Alþýðublaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 5
Sunnudags Alþýðublaðið — 10. sept. 1967 s dtuvtoetatfS' GW Ritstjóri: Benedikt Gröndal. — Eitstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján Bersi Ólafsson. — Símar: 14900—14903. «— Auglýsingasími 14906. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Beykjavíb. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. —' Askriftargjald: kr. 105,00. — í Iausa* sölu: kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Töpub orrusta HÆSTARÉTTARDÓMARAR hafa kveðið upp úrskurð um Kísilgúrveginn við Mývatn. Þeir hengja hatt sinn á formlega afgreiðslu málsins og telja Náttúruverndarráð ekki hafa látið frá sér heyra á réttum tíma. Úrskurðurinn leysir þetta mál en gefur ekkert for- dæmi fyrir framtíðina. Málið er útkljáð á löglegan hátt, og verður veguri-nn lagður eins og skipulagsyfirvöld vilja hafa hann. Deilan um þennan veg hefur samt sem áður gert mikið gagn. Hún leiddi til þess, að vegurinn var færður nokkru fjær vatnsbakka en upphaflega var ráð fyrir gert. Hitt hefur þó enn meiri þýð- ingu, að deilan hefur vakið athygli á náttúruverndarmálum og fært fjölda landsmanna heim sanninn um, að þeim iverði 'að gefa meiri gaum en hingað til. Náttúruvernd getur rekizt á hagsmuni ýmissa aðila, eins og nú hefur orðið við Mývatn. Geta þau mál reynzt erfið úrlausnar, og virðist augljóst, að setja þurfi skýrari ákvæði um þau í lög. Þarf raunar að endurskoða ýms önnur á- kvæði náttúruverndarlaganna til að þau nái betur tilgangi sínum. Þrátt fyrir þann árekstur, sem nú hef ur orðið, er rétt að benda á þá höfuð- staðreynd, að íslendingar geta enn gert víðtækar ráðstafanir til verndar nátt- úru landsins án þess að til slíkra áreksha þurfi að koma. Byggð landsins og hag- nýting þess eru enn ekki meiri en svo, að víða er hægt að friða landssvæði, ýmist til að varðveita þau eða til úti- vistar fyrir þjóðina, án mikils tilkostn aðar eða árekstra. Einmitt nú er rétti tíminn til að gera slíkar ráðstafanir, af því að vélakostur landsmanna, jeppar og jarðýtur, eru að komast á það stig, að ýmsum stöðum geti stafað hætta af, sem einangrun hefur verndað til þessa. Meðferð og hagnýting landsins er stórmál, sem snertir margar kynslóðir. í þeim efnum hvíla sérstakar skyldur á núlifandi kynslóð íslendinga. Verkefn in, sem bíða úrlausnar eru þessi: 1. Að setja fullkomnari löggjöf um nátt úruvernd. 2. Að tryggja náttúruverndinni starfs- kraft og fjárráð. 3. Að gera heiidaráætlun í stórum dráttum um hagnýtingu Iandsins 1- 200 ár fram í tímann. 4. Að hefja friðun einstakra staða og svæða eftir þeirri áætlun og gera á hverju ári eitthvað í þeim efnum. Náttúruvernd hefur tapað orrustu á bökkum Mývatns. En hún mun sigra í stríðinu þegar frá líður. Vöruinnflytjendur Munið að hafa vörur yðar brunatryggðar Vátryggingaskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar hf. Lækjargötu 2, Reykjavík. KENNARA VANTAR Einn kennara vantar að BarnaskóÞa ísafjarðar. Umsóknarfrestur er til 23. þessa mánaðar. SlltS&fe • - Tvokennara vantar að Gagnfræðaskóla ísafjarðar. Umsóknarfrestur er til 23. þessa mánaðar. Umsóknir skulu sendar til formanns fræðsuráðs ísafjarðar, Bjarna Guð- björnssonar, Engjaveg 12, ísafirði. ísafirði, 7. september 1967. FRÆÐSLURÁÐ ÍSAFJARÐAR. K.F.U.K. VINDÁSHLÍÐ Hhðarkaffi verður selt í húsi K.F.U.M. og K., Amtmanns- stíg 2B í dag, sunnudaginn 10. september, til ágóða fyrir starfið í Vindáshlíð. — Kaffisalan hefst kl. 3 e. h. Einnig verður kaffi á boðstól- um eftir samkomu í kvöld. — Komið og drekk ið síðdegis- og kvöldkaffið hjá okkur. Stjórnin. AÐEINS 3 DAGAR EFTIR á álnavörumarkdðnum í Góðtemplarahúsinu FEeiri efni og bútar tekið til sölu. Meiri lækkanir á efnum og bútum. Orlon og terelene í buxur og pils frá kr. 143 kr. metrinn. Tip-Top Crimplenefni frá kr. 470 kr. í kjólinn. ★★* ■ W' Sængurveradamask 37 kr. hvítt og 40 kr. mis- litt. ★★* ■ ' ' "n T";' Þunn mynstruð kjólaterelene núna kr. 75 kr. metrinn. ★★* ' Margt, margt fleira fallegt og ódýrt. Aðeins góð&r ógallaðar vörur. ✓ Alnavörumarkaðurinn Góðtemplarahúsinu Námskeib i meinatækni Enn er hægt að komast að á ráðgerðu nám- skeiði í meinatækni. Gjörið svo vel að leita upplýsinga í síma 19665 og 51916. Skólastjóri Tækniskóla íslgnds. Auglýsið í Alþýðubtaðinu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.