Alþýðublaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 3
Sunnudags Alþyðublaðið — 10. sept. 1967 3 Barnakennarar gera sér fulla grein fyrir nauðsynlegum breyt- ingum á kennsluháttum og mjög víða í skólum er nú verið að fitja upp á ýmsum nýjungum í sambandi við kennsluna. Þetta eru orð Hauks Helgasoijar, skóla stjóra við Öldutúnsskóla í Hafn arfirði, en blaðamaður Alþ.- blaðsins ræddi við hann nýlega, en eins og kunnugt er hafa ýms ar athyglisverðar nýjungar ver- ið teknar upp við þann skóla og ýmsa aðra. Og Haukur heldur ■áfram: — Hér við Öldutúnsskól ann hefur verið lágt í ýmislegt nýtt og að þetta virðist hafa tek- izt vel byggist fyrst og fremst á áhuga og dugnaði kennara skól- ans og að hér hefur verið sköp uð allgóð aðstaða, hvað vinnu- skilyrði og tæki snertir. Ef við lítum á haustið núna, thöldum við áfram með það, sem við vorum byrjuð á áður, í sam- bandí við breytingar við les- greinakennsluna. Við erum nú iíka að byrjá með þessa nýju stæ'rðfræði, mengi, sem Reykja- Ilaukur Helgason, skólastjóri. víkurskólarnir fóru af stað með 1 fyrra. Svo get ég nefnt eina nýjung, sem við byrjuðum með í fyrra, en það er í sambandi við bókasafn með útlánum til nem- enda, og þar eru bækur bæði til skemmtilestrar og frekari lest- rar í sambandi við námsefnið. Og meiningin með því er að kenna þeim að koma í bókasafn leita sér að þeim bókum, er þau vilja eða þurfa á að halda við námið. Við eigum mjög gott al- menningsbókasafn hér í Hafnar firði og við vonum, að seinna verði nemendurnh- góðir við- skiptavnir bókasafnsins og hafi þá lært, hvaða not megi hafa af bókasafni. — Það eru þá bæði fræðibæk ur og bækur til skemmtilestrar í safninu. — Já, það eru fræðibækur og barnabækur, sem stuðla að auk inni leikni í lestri og þess háttar. Á stundaskrá barnanna eru fastir bókasafnstímar, það er hluti af íslenzkutímum, sem kennarinn notar til að fara með nemendurna í bókasafnið og þar aðstoðar hann börnin við að velja sér bækur. — Hver hefur svo reynslan orðið af kennslunnni? — Þetta hefur reynzt þannig, að nú má segja að allir kennar- arnir noti þetta meira og minna. — Og námsárangur nemenda í lesgreinunum? Egill Friðleifsson, tónlistarkennari, kennir börnun im tónstigann. — En veljið þið bækurnar í safnið, áður en fest eru kaup á þeim? — Við reynum að vélja bæk- urnar, en það er ekki þar með sagt að við séum alltaf alls kost ar ánægðir með þær bækur, sem við fáum, og af þeim bókum sem ■ eru góðar og vinsælar höfum við náttúrlega fleiri eintök en af . liinum. Við reynum að gera okk ur grein fyrir efni og stíl þeirra bóka, sem skólinn kaupir og út frá því velur svo kennarinn bæk ur fyrir nemendurna, og þá er . valið eftir aldri og lestrargetu. Strax og barn hefur lesið heila bók, er það því mikill áfangi, jafnvel þó að ekki séu lesnar nema nokkrar línur í einu. -^Hvernig er lesgreinakennsl unni iháttað hjá ykkur. — Það fyrirkomulag, sem við . höfum á lesgreinakennslunni má segja að sé gamall þáttur ' í nýjum búningi, þar eð það hef ur verið reynt hér á landi áður' fyrir mörgum lárum. Það, sem er leitazt við í lesgreinanáminu er að tengja saman íslenzkunám - ið og lesgreinarnar þannig að hið talaða og skrifaða orð sé meira notað og sett fram af nem endum í lesgreinatímunum, heldur en verið hefur ríkjandi. Þetta skeður á þann hátt, að strax í níu og tíu ára bekkjum er börnunum kennt að finna að- alatriðin úr hverjum kafla og taka úr honum svokölluð hjálp- arorð. Þessi hjálparorð og stað- reyndir, sem þau hafa safnað, vinna þau svo með á þann hátt, að þau semja frásagnir, sem þau ýmist skrifa í vinnubækur eða flytja munnlega fyrir fótögum sínum, búa til leikrit, gátur og ýmislegt fleira. í sambandi við þessa vinnu er mjög mikið unn- ið í hópum og venjast börnin þannig á í samvinnu við aðra að leysa ýmis verkefni og með þessu" er hægt að gefa beztu nem ■endunum kost á að -sökkva sér mun lengra í verkefnið og þá með aðstoð ýmissa hjálparbóka og þeim nemendum, sem hæg- fara eru, er gert kleift að taka verkefnið fyrir eins og hæfir þeirra þroska. Þegar bekkirnir hafa lokið einhverju skemmti- legum verkefnum bjóða þeir næstu bekkjum til þess að lilýða á og kynnast því, sem þeir hafa unnið. legt nýttr í handavinnu- og teiknikennslu? — í teikningu og handavinnu leitumst við við að hafa starfið gem allra fjölbreyttast og í vet ur verðum við með í fyrsta skipti smeltkennslu hjá drengj- um. Við erum með bæði í handa vinnu og teikningu nokkra frjálsa tíma, sem eru notaðir til tilrauna með ýmislegt nýtt, smeltkennslan er t.d. í þeim tím um og einnig tauþrykk og ýmis- legt fleira. Einnig koma nemend ur í þá tíma með stór verkefni úr lesgreinakennslunni til teiknikennarans og fá aðstoð hjá honum. Annars eru kennar- arnir yfirleitt ákaflega vakandi fyrir því, sem vel má og þeim að þakka, hversu vel hefur tek- izt. Að íoknu viðtali við Hauk skólastjóra, gengum við í kennslustofuna, þar sem tón- listarkennslan fer fram, og söng kennarinn, Egill Friðleifsson sagði okkur þar frá ýmsu for- vitnilegu varðandi sína kennslu. — Kennsla í tónlist liefur breytzt mikið á síðustu árum, segir Egill. Það er tiltölulega — Hann er ekki lakari en áð- ur. En það er svo margt í þessu, sem ekki er mælt, börnin læfa að koma fram og við leitumst við að kenna þeim að nema. Og það kemur sér vel síðar í lífinu, þegar komið er út í nám í æðri skólum t.d. —Eruð þið ekki líka með ýmis Föndurtími í einni bekkjardeildinni. stutt síðan að Tónlistarskólinn fór að útskrifa tónlistarkennara, en áhrifa skólans gætir mjög í kennslu í þeim skólum, þar sem kennarar útskrifaðir frá honum starfa, en enn þá er mikill skort ur á sérmenntuðum tónlistar- kennurum. Ég hef kénnt hér við Öldu- túnsskólann, síðan ég útskrifað- ist, heldur Egill áfram. Ég á því láni að fagna að, hafa góða að- stöðu, rúmgóða stofu til söngs- og tónlistarhalds og til tónlistar- fiutnings höfum við stereo-tæki, Framhald á bls. 10.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.