Alþýðublaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 6
Sunnudags AlþýðublaÖið — 10. sept. 1967 R B »aunsæiskrafan, krafan um samsvörun skáldskapar og veru- leika, um boðskap og ádeilu, er- indi við lesandann, er samofin skáldsagnalist okkar frá fyrsta fari. Og sjálfsagt áttu skáldsög- ur Jóns Trausta og Einars Kvar- ans vinsældir sínar í upphafi að verulegu leyti þvi að þakka hvert nýnæmi mönnum var að skáidskap um sitt eigið þjóðlíf. Á þeirra tíð hafa sögur Jóns Thoroddsens verið teknar að fyrnast, en sporgöngumenn Jóns, Páll Sigurðsson, Jón Mýr- dal, Torfhiidur Hólm, komust hvergi í námunda hans. Gestur Fálsson fitjaði fyrstur upp á eiginlegri samtíðarlýsingu sem þeir héldu áfram Þorgils gjall- andi, Einar Kvaran og Jón Trausti; sín í milli draga þeir Einar og Jón upp furðu ýtarlega mynd þjóðfélagsins um aldamót til sjávar og sveita. Samfélags- lýsing þeirra var að vísu ekki borin fram með eldmóði hinna fyrri realista sem skáru upp her- ör gegn félagslegu ranglæti; Gestur Pálsson er einn um það í þessum hópi að fyrirdæma samfélagið sem hann lýsir. En listaraðferð sína höfðu þeir numið í skóla realismans og með henni tilheyrandi siðferðilega vandlæting, hugsjón höfundar- ins í verkinu sem kenndi les- endum sínum skil á góðu og illu, réttu og röngu. Hún breytt- ist ekki þótt áhugi þeirra beind- ist frá samtíðinni og samtíðar- efnum, þó sögumaður Jóns Trausta tæki á sig gervi sagn- fræðings né þótt Reykjavík yrði i sögum Einars Kvarans æ „and- legri” samastaður. En samfara þeirri stíllegu endurnýjun sem hófst á þriðja tug aldarinnar með þeim Þórbergi Þórðarsyni og Halldóri Laxness fékk raun- sæiskrafan einnig nýtt þjóðfé- lagslegt inntak, sósíalíska við- miðun. Sósíalísk hugmyndafræði Halldórs Laxness átti sinn ríka þátt í þeim ádeilumætti sem skáldsögur hans reyndust lengi vel hafa til að bera og um sinn skyggði á flesta aðra verðleika þeirra. En þessi verk sem stöð- ugt var stefnt að fullkomnari, hlutlægari frásögutækni, fólu jafnframt í sér nýja fullkomnun hinnar epísku aðferðar; þau leiða til lykta þá skáldsagnahefð sem hófst með Jóni Thoroddsen á öldinni sem leið. P ■ eter IJallberg kallar hinar stóru skáldsögur Halldórs Lax- ness á fjórða áratug aldarinnar, Sölku Völku, Sjálfstætt fólk, Heimsljós, þrjá glögga áfanga á leið höfundarins frá hversdags- legri raunsæi til æ djarflegri stílfærslu veruleikans: leið höf- undarins liggur frá huglægni og sjálfspeglun Vefarans mikla frá Kasmír fram til epískrar hlut- lægni íslandsklukkunnar og Gerplu. Sjálfsagt er það alveg rétt, sem jafnan er gert, að lesa Vefarann einkum sem sjálfs- mynd, eða óskmynd, höfundar- ins í æskunni, og leggja eins og hann mesta alúð við sálarlífið í Steini Elliða. Slík sjálfspeglun var að vísu ekkert einsdæmi Vefarans. Síður en svo: róman- tísk huglægni, sjálfsdýrkun, auðkenndi einmitt lífvænlegasta skáldskap þessara ára. t því teikni hefst nútíminn í íslenzk- um bókmenntum með Söngvum förumannsins og Svörtum fjöðr- um, Fornum ástum Sigurðar Nordals, Vefaranum, og síðast en ekki sízt bréfi til Láru. Þór- bergur Þórðarson er einn um það í þessum hópi að hafa alla tíð haldið trúnaði við sjálfs- hyggju sinna fyrstu ára; öll hans verk eru þættir í samfelldum róman um sjálfan hann; ritgerö- ir Þórbergs bera þvi bezt vitni hve list hans er