Alþýðublaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 10
10 Höldum gleði Frh. af 2 síOvl ævinlýri frá upphafi til enda, nýstárlegt ferðalag og félagsskap- ur, lilaup og eltingaleikur við féð í skriðum og klettum, útilega á fjöllum. Ef til vill náði þó gangna- ævintýrið hámarki, þegar safnið var rekið niður í byggðina og til réttar. Sig og arr leitarmannanna, hundgá og fjárjarmur blandaðist saman. Það var notalegur og æs- andi hávaði, sem engum gleymist, og gaman væri að eiga von á hon- um á réttardaginn mikla í ei- lífðinni. Réttadagurinn var engum öðr- «m hátíðisdegi líkur. Jólin og páskarnir og hvítasunnan voru allt miklar hátíðir, en þó á annan hátt, settlegri og fastbundnari af alls konar kreddum og kenningum, bænatuldri og biblíulestri. Á réttadaginn aftur á móti ríkti frelsi í öllum athöfnum og það var kannski eini dagur ársins, sem menn leyfðu sér þann munað að fara á ærlegt fyliirí og gefa hver öðrum á kjaftinn í nafni guðs föður, • sonar og heilagt anda. Síðan hófust faðmlögin und- ir réttarveggnum ásamt hinum hefðbundna og þjóðlega kveð- skap gangnamanna: Höldum gleði hátt á loft, lielzt það seður gaman, þetta skeður ekki oft, að við kveðum saman. Nú er hlátur nývakinn, nú er grátur tregur, nú er ég kátur nafni minn, nú er ég mátulegur. Þjóð og sögur Framhald úr opnu. hungurárum hans í Danmörku þegar fram stígur í vitund hans nýtt ísland, innri skynjun þess í skilríkri og fastmótaðri mynd, er ekki heimild um hugarástand 'Gunnars Gunnarssonar þegar hann er að semja sínar fyrstu bækur: „Um kvöldið, eftir að ég var lagztur fyrir, gekk mér illa að sofna, en upp steig í vitund minni nýtt og óvænt ísland. Allt í einu birtist mér land, loft og árstíðir í einni mynd, skilríkri ■ Barnamúsíkskóli Reykjavíkur mun í ár taka til starfa í lok septembermánað- ar. Skólinn veitir kennslu í undirstöðuatrið- um tónlistar, nótnalestri og almennri tónfræði, söng og hljóðfæraleik, (sláttarhljóðfæri, blokk- flauta, þverflauta, gítar, fiðla, píanó, cembaló, klarinett, knéfiðla og gígja). Skólagjöld fyrir veturinn: Forskóladeild kr. Í.100,- 1. bekkur barnadeildar — 1.900.- 2. bekkur barnadeildar — 2.600.- 3. bekkur barnadeildar — 2.600.- Framhaldsdeild — 3.000.- INNRITUN. nemenda í forskóladeild (6-7 ára börn) og 1. bekk barnadeildar (8-9 ára börn) fer fram þessa viku (frá mánudegi til laugardags) kl. 3-6 e. h. á skrifstofu skólans, Iðnskólahúsinu, 5. hæð, inngangur frá Vitastíg. Væntanlegir nemendur hafi með sér AFRIT AF STUNDASKRÁ sinni úr bamaskólunum. SKÓLAGJALD greiðist við innritun. Þeir nemendur, sem þegar hafa sótt um skóla- vist fyrir komandi vetur, greiði skólagjaldið sem fyrst og hafi með sér AFRIT af STUNDASKRÁ sinni úr bamaskólunum um leið. Barnamúsikskóli Reykjavíkur Sími 2-31-91. — Geymið auglýsinguna. Sunnudags AlþýðublaSið — 10. sept. 1967 íslandsmótið -1 deild Síöasti leikur mótsins ferfram í dag kl. 16.00 á Laugardalsvellinum. — Þá leika Valur - Keflavík Enginn knattspymuunnandi má missa af þessum leik! Aðgangseyrir: Stúka kr. 100.- Stæði kr. 60.- Fyrir börn kr. 25.- Nú veröur spennandi! Mótanefnd. og fastmótaðri, óaðskiljanlegri lífi mínu og blóði, í nokkurs konar innri skynjun vitraðist mér innsta aðal landsins, ljós- blær þess, keimurinn af mold- inni, hljómfall lífsins þar, hið sérstaka inntak og eðli eyvistar minnar. Hjarta mitt fyíltist ótta og bljúgri þakkargerð, þessari óbrigðulu fylgju ver.ks í sköpun, — viðbúið öllu hélt það áfranr að slá slög sín. Ég sá nú fyrir mér hlutverk mitt, — grillti kjarna bak við barnslega hé- gómadrauma mína og fálmkennd æskubrek. .. Þessa nótt fannst mér örlaganornin standa yfir höfðalagi minu í myrkrinu. — Og svarið barst eyrum mínum djúpt að innan, langt að utan, alls- herjarsvar lífsins til allrar skepnu: Meðan þú víkur ekki af vegi sjálfs þín mun ég halda yf- ir þér harðleikinni verndar- hendi minni.” Þessi orð, sem oft er vitnað til, lýsa þeim áfanga þar sem Gunnar Gunnarsson er sjálfur staddur með Fjallkirkj- unni, þeirri sýn lands og þjóðar sem verður undirstaðan undir skáldskap hans