Alþýðublaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 2
2 Sunnudags Alþýðublaðið — 10. sept. 1987 Gestur Guðfinnsson UNDIR BERU LOFTI „ Höldum gleði hátt á loft" í UPPHAFI var sauðkindin. Forfeður okkar fluttu hana með sér, þegar þeir komu hingað og tóku sér bólfestu í landinu. Ná- tengt henni er upphaf náttúru- skoðunar á íslandi. Það væri þess vegna með öllu ómaklegt að minn- ast ©kki á þessa merkilegu skepnu í pistlum .sem þessum. i Upphaf náttúruskoðunar á ís- landi er einmitt rjátlið við sauð- kindina, fjárgæzlan, hjásetan og hjástaðan, smalamennskurnar á vorin, göngurnar á haustin, leit- in að hinum týnda sauði uppi um fjöll og firnindi landsins. Á slík- um ferðum varð ekki hjá því kom- izt að kynnast landinu, skynja það við ólíkustu aðstæður, í blíðu sumarsins og hörku vetrarins, enginn þekkti betur en smala- maðurinn og fjármaðurinn and- stæðurnar í fari íslenzkrar nátt- úru. Við slíkar aðstæður urðu ör- nefni landsins til. Líklega eigum við smalamönnum og gangna- mönnum fleiri ömefni að þakka en nokkrum öðrum. Þeir gáfu Þverjum stað og kennilelti nafn, sem á vegi þeirra varð, og mörg þessi örnefni hafa varðveitzt um aldaraðir og luma á mikiiii og merkjlegri sögu um liðna tíð og atburði. Sauðkindin er hamingjusam- asta skepna jarðarinnar, þar sem hún liggur í forsælunni undir moldarbarð og jórtrar. Hún Ihefur engar áhyggjur af morgundegin- um eða vandamálunum fyrir aust- an og vestan, erfiðleikar atvinnu- veganna og markaðshorfur halda ekki fyrir henni vöku, jafnvel lieyöflun bóndans, sem sér henni Safnið rennur til Gjábakkaréttar. fyrir vetrarfóðri, Iætur hún síg engu skipta. Sumir flokka þetta afstððuleysi sauðklndarinnar undir skort 4 á- byrgðartilfinningu. Aði-ir segja: Þetta er Iífsviðhorf guðspjallanna ■og kristindómsins, látið hverjum degi nægja sína þjáningu. Og enn aðrir halda þvi fram, að sauö kindin sé sljó og heimsk skepna og taka sér í munn orð götu- stráka máli sínu til stuðnings: Þú ert heimskur og þér líður vel. Ef til vill er eitthvað til í þessu öllu saman. Flest mál eru miklu Einn af „ambassadorum oræfanna“. flóknari og margslungnari en í fljótu bragðí virðist. Á þessu stigí mólsíns skal þó ekki fjölyrt um gáfur, lífsviðhorf eða ábyrgðartflfinningu sauðkind- arinnar, aðeins á það bont, að hún hefur verið skáldum og lista- raönnum óendanlegt yrkisefni aft- an ur grárri fomeskju, í máli og myndum, og jafnvel meistarinn fró Nasaret líkir hinum útvöidu í himnariki við þessa merkilegu skepnu, lengra verður varla kom- izt í samjöfnuði um ágætið. En þrátt fyrir ágæti sitt er mér til efs, að sauðkindin skipi jafn veglegan sess í þjóðfélaginu og áður. Dreg ég það m. a. af nafn- giftunum. Það er ekki langt síðan, að hverjum einstaklingi í hjörð- inni var gefið heiti eftir útliti og eiginleikp.ru og góður fjármaður þokkti hverja á með nafni, rétt eins og héimasæturnar á nágranna bæjunum, og þótti engum mikið: Bláleit, Fríðkinn, Hetja. Aftur á móti féllu íslenzkir fjármenn al- drei í þá freistni að nefna sömu skepnuna mörgum nöfnum eins og mikill siður liefur verið með dönsku kóngafólki og íslending- ar hafa um skeið apað eftir í nafngiftum afkomenda sinna. Sá siður að moka heilu hlassi a£ nöfnum á einu og sömu skepn- una hefur aldrei orðið tízka með- al íslenzkra fjármanna. Enda hefði rolla með tveimur eða fleiri nöfnum þótt hlægileg og þríeinn hrútur orðið eiganda sínum tfl ó- bærilegrar hneisu, jafnvel verið litið á hann sem skens upp- á guð- dóminn. Þarna kemur fram