háð návist hans í 'f’játóögunni, sjálfum honum sem söguefni. Undantekningin til að sanna þessa reglu er vita- skuld ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar þar sem sögu- hetjan er jafnvel ennþá ein- dregnari sjálfshyggjumaður en Þórbergur sjálfur. Þýzkur mað- ur, Gúnter Kötz, hefur skrifað doktorsritgerð sína um „skáld og samfélag í ritum Halldórs Laxness”; hann segir að Lax- ness hafi, með Vefaranum, fyrst- ur manna á íslandi gert sér grein fyrir „eðli hins borgara- lega rómans”, en þeirri verð- skuldun eigi hann að þakka „heimsgildi” sitt. Kötz leggur út bókmenntasöguna, með marx- ísku æði, í Ijósi einhvers konar þjóðfélagsfræði sem ekki er auðgreint hvaðan honum kemur. Fyrir 1918, segir hann, gat ís- lenzkt skáld engan ágreining gert í orði né verki við landa sína; vandi lesendahóps sem er klofinn í fjandsamlega flokka var honum framandi. Hann þjón- aði ekki undir höfðingja, né var hann borgari, né átti ókunnur aðili, svonefnd öreigastétt, sam- úð hans á laun. Hann var ekk- ert nema íslendingur og deildi öllu með löndum sínum, frelsis- þránni, sífelldri fátækt, fegurð landsins og bókmenntaauði for- tiðarinnar. Hann lifði á meðal þeirra og gáfa hans var þeim öllum æ’tluð; þess vegna voru verk hans sameiginleg eign alls fólksins. Ádeilumenn áttu ekki annars kost en skrifa „ritgerðir um ísland” eins og þeir gerðu Gestur Pálsson og síðan Þór- bergur, segir Kötz. Þessi gullöld fékk skjótan endi með fyrra striðinu; þá fyrst varð til borg- aralegt stéttskipt samfélag á fs- landi, og þar með forsendur fyr- ir borgaralegum róman; Vefar- inn mikli er einhver fyrsti af- rakstur þessarar þróunar. Það er nú svo; rit Gúnter Kötz er að vísu ekki beinlínis til þess fall- ið að auka á virðingu lesandans fyrir „þýzkri heimspeki og úni- versalteroríu.” En allténd hefur hann það til síns máls að Vefar- inn er einhver helzti ávöxtur okkar fátæklega borgaralega rómans sem að vísu var hafinn löngu fyrr, og stendur í blóma sínum í beztu sögum Einars Kvarans; nær væri að segja, að Vefarinn byndi enda á þennan þátt í íslenzkri skáldsagnagerð en byrjaði hann. „Hér er leitast við að gera skáldsögu nokkurn veginn eftir raunsæisaðferð of- anverðrar nítjándu aldar,” seg- ir Halldór Laxness sjálfur um gerð Vefarans og er hollt að hafa þennan þátt verksins hug- fastan ekki síður en nýjungarn- ar sem þar eru færðar fram. En „andlegum bakgrunni” verksins í kynnum sínum af kristnum dómi í æsku, lýsir Laxness sem hér segir: „Um leið var hafinn í vitund minni fróðlegur hrá- skinnsleikur milli tveggja and- stæðra höfuðgreina, hins skap- aða og óskapaða, ef ég mætti svo segja, mannsins og guðsins, ástar til sköpunarverksins ann- ars vegar og haturs á því hins vegar, í sem stytztu máli, milli þess að vera og vera ekki. Vefar- inn fjallar um þennan leik hug- arins, og niðurstaða verksins verður sú að þessar tvær höfuð- greinar séu ósættanlegar og ó- samrýmanlegar: kristinn dómur er og verður óvinur jarðnesks lífs og mannlegs eðlis svo sem honum og var ætlað frá upp- hafi. 1 lok verksins vissi ég ekki fyrr til en ég hafði skrifað mig frá kristnum dómi.” K ■ etta er niðurstaða Halldórs Laxness af bók sinni, en sögu- hetja hans kemst aldrei svo langt; Steinn Elliði lætur sjálf- ur uppi tvær gagnstaðlegar nið- urstöður sögu sinnar: „Hann