Alþýðublaðið - 13.10.1967, Síða 4

Alþýðublaðið - 13.10.1967, Síða 4
[2MEÖI> Rltstjórl: Benedikt Grðndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasiml: 14906. — AOsetur: AlþýSuhúsið við Hverfisgötu, Rvík. — Prentsmiöja Alþýöublaösins. Siml 14905. — Askriítargjald kr. 105.00. — 1 lausa* sölu kr. 7.00 eintakiO. — Útgefandl: Alþýöuflokkurlnn. Deila um kjörbréf í FYRRADAG URÐU harðar umræður í sölum Al- þingis um kjörbréf Alþýðubandalagsmannsins Stein- gríms Pálssonar. Voru þá rifjaðar upp d'eilur um skiln ing á kosningalögum síðan fyrir kjördag á síðasta vori, og reyndu þingmenn óspart að sanna með til- vitnunum og fullyrðingum ósamræmi í málstað hvers annars, svik við kjósendur og pólitískan skollaleik í þessum umræðum kom berlega í ljós, hversu margklofið Alþýðubandalagið er, og verður að kalla það kraftaverk, að þingmenn þess skuli sitja í einum flokki. Það neistar á milli Magnúsar Kjartanssonar og Hanni'oais. Karl Guðjónsson afneitar Þjóðviljan- um. Lúðvík Jósefsson getur í hvorugan fótinn stigið. Kjarni málsins er þó afgreiðsla á kjörbréfi Stein- gríms, sem gefið var út af landskjörstjórn á þeim grundvelli, að reikna bæri atkvæði, sem listi Hanni- bals Valdimarssonar hlaut, með atkvæðum Alþýðu- bandalagsins til uppbótar. í atkvæðagreiðslu um kjörbréfið sátu Alþýðuflokks- þingmenn hjá. Þessi afstaða byggist ekki á því, að þeir geti ekki tekið ákvörðun í málinu. Þeir kom ust að þéirri niðurstöðu eftir vandlega athugun, að ekki væri lagalegur grundvöllur til að hnekkja úr- skurði landskjörstjórnar. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr sé óhjákvæmilegt að viðurkenna, að bókstafur laganna sé Steingrími í vil. Hins vegar hef ur gangur málsins allur verið með endemum. Það var lýðum ljóst, að listi Hannibals var borinn fram gegn Alþýðubandalagslistanum í Reykjavík, en full- trúar G-listans og Þjóðviljinn afneituðu I-listanum, Þingmenn Alþýðuflokksins neita að taka þátt í að staðfestá þennan ljóta leik og láta hinu sundurleita þingliði Alþýðubandalagsins það efir — með aðstoð Framsóknar. Hins vegar lýstu þingmenn Alþýðuflokksins -yfir, að þeir mundu beita sér fyrir endurskoðun kosninga- laganna, svo að slíkir atburðir geti ekki komið fyrir aftur. Tóku Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og Magnús Kjartansson undir það, en Hannibal Valdim- arsson taldi það fráleitt — lögin ættu að vera óbreytt! Þessi niðurstaða kjörbréfamálsins er Alþýðuflokks mönnum ekki sársaukalaus. Ef unnt hefði verið að fylgia heilbrigðri skynsemi einni saman, ætti sæti Stcingríms að ganga til Alþýðuflokksins og Unnar Stefánsson að skipa það. Aðstæður leyfa ekki bá lausn málsins. Unnar fær því ekki fast sæti í þing húsinu að sinni, en hann mun sem fyrsti varamaður Albýðuflokksins verða þar tíður gestur. Hann hefur komið þar áður og flutt mál, sem vakið hafa mikla -athygli, mál fyrir neytendur, fyrir sveitarfélög, fyrir Suðurlmdskjördæmi og fleiri aðila, sem Alþýðuflokk urinn vill styðja. 4 13. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐID BRÚÐKAUP Laugardaginn 16. sept. voru gefin saman í Háteigskirkju ung frú Guðrún Ægisdóttir og Guðjón Skarphéðinsson. Faðir brúðgum- ans séra Skarphéðiun Pétursson gaf brúðhjónin saman. Heimili þeirra verður að Barmahlíð 29, Rvík. Laugardaginn 23. sept. voru gefin saman í Dómkirkjunni af séra Þorleifi Kjartani Kristmunds syni ungfrú Rósa Thorsteinsson og Pétur Jónsson. Heimili þeirra verður' að IJraunbæ 146, Rvík. Þann 12. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Fríkirkjunni í Hafn arifirði af séra Kristni Stefáns- syni ungfrú Áslaug Hallgrímsdótt ir og Hr. Reynir Svansson. Heim- ili þeirra er að Stekkjarkinn 5 Hafnarfirði. Laugardaginn 16. sept voru gef in saman í Kópavogskirkju af séra Gunnari Árnasyni ungfrú Sig urjóna Sigurðardóttir og Hall- dór Ásgrímsson. Heimili þeirra verður að Hraunbæ 174, Rvík. Laugardaginn 16. sept. voru gefin saman í Háteigskirkju af séra Arngrími Jónssyni ungfrú Sæunn Grendal Magnúsdóttir og Birgir Hofland Traustason. Heim ili þeirra verður að Grænuhlíð 7, Rvík. Laugardaginn 9. sept. voru gefin saman í Bessastaðakirkju af séra Garðari Þorsteinssyni ung frú Sveinrós Sveinbjarnardóttir lijúkrunarkona og Haukur Heið- ar Ingólfsson stud. med. Heimil^ þeirra verður að Oddagötu 10 R- vík. Laugardaginn 23. sept. voru gef Laugardaginn 16. sept voru gef in saman í Neskirkju af séra in saman í Keflavíkurkirkju af Frank M. Halldórssyni ungfrú séra Birni Jónssyni ungfrú Elísa- Gréla Sigurðar'dóttir hárgreiðslu bet Árný Tyrfingsdóttir og Ge- dama og Sigurður Hreiðarsson org Valenlínusson. Heimili þeirra sjómaður. Heimili þeirra verður verður iá Reykjanesvegi 6, að Kársnesbraut 38, Kópavogi. Ytri-Njarðvík. Laugardaginn 23. sept. voru gefin saman í Neskirkju af séra Jóni Thorarensen ungfrú Jóna S. Guðbrandsdóttir og Ásbjörn Ein- arsson. Heimili þeirra verður í Manchester, Englandi.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.