Alþýðublaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 7
Sunnudags Alþýðublaðið — 10. sept. 1967 þetta kvöld, er aðeins blekking; ef hróp mannsandans eftir ei- lífð og fullkomnun er aðeins hé- gómi og eltingur við vind; ef sá eini guðdómur sem okkur varðar — sá eini guðdómur sem við getum komizt í snertingu við er sú gæzka og kærleikur sem við getum alið í brjóstum okkar; ef ekkert ljós er til fyrir okkur annað en ljósið hið innra með okkur sjálfum, — getur þá ekki öll sú vizka sem við þurfum á að halda — órangur allrar hinnar dýrkeyptu reynslu mann- kynsins — falizt í svo einföld- um orðum sem þessum: Verið góðir hver við annan.” Þetta er niðurstaða sögumannsins í Sælir eru einfaldir, Jóns Oddssonar, sem sjálfur er áhorfandi og tekur nokkurn þátt í sögunni sem hann segir: Sælir eru einfaldir hefur á sér formlegra sögusnið, gerS með kórréttari aðferð en önnur æskuverk Gunnars Gunn- arssonar. En andríki, viðkvæmni, tilfinningasemi Jóns Oddssonar er sízt trúverðugri en bölmóð- ugur hugblær óskilgreinds sögu- manns ,,að baki” sögunnar sem grúfir yfir Ströndinni. Þvert á móti: í Ströndinni tekst þrátt fyrir allt að draga upp mynd mannlífs á' yztu nöf, sem allar vættir hafa svarizt gegn; heim- speki sögunnar, slík sem hún er, helgast af andhita, tilfinninga- semi höfundarins í verkinu sem litkar allar staðreyndir þess. í Sælir eru einfaldir er reynt til að „dramatísera” þessa vitund verksins sem leiðir til þess að sögumaður kemur alla tíð upp á milli lesenda og hinna voveif- legu atvika sem hann greinir frá. í staðinn fyrir mannlíf á strönd kemur sálarlíf í stofu, borgaraiegur róman í staðinn fyrir epíska tilraun um mann- inn. I Fjallkirkjunni tekur Gunnar Gunnarsson allt sitt víðáttumikla efnissvæði til athugunar upp á nýtt, og þar með einnig stöðu sögumanns í þeim heimi sem hann lýsir. Sigurjón Björnsson sýnir í bókarkorni sínu um Gunn- ar hvernig sömu efnisatriði og minni sem þrásinnis koma fyrir í æskuverkunum eru tekin upp á nýtt og gerð endanleg skil í Fjallkirkjunni; og Bjarni Bene- diktsson frá Hofteigi liefur gert fróðlega athugun á „staðreynd og hugsmíð” í Fjallkirkjunni, hvern- ig sögulegur efniviður ummynd- ast í smiðju skáldsins: „í Fjall- kirkjunni stefnir Gunnar Gunn- arsson saman ímyndun og sann- reynd, að þær varpi ljósi hvor á aðra,” segir Bjarni; „sagan er öðrum þræði tilraun til að sam- þýða hið staðfesta og hið stað- lausa, hið skáldlega og hið veru- lega.” Fjallkirkjan er skáld- skapur um og upp úr ævi höf- undar síns, leikur hugans að staðreyndum ævinnar. Sögu- manni, þeim sem minnist og seg- ir frá, mætum við þegar í upp- hafi verksins: „Þau ár, þegar ég var enn ungur og saklaus að erfðasyndinni undanskilinni, — þau ár, þegar viðburðir lífsins miðluðu mér reynslu sem var laus við beiskju, þau ár, þegar vorkunn mín með öllu iifandi var ógagnrýn og einlæg, þau ár, þeg- ar Guð stóð mér fyrir hugskot- sjónum sem örlátur og vingjarn- legur föðurafi, Fjandinn eins og dálítið varasamur og duttlunga- fullur móðurafi, en undir niðri heimskur og meinlaus, þau ár, þegar ljósið var í senn bæði ljós og sigursælt ljós og allt myrkur og allan ótta mátti særa burt með einu faðirvori eða signingu, þau ár, þegar ég grillti ekki kvöldið á morgnana og sat örugg- ur í skjóli undir grasigrónum . moldarvegg og lék mér að strá- um, þau ár eru liðin og koma aldrei aftur. — Og það voru ekki árin ein sem liðu, margt af fólki þess tíma er nú ekki lengur, en sumt komið á tvist og bast, jafnvel minning þess lýsir stop- ulu ljósi eins og stjarna sem gægist fram við og við gegnum skýþykkni.” 