háttvísi fjár- mannsins. Nú hefur hins vegar skipazt svo málum, að hætt er að gefa sauðkindinni nafn, en í þess stað er komið númer og álplata í eyrað, er það raunar sama þróunin og á gjaldheimtuseðlinum okkar, þó að við sleppum að vísu ennþá við plötuna. Sauðkindin ,kann vel að semja sig að ólíkum aðstæðum og um- hverfí. Hún beygir sig fúslega undir stjórn og handleiðslu fjár- mannsins á veturna og unir fóðr- un og innistöðu, þegar svo ber undir. Gaman er að horfa á ærn- ar, þegar þær hafa raðað sér á jötuna, grafa snoppurnar í heyið og háma það í sig hver í kapp við aðra. Það er lika skemmtilegt að fylgjast með fé í snjó og ófærð og sjá hvernig forustuærin tekur að sér leiðsöguna og velur braut- ina, síðan koma hinar ein af ann- arri í halarófu í slóðina. En fal- legust þykir mér lambærin í ör- æfalandslaginu, þar sem hún gæðir sér á hinum gómsætu og kjarnmiklu grösum helðarinnar og röltir frjáls og áhyggjulaus ver úr veri með dilkinn sinn í sumar- blíðunni. Hún setur notalegan svip á mýrardragið og klappar- holtið í heiðinni og öræfin verða önnur og fátæklegri, þegar henni hefur verið smalað til byggða á haustin. Eitt' fannst mér alltaf mikið til um meðan ég hafði-náin kynnl af sauðfénu, það var að sjá hrútana berjast, en þeir voru flestir stór- hyrndir, þar sem ég þekkti til. Þetta er göfug íþrótl og á að þvi leyti meira skylt við glímu en skylmingar, að engin vopn eru notuð, það mæðir mest á hausnum. Þetta er einvígisíþrólt og fer venjulega fram, þegar hrútunum er fyrst hleypt út á vorin. Ég er ekki fær um að skilgreina hvað liggur til grundvallar einvíginu eða hver er orsö.kin til þess, enda heyrir það undir hrútasálfræðina. Einvígið fer þannig fram, að tveir hrútar skipa sér andspænis l>vor öðrum í drullunni á’ fjárhúsahlað- inu. Þeir gefa hvor öðrum illt aúga og hver taug er spennt til hins ýtrasta. Síðan ganga þeir nokkur skref aftur á bak, svo að bilið verður ein eða tvœr faðm»- lengdir, hefjast ó loft og renna saman af öllum lífs og sálar kröft- um. Bylmingshögg verður, þegar hausarnir skella saman. En skel- in er þykk og heilabúið vel varið, svo að hvorugan sakar að ráði, Þetta er síðan endurtekið, una annarhvor er ofurliði borinn og gefst upp blóðugur og marinn eins og linefaleikahetja. Engin sambærileg íþrótt þekkist með mönnum og er það mikill skaði. Því er hins vegar ekki að leyna, að fyrir kemur að þessi bardagi endar með skelfingu. Það ber nefnilega við, að hrútarnir kom- ast í þennan ham inni á öræfum á sumrin og krækjast saman á hornunum, geta síðan ekki losað sig sundur og deyja þar drottni sínum. Það hlýtur að vera leiðin- legur dauðdagi og ósamboðið þessum gjörvilegu ambassadorum öræfanna að kveðja heiminn éi slíkan hátt. Ekki er unnt að skiljast svo við þetta mál, að ekki sé minnzt á göngur og réttir. Kynni mín af þeim eru þó ekki alveg ný af nál- inni og má vera, að einhver breyt- ing hafi þar á orðið síðustu ára- tugina. Varla þó til muna. Göng- ur og réttir hafa verið þjóðhátíð íslendinga í þúsund ár. Eins mig fýsir alltaf þó — aftur að fara í göngur. Þeir hafa hlakkað til gangnanna allt árið frá hausti til hausts, og stærsti draumur syeita- unglingsins hefur verið sá að verða tekinn fullgildur gangna- maður. Þá var hann orðinn mað- ur með mönnum. Göngunum gat að vísu fylgt' vosbúð og kuldi, jafnvel lífshætta, en slíkt dró ekki kjarkinn úr neinum, þvert á móti, áhættan jók á eftirvænt- inguna. Göngurnar voru mikið Frh. á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.