síðan, sköpuð honum af fjarlægð hans í tíma og rúmi frá landinu og æsku sinni þar. Hún er endanleg nið- urstaða Fjallkirkjunnar — sem er heUt verk, heimur þess lok- aður, og því torvelt að ætla að því hafi raunverulega verið hugað framhald. Og órofa samsömun sögumanns og söguefnis, lands og fólks og lífs, sem Fjallkirkjan lýsir öll, felur í sér upphafið að örlagaskilningi Gunnars Gunn- arssonar sem mjög gætir í síð- ari verkum hans, eitt gleggsta auðkenni hins epíska sögumanns sem þar tekur til máls. Að austan Framhald 4. síðu. en þotufrímerki. Af hverju hef- ur ekkert verið minnzt á skip- stjórann, sem er að gera tilraun ir með að flytja sjókælda síld af miðunum? Mér finnst það meiri fréttir en hitt, hvenær einhver frímerkjasýning verður haldin. Máske er þetta bardúss með síldina allt saman hreinasti hé- gómi og réttast að binda bátana og slökkva á eldum verksmiðj- arina og skora svo á landsbúa að þeir einbeiti sér að frímerkja- söfnun og flytja svo bara út frí- merki í stað síldarafurða. Ég veit það ekki, en ef til vill er þetta lausn alls vanda líðandi stund- ar. — bébé. Kennum börnum Framhald af bls. 3. nýtt píanó og flygil og þessi góða aðstaða er að þakka vel- vilja bæjaryfirvaldanna hér í Hafnarfirði. Hér í skólanum hafa verið haldnir nemendatón leikar og einnig hafa komið hing að llstamenn og flutt tónlist fyr ir nemendurna. Nemendur kynnast hér svo- kölluðum Orf-hljóðfærum, t.d. zylofónum 'og trommum, en þau hljóðfæri eru smíðuð og samin fyrir börn og ímyndunarafl og virkni barnsins fær að njóta sín til fulls. Hluti nemenda fær einn ig kennslu í flautuleik. Einnig kynnum við börnunum æðri tón- list og hefur það gefið mjög góða raun. Við höfum gert til- raunir með að tengja tónlistar- námið öðrum greinum, t.d. teikn ingu-, sögu, landafræði og heilsu- fræði og það hefur reynzt vel. Börnin vinna svo í hópum ýmis verkefni, t.d. um þróun nótna- . skriftar, svo eitthvað sé nefnt. Sú vinna er eingöngu í frítíma krakkanna og er ekki skylda, heMur frjálst val þeirra. Og það er ailtaf meiri eftirspurn eftir því -að fá verkefni, heldur en að fá krakkana til að vinna. Qg Egill sýnir okkur nokkur verRéfni barnanna, sem eru á- . kafléga vel unnin. Og"rétt í þessu er svo Iiringt inn 'og barnahópur bíður eftir Aglg. er við komum fram á gang inn. Þau bíða stillt og prúð í röðinpi sinni. SæsíiTiánn Framhald af bls. 1. nógu^óðan árangur og var því enginn köstur annar fyrir hendi, en að grafa línurnar niður í hafs botninn. Svokallaður „sjóplógur“ er not aður við að grafa línurnar. Er skip notað til þess að draga hann en þyngd plógsins er 27.000 pund. Kostnaður við þessar framkvæmd ir er gífurlegur, en forsvarsmerpi símasambandsins telja hann vinrr ast upp á fáum árum miðað við viðgerðarkostnaðinn, sem verið hefur vegna skemmdra sæsíma- lína undanfarin ár. Kaffi, sykur... Framhald af bls. 1. margt til. Árin 1881-1935 er mið að við innflutt áfengismagn, og er þá meðal annars gert ráð fyrir að allur hreinn vínandi hafi farið til neyzlu, þótt vitað sé að hluti hans hafi farið til annarra nota, en engar skýrslur eru til um það, hve mikill hluti það var. Síðan 1935 er miðað við sölu Áfengis- verzlunar rikisins á sterkum drykkjum, og er vínandainnflutn ingurinn þá ekki meðtalinn. Þá er heldur ekki með í skýrslunni það áfengi, sem flutt er tollfrjálst til landsins á löglegan eða ólöglegan hátt, en þar er um talsvert magn að ræða, einkum hin síðari ár og gerir þetta tölurnar ótraustari. En samkvæmt skýrslunni var á- fengisneyzla á mann 2,38 1. af hreinum vínanda árin 1881-86, en fór úr því lækkandi og komst nið ur í 0,37 1. 1916-20, en þá var á- fengisbann í landinu. Síðustu ár hefur áfengisneyzlan aukizt jafn og þétt og var á síð- asta ári 2,31 1. á mann, en það er hið mesta sem hún hefur orðið síðan fyrir aldamót. Frottieefni rósótt of einlit gluggatjaldadamask. Verzl. Anna Gunnlaugsson Laugavegi 37. Skerpingar Skerpum garðsláttuvélar og flestar tegundir bitverk- færa. Bitstál Grjótagötu 14, Sími 21500.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.