Alþýðublaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 12
eJUMA££él&éí& VEGIR OG m VEGLEYSUR Frétla- yfirlit vikunnar EITT af því merk- asta sem fyrir kom í vikunni var karlmannleg frammistaða KR- inga gegn Skotum (og það þarf karl- mennsku til að fást við skotann). Sú karlmennska kom fj'rst og fremst fram í því hve vel þeir þoldu að vera burst- aðir og hve vel þeir þoldu að vera burstaðir mikið. Það er sagt að það reyni ekki síður á að tapa en sigra, og það þurfi alveg eins mikla þjálfun til að kunna að tapa fallega eins og að hafa færni til að sigra, enda er skýringin á miklum töpum íslendinga fyrir útlenzkum boltaspörkurum að undanförnu auðvitað sú að ís- lendingar hafa um sinn viljað ÉG sé ekki betur en það ætti að láta Loftleiðir taka að sér að reka SAS. æfa sig í að tapa. Þannig hefur þeim tekizt að sigra þótt þeir tapi. Ekki skortir heldur að mikla frægð hafa þeir lilotið, enda al- veg eins hægt að verða frægur að endemum eins og af því sem flesta langar til að vera frægir af. Þá er búið að dæma í því að kísilgúrvegurinn verður lagður þar sem liann átti að vera, en afar fáir vegir eru lagðir þar sem þeir eiga að vera, liggja flestir einhvers- staðar allt annars stað- ar. Er sá vegur öðru vísi en aðr- ir vegir af því, að um hann var rifizt áður en hann var lagður. Um flesta er ekki rifizt fyrr en búið er að leggja þá og umferð um þá er hafin. Umferðin urn þennan veg skiptir vafalaust ekki aðalmáli, heldur hvernig hann fer í landslaginu. Hann er sem sagt ætlaður til prýðis, en aðrir vegir til umferðar. Líklega verð- ur þá aukaatriði hvort hann nokk urn tíma verður almennilega fær. Skemmtilegra verður þó að formaður náttúruverndarráðs geti ekið hann í rólegheitum á- samt vegamálastjóra. Mikill fjöldi manna hefur sótt um að fá -að verða sjónvarps- stjörnur og ætti ekki að þurfa að verða neinn skortur á þeim þó að lítið sé um síld og gras- sprettu þetta sumarið. Ekki er vitað hvernig valið verður úr hópnum, en sennilega kemur fyrst og fremst til greina hvort menn eru nógu sætir, a.m.k. sumir, því að það eru þessir menn sem þjóð in á að hafa fyrir augunum á liverjum degi næstu árin. Sam- tímis hverfur Kana-sjónvarpið og er þá ekki hægt að skemmta sér við að bölva því lengur, svo að hætt er við að eftir það verði ís- lenzka sjónvarpiö óvinsælla. Vin- sældir eins byggjast nefnilega á' óvinsældum annarra. Til þess að geta haft dálæti á einum þarf maður að vera á móti öðrum, og báðir eru jafnnauðsynlegir. Og það getur jafnvel farið svo að menn sakni eins mikið þess sem hann var á móti. Er ekki þörf á að spyrja: Hvað velur fólk sér til að vilja losna við þegar það hefur ekki lengur Keflavíkursjón varpið? Síðustu fregnir herma að nú eigi að loka Almannagjá fyrir bílum. Ekki er talað um að henni verðj lokað fyrir neinu öðru, hvorki mönnum né skepnum né svifnökkvum né traktorum né lrjólum, né skellinöðrum né truntum. Verður ekki séð livers vegna bílarnir eru orðnir svona vanhelgir að þeir einir spilli gjánni. Kannski eru þetta þjóð- legheit. Engir megi fara þarna um nema ríðandi (og þá væntan- lega í skinnsokkum og föðurlands buxum svellþæfðum), en slíkt hefði átt að taka fram. Ekki er nema sanngjarnt að menn íai að vita hvers konar múnderingum menn eigi að vera í á heilögum stöðum, svo að þeir ekki van- héigi þá, því að vanhelganir hafa gerzt tíðar að undanförnu. Rússneskur læknir skrifaði nýlega grein um það í tímaritið „Vísindi og líf“, að reykingar hafi slæm áhrif á kyngetu manna. — ,Ég held að þú ættir að fara að reykja, Alfreð. spaug Þetta er leynistöö,... einn kunningi minn sýndi mér hTerRjg hægt er að stilla á hana, inni í tæknu. J DAGBÓK: Skýrsla um þann þátt í lífi manna, sem þefr geta tala? um víö sjálfa sig án þess að roðna. SIRKUS: Staður, þar sem fíflar, birnir og apar fá að sjá karTa, konur og börn haga sér ein og fífl. BRÚÐUR: Kona með bjarta framtíð að baki sér. DRAUGUR: Útvortis merki um innvortís hræðslu. RUDDl: Sjá EIGINMABUR,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.