Alþýðublaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 1
Sunnudagur !Ð. september 1967 — 48. árg. 169. tb!. — VERÐ 7 KR. ( Mun meira kaffi, sykur og tóbak en fyrir 80 árum Mcðal margra fróðlegra upplýsinga, sem birtar eru í Verzlunar- skýrslum fyrir árið 1966, eru skrár um neyzlu nokkurra vara á tímabilinu frá 1881 tál 1966. Kemur |»ar mjög glögglega fram, hve neyzla almennings hefur aukizt mikiff í Iandinu síffustu ár og ára- tugi frá þvi sem var um og fyrir síffustu aldamót. Á árunum 1881-85 yar meðal- neyzla á inann á ári af kaffi 5,4 kg„ á næstu árum fram til 1890 minnkaði hún niður í 4 kg. á mann, en fór siðan smávaxandi og var komiu upp í 7,8 kg. á mann á árunum 1916-20. Eftir fyrri íheimsstyrjöldxna dró nokk- uff aftur úr kaffineyzlunni, en 1941-45 var Ihún orðin 8,3 kg. á mann á ári að meðaltali. Mest hefur kaffineyzlan orðið 11,7 kg. á mann ái-ið 1962, en s.I. ár var liún 10,7 kg. á mann, en það var nokkru minna ea árið áður. Sykumeyzla var að meðaltali 7,6 kg. á mann á tárunum 1881-86, en var komin upp í 14 kg. 1896- 1900. 1906-10 var (hún orðin 24 kg. á mann að meðaltali á ári og 1921-25 33,4 kg. 1956-60 var syk- urneyzlan orðin 53,7 kg. á mann og 1961 fór hún upp í 60,9 kg., sem er það mesta sem sykurneyzl an hefur orðið. 1966 var sykur- neyzlan 50 kg. á mann. 1881-85 nam tóbaksnotkun 1,2 kg. á mann á ári, og hélzrt mjög svipuð um langan tíma eftir það. 1946-50 var hún 1,6 kg. á mann, nokkru minni næstu ár, en 1962 var hún aftur orðin jafnmikil. 1965 var tóbaksneyzlan 2,2 kg. á mann og 1966 2,6 kg. Þess ber að gæta í sambandi við þessar tölur, að þær eru reiknaðar út eftir innflutningi þessara vörutegunda, og segja því ekki alltaf rétt til um rauð- verulegt neyzlumagn, þar eð •birgðir hafa ekki ætíð verið hin ar sömu í lok 'árs og byrjun þess og getur þetta munað allmiklu. Tölur um áfengisneyzlu eru talsvert ótraustar og kemur þar Framhald á bls. 10. Þessí mynd er tekin í uídutúnsskóla í Hafnarfiidi, í bókasafni barnanna, en þar eru ýmsar barnabækur sg einnig fræöibækur fyrir börnín að styðjast við, er þau vinna verkefni sín. Við fórum í heimsókn í vikunni í Öídutúnsskólann og ræddum m. a. við skólastjóranji, H uk Helgason. Nánar segir frá því á 3. síðu. sögur 4: ÞJÓÐ S/o opnu Sæsíminn grafinn nið ur í botn sjávarins Bandariska símasambandið (AT& T) hefur ákveðið að láta grafa sæ símalínur, sexn liggja yfir Atlants hafið, niður í Ihafsbotninn, all- langt út frá etröndum meginland- anna. Ástæðan fyrir því að þetta verður gert, eru hinar tíðu skemmdir sem verða á símalín- unum af völdum skipa, borgaríss, strauma og því um líks. Tæplega helmingur sjónvarps- efnls með íslenzku tali Dagskrár fengnar frá 15 löndum DAGSKRÁ Islenzka sjónvarps- ins verffur á mæstunni 18-20 stundir í viku aff jafnaffi. Af þessu efni verffur tæplega helmingur meff íslenzku tali, en hinn hdmingurinn meff er- lendu tali og íslenzkum neff- anmálstextum. SjónvarpiS hefur hingaff til flutt efni frá 15 löndum í Ev- rópu og Norffnr Ameríku, og tveim alþjóffastofnunum aff auki, SÞ og NATO. Þar að auki hafa fréttamyndir og kafl ar í dagekrám veriff frá mörg mn fleiri löndum. Svo virffist viff athugun á dagekránt nokkurra næstu vikna, sem dagskrárliffir fram- leiddir af sjónvarpinu sjálfu, íslenzkar kvikmyndir, fréttir og fræðsluni'yndir meff ís- lenzku tali muni nálgast helm- ing af öllu efninu. Þetta efni má kalla algerlega íslenzkt effa íslenzkaff. Þar viff bætast dag skrárliðir meff tali á erlend- um máium, en íslenzkum neff- anmálstextum. Þetta háa hlutfail af íslenzku og íslenzkuffu efni verffxir að kallast mjög gott miffaff viff reynslu annarra landa og þaff, sem fyrirfram hafði veríff bú- izt viff. •* Hiff erlenda tal verffur á ýmsum- tungumálum, en hing- aff til hefur þó enska veriff þar yfirgnæfandi, og verffur svo án efa um langa framtíff. Bretar og Bandaríkjamenn eru voldugri en nokkur önnur ríki í framleiffslu sjónvarpsefnis og eru dagskrár þeirra notaffar í stórum stíl um allan heim, einnig austan járntjalds. Þess- ar þjóffir setja fast verff á sjón varpsefniff, en í skiptum við ýmsa affra eru efniskaup flók- in og erfiff vegna margþættra réttinda fjölda listamanna. Hafa þau mál meffal annars enn hindraff, aff sjónvarpiff fengi leikrit «g skemmtiefni frá Norffurlöndunum. Langflestar skemmdirnar eru af völdum veiðarfæra fiskiskipa þrátt fyrir margar tilraunir í þá átt að reyna að koma í veg fyflþ- þær. Fyrir nokkrum árum íét símasambandið gera kort meff ná kvæmum staösetningum símalín- anna. Kort þessi voru framléidd í fjöldaframleiðslu og síðan dreift í öll bandarísk fiskiskip. Nokkru seinna var kortunum einnig kon» ið í öll rússnesk fiskiskip, sem stunduðu veiðar í norður-Atlants hafi. Aðgerðir þessar báru ekki Framhald á bls. 10. BANASLYS Laust fyrir kl. eitt í gær, varff það slys á Þingvallavegi skammt fyrir ofan Gljúfrastein, að 16 ára piltur varð undir dráttarvél og beið bana. Drengurinn var einn. á dráttarvélinni og ók út af veg arkantinum, sem er mjög Ihár þarna. Varð drengurinn undir vél inni þegar henni hvoldi og var látinn þegar að ihonum vai kort* ið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.