fórnaði höndum sínum og and- liti mót hinum krossfesta og hreyfði sig ekki úr þessum stell- ingum langa hríð. Loks reis hann á fætur og horfði undrandi á konuna. — Veslings barn, sagði hann, og svipur hans var forkláraður svo hún hafði aldr- ei séð neitt fegra á ævi sinni. Maðurinn er blekking. Farðu og leitaðu guðs skapara þíns því allt er blekking nema hann.” Og; „Enginn nær dýrlegra takmarki en því að vera mennskur maður eins og guð hefur skapað hann. Ég kasta ham hins yfirnáttúr- lega skrímslis og hef nýtt líf, mennskur maður, þegn í ríki veruleikans, einfaldur sonur þjóðar minnar; og það sem ég kýs mér er konuást og kóngs- ríki óbreytts manns.” Það er eitt af einkennum „hins borg- aralega rómans” á íslenzku að samfélagslýsing hans er jafnan yfirvarp einhvers andlegs veru- leika, æðri allri jarðneskri á- hyggju, s^m sagan kýs að lýsa, og verður lýsing þjóðfélagsins þar sem hún gerist að lúta þessu markmiði; sveitasögurnar eru þrátt fyrir allt til vitnis um líf og lífskjör sveitamanna á ís- lándi á ofanverðri öldinni sem leið, en hæpið mun að leita beinna heimilda um hug og hagi íslenzkrar borgarastéttar í sög- um Einars Kvarans, leikritum Guðmundar Kambans eða Vef- aranum mikla frá Kasmír. Vef- arinn mikli er opið, ólokið verk, ákaflega auðug og efnismikil bók; og auð sinn kann hún að eiga að einhverju leyti því að þakka að henni varð ekki lokið. Þrátt fyrir þá tilraun sem þar er gerð til að skrifa raunsæilega, sálfræðilega skáldsögu, samtíma- sögu að fyrirmynd beztu höf- unda, gengur samsömun höfund- ar og söguhetju oí langt til að unnt reynist að setja Stein Ell- iða niður i hæfilegri fjarlægð frá höfundi og lesendum; þær til- raunir sem gerðar eru til að sjá Stein Elliða „að utan,” líta hann með hæfilegri hlutlægni, eru ekki sfzt til vitnis um dálæti höfundar á þessari hugsmíð sinni, íhvort heldur Steinn er lofaður eða lastaður hverju sinni. Um mynd hans hverfist allt verkið — og henni varð ekki lokið að svo komnu. Hins vegar kynni að mega sjá í tvíhyggju Steins Elliða og Vefarans mikla upphafið að þeirri tvíræðni stíls- ins, tvískinnungi huglægni og hlutlægni sem auðkennir list Laxness alla tíð síðan. Þá væri Steinn Elliði fyrsta uppkast að sögumanni hinna stóru skáld- sagna hans, höfundinum í verki Laxnes9. Á ■ ■ sama tíma sem Halldór Lax- ness glímdi við kristinn dóm í gervi Steins Elliða var eldri samtíðarmaður hans að gera út- tekt á arfi sínum heiman frá íslandi, Gunnar Gunnarsson í útlegð sinni í Danmörku. Fyrstu sögur Gunnars, þær sem hann semur fram um 1920, halda á- fram þjóðlífslýsingu fyrri höf- unda; lýsing sveitarinnar í Borg- arættinni, sjávarþorpsins í Ströndinni,.. hins smávaxna höf- uðstaðar með sínum nýtilkomna borgaraskap í Vargi í véum og Sælir eru einfaldir, tekur með náttúrlegum hætti við af skáld- sögum Einars Kvarans og Jóns Trausta, Gests Pálssonar og Jóns Thoroddsen; þessar sögur hafa einnig þegið í arf hinn dómhvata, andlega og siðferði- lega sinnaða sögumann fyrri höfunda. Höfundinum er þungt niðri fyrir, myrkur fyrir sjónum hans, og hann blæs frá sér þungt og mæðilega í þessum sögum: „En ef því er í rauninni þannig farið — ef sá kvalafulli skiln- ingur sem ég fann umhverfis mig ÞÆTTIR UM SKÁLDSÖGUR 4: Þjóð og sögur Eftir Ólaf Jónsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.