1 þessum málsgrein- um talar allt önnur rödd til les- andans en liinum drungaþungu skáldsögum æskuáranna, birtist honum allt annar sögumaður sem hvarvetna er nálægur síðan í Fjallkirkjunni. Hann tekur að vísu breytingu. Þegar í næstu málsgreinum, þar sem hann vík- ur beint að fyrstu staðreyndum ævinnar, snýr hann annarri hlið að lesandanum, bregður fyrir sig dálítið hofmannlegri gaman- semi sem má vera álitamál hversu fari honum, og stingur minnsta kosti í stúf við hinn djúpa tón sjálfra uppháfsorð- anna. Sem betur fer verður þessi mynd sögumannsins ekki varanleg heldur. i Þegar kemur að fyrstu heillegu bernskuminn- ingu Ugga litla Greipssonar breytist tími verksins og verður nútíð; drengurinn segir sjálfur frá lífinu sem hann lifir, og efni sögunnar berst allt um vitund hans; skynjun tiltekinna stunda, tiltekins fólks, tiltekinna staða. Tími Fjallkirkjunnar er líðandi tími, sjálfur straumur tímans eitt helzta efnisatriði verksins; og sögumaður hennar ekki einn heldur margir, vitund drengsins dramatíseruð á hverjum tíma ævi hans. Gleggst og eftirminni- legust er þessi aðferð í fyrstu þáttum verksins og gæðir þá und- ursamlegu lífi: lesandanum þyk- ir bernska Ugga litla berast sér meðalgöngulaust og tekur heils- hugar þátt í þeim stórtíðindum sem hinir hversdagslegustu hlutir verða drengnum. En mynd drengsins í sögunni tekur breyt- ingu með lífinu sem hann lýsir, atvikum sögunnar, mótuð af því og þeim, og bakvið síbreytilega ásýnd sögumannsins sér stöðugt hilla undir hinn reynda og ráð- setta sögumann alls verksins, þann sem talar í upphafi sög- unnar og aftur tekur til máls við niðurlag hennar — „með við- kvæmrí ástríðu og djúpri þökk.” Návist hans er að sönnu mis- glögg og misjöfn hlutdeild hans í atvikum sögunnar; hann á það til að skerast í leikinn og kveða beinlínis upp dóma, löngu síðar, um fólk eða einstök atvik sem frá segir; en hitt er algengara að návist hans sé orðlaus, fyrst og fremst gefin til kynna af til- finningu, geðblæ sögunnar, og verður að visu æ því gleggri sem á líður verkið. Hann er sjálfur afurð alls verksins, endanleg mynd Ugga Greipssonar og nið- urstaða sögu hans; not lesenda af Fjallkirkjunni í heild hljóta að vera komin undir því að þeir leggi trúnað á þá lífsfyllingu, það mannvit og þroska sem sögu- manni verksins er ætlað að lok- um; en vera má að einhverjum lesendum þyki sögumaður orð- inn ærið íhlutunargjarn í sögu sína í seinni þáttum hennar og sakni heiðrar rósemi hans fram- an af verkinu. u /n ævisögugildi Fjallkirkj- unnar hefur margt verið rætt og verður sjálfsagt bollalagt lengi enn, en ástæðulaust þykir mér að rengja höfund hennar um það að hún sé fyrst og fremst skáldsaga. Það skiptir lit af fyrir sig minnstu hvort Gunnar Gunn- arsson hefur sjálfur reynt fleira eða færra af æviatvikum Ugga Greipssonar. Um hitt hygg ég að ekki verði efast að Fjallkirkj- an lýsi trúlega þeirri sýn lands og þjóðar sem Gunnari Gunn- arssyni auðnaðist í útlegð sinni, sem varð endanleg niðurstaða úr viðueign hans við efnivið sinnar eigin æsku, síns eigin þjóðlífs. Reynsla Ugga Greipssonar á Framhald á bls. 10. 7 Viðarklæðningar Höfum fyrirliggjandi ýmsar tegundir af viðai> klæðningu á LOFT og VEGGI. Viðartegundir: Eik, askur, álmur, lerki, cherry, fura, Caviana, teak, hnota o. fl. HarBviðar- salan sf. Þórsgötu 13 :— Símar 11931 og 13670. Ný sending Haust og vetrarkápur Nælon-pelsar — Rúskinnskápur Kuldafóðraðar terylene-kápur. Kápu- og dömubúðin Laugavegi 46. [STANLEYÍ mé Bílskúrs hurðajárn með Iæsingu og handföngum w , ^ 1 LUDVIC STORH X f Laugavegi 15, sími 1-33-33. AUGLÝSIÐ í ALÞÝÐUBLAÐINU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.