfukostnaður bóka er einnig mál sem vert er að gefa gaum, ekki sízt ef mark- aður bóka þrengist jafnt og þétt á íslandi. Væri ekki unnt að vinna bókum nýjan markað, með nógu ódýrri bókagerð, t.a.m. meðal ungs fólks sem ekki liefur mikil fjárráð; er ekki markaður hér fyrir bækur sem menn kaupa til að lesa eitt einasta sinn og hirða ekki um síðan frekar en verkast vill? Innflutningur erlendra bóka í ódýrum útgáfum og sala í stór- um stíl bendir minnsta kosti til að svo sé. í annan stað virðist bókagerð furðulega dýr hér með þeim hætti sem hún er rekin. Er það t.a.m. eðlilegt að bókband sé Ianghæsti kostnaðarliður við út- gáfu bókar hvort sem hún er stór eða lítil, góð eða ill, vönduð eða óvönduð? Og hvað um hlut höf- unda? Hér á landi lifir fjöldi fólks góðu lífi á bókagerð og bókaút- gáfu, beint og óbeint, bókagerðar- menn, útgefendur, bóksalar, bóka- safnsmenn, gagnrýnendur og fræðimenn um bókmenntir. Er þá' ekki maklegt að höfundur sem semur eina bók á ári sem selst í meðalstóru upplagi, t.a.m. 2000 —3000 eintökum, fái lífvænleg laun fyrir verk sitt? Eins og sakir standa mun mikið skorta á að svo sé. Höfundur bókarinnar í dæm- inu hér að ofan fær 120.000 krón- ur fyrir verk sitt í eitt skipti fyr- ir öll og munu það teljast sæmi- leg ritlaun á íslenzkan mæli- kvarða. Væru laun hans í stað- inn t.a.m. 15% af brúttóverði bókarinnar hefði hann fengið ögn minna í sinn hlut, tæpar 117 þúsund krónur þegar bókin var seld fyrir útgáfukostnaði, — og ætti þá hagnaðarvon af því sem óselt var af upplaginu. En að vísu tæki höfundurinn með þessu móti þátt í áhættu útgefandans. Um þessi efni sagði Arnbjörn Kristinsson meðal annars: — Ég held fyrir það fyrsta að útgefendur almennt miði ekki út- gáfu sína við gróðavonina eina, hér eru árlega gefnar út bækur sem lítil von er til að skili nokkr- um ágóða, eingöngu vegna þess að þær eru góðar bækur. Og bókaútgáfa er - áhættusamur rekstur. Ég gizka á að svo sem 200 bækur af þeim 350 sem hér koma út árlega svari ekki kostnaði í fyrstu lotu og margar þeirra aldrei. Væru höfundar ráðnir upp á hlut yrðu þeir einnig að taka áhættu á sig — og margir kjósa frekar að tryggja hag sinn með því að selja handrit sín á föstu verði. Um ódýra bókagerð er það að segja að slik útgáfa hef- ur verið reynd hér, og tókst ekki. Markaðurinn hér er of þröngur til að gefa út góðar bókmenntir með þeim hætti. Auk þess virðist mér að fólk hafi meiri tilhneig- ingu hér á landi en víða annars staðar til að safna bókum og eiga þær, og vill þá að bækur sínar séu vandaðar, bundnar en ekki heftar, prentaðar á góðan papp- ír, nokkuð borið í þær. Það er að vísu rétt að bókband er alltof stór kostnaðarliður hér á landi og bókband oft óvandað, enda er vélakostur bókbindara miklu lé- legri en gerist í prentsmiðjum. Þetta er veikasti hlekkurinn í öllu útgáfustarfi hér á landi. Og það er nauðsynlegt að bókbind- arar geri sér grein fyrir þessu og reyni til að bæta ráð sitt. En þetta mál, og annað sem bókagerð er áfátt hér á landi, verður ekki leyst með því að senda vinnuna úr landi. Ég hef sjálfur gefið út bækur, þar sem myndir eru prent- aðar erlendis en bækurnar unn- ar að öðru leyti af islenzkum iðn- aðarmönnum, slíkt samstarf um verk sem við réðum ekki við að öðrum kosti er gott og gilt. En það er alltof langt gengið að láta setja, prenta og binda bækurnar erlendis og flytja þær inn full- gerðar, og engin ástæða til að bókagerðarmenn uni slíku. Og í lögum er gert ráð fyrir að bækur með íslenzkum texta sem fluttar eru inn fullunnar séu tollaðar til verndar innlendri bókaiðn. M ■ * enn gefa ut bækur smar fyrst og fremst á haustin, sagði Arnbjörn Kristinsson ennfremur, af þeirri einu ástæðu að reynslan sýnir að aðra tíma ársins er bók- sala hverfandi lítil. Það er liklegt að hægt væri að vinna bókum nýjan markað, — að ungt fólk, á aldrinum 16 — 25 ára til dæmis, mundi kaupa ódýrar, einfaldar bækur, til lestrar einvörðungu. Þetta hefur ekki verið reynt til hlítar ennþá, en að því hlýtur að koma. Ég veit að í Danmörku var lengi vel talið vonlaust að gefa út vasabrotsbækur, — en allt í einu var það hægt þar eins og annars staðar. Lítið forlag ruddi brautina en þau stóru tregðuðust við í fyrstu. Þau urðu brátt að dansa með. Og nú er Gyldendal stærsti forleggjari vasabrotsbóka á dönsku. En spurningin er hvort þessi tími sé kominn hjá okkur og hvernig slíkri útgáfu verði komið hér á. Svo mikið er víst að nýjungar verða að koma til eigi bókamarkaðurinn að stækka. En ýmislegt er hægt að gera til að létta undir bókagerð og bókaút- gáfu. Það er hneyksli, stjórnar- völdum til hneisu og skammar, að efni til bókagerðar innanlands skuli vera tollað á sama tíma og erlendar bækur, blöð og timarit flæða tollfrjálst inn í landið. — Menn hafa það sí og æ á vörun- um hvað íslenzkar bókmenntir séu merkilegar. En gagnvart bóka- gerð ríkir þveröfug stefna við all- ar aðrar iðngreinir. Yfirleitt er talið sjálfsagt að ílytja hráefni til iðnaðar innanlands tollfrjálst inn í landið, en leggja verndar- toll á erlendar samkeppnisvörur. í bókagerð er þessu alveg öfugt farið og keppinautum okkar er- lendis veittur forgangsréttur fyrir okkar. Bókaverð mundi lækka ef þessir tollar væru gefnir eftir, og slík eftirgjöf hefði auk þess stór- kostleg sálfræðileg og siðferði- leg áhrif til eflingar bókaútgáfu. Og ekki hefði það minna að segja ef ríkisvaldið gæfi eftir sölu- Framhald á bls. 14. Ingélfs-Café BINGÓ í dag kl. 3. aðalvinningur eftir vali. 11 umferðir spilaðar. — Borðpantanir í síma 12826. Engélfs-Café Gömlu dansarnir í KVÖLD KL. 9. Hljómsveit Garðars leikur. Söngvari: Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.