Alþýðublaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 4
4 Jt Sunnudags AlþýðublaðiS — 10. sept. 1967 Spjall úr plássinu- íþrótta fréttir -Um gamlan mann- Slúður -í fullri alvöru SÓLIN hefur leikið við okkur liér fyrir austan síðustu vikurnar tvær en nú er komin rigning og súld og leiðindaveðurspá. Einn og einn bátur rekur við hér úr hafinu — og allir bera þeir sig illa, sjómennimir okkar, og kvarta undan langsiglingun- um. Mikið er spjallað hér um leiðir til að fá ferska síld í salt og eftir því sem einn sænskur síldarkaupandi sagði mér í morgun, virðist sjókælingin gef- ast bezt, sagðist hann hafa séð vikukælda síld í sjó og sagði hana hafa' verið ferska og fína. Síldarplaneigendur hér eru flestir að byggja yfir plönin og búa sig undir haustsöltun, enda hef ég heyrt eftir gömlum og margreyndum síldarkaupanda, að ekki verði að vænta síldar í salt f.vrr en um miðjan septem- ber. Garnli maðurinn á Skorrastað hamaðist við slátt hér fyrir utan í allan gærdag. og hefði mátt segja manni tvisvar, að hann væri kominn á níræðisaldur. Annars hefur heyskapur gengið hér vel nema hvað tún eru víða illa farin af kali. Mjólkurbúðin hér er nýbyrjuð að afgreiða mjólk í plastpokum og eru ekki allir a’ einu máli um ágæti þeirrar nýjungar. Það er verið að vinna í frysti- húsinu í dag en þar er reynt að halda uþpi vinnu tvo, þrjá daga í vlku til að halda kvenfólkinu, sem annars er ráðið í síldar- söltunina. Eina manneskjan, sem virðist láta síldarleysið lönd og leið er eggjakonan í næsta húsi. Hún antvistast í kringum púturnar sínar og spjallar gjarnan við þær og í hænsnahúsinu skín ljós á kvöldin, löngu eftir að aðrir hafa slökkt. Bini atvinnuvegurinn, sem virðist þrífast bærilega hér er annars dansleikahald, því aldr- ei líður sú helgi, að útvarpið margtönnlist ekki á auglýsing- um frá danshúsunum hér að austan og varla væru stjórnend- ur þeírra að halda sliku gang- andi, nema vel gengi. Annars hef ég heyrt kvartað undan því, að aðgangseyrir hér á böllin væri æði mikið hærri en í sjálfum höfuðstaðnum — 0g er það ekk- e*t sérlega vel séð. Spjall úr plássinu Hér hefur staðið yfir knatt- spyrnumót þeirra austanmanna og hefur á ýmsu gengið. Á dög- unum hitti ég sýslumaijn Sunn- Mýlinga og þótti honum ekki mtkið koma til leikní sinna manna, enda gamall landsliðs- maður í knattspyrnu. Raunar er ekki langt síðan hann var einn af þeim, sem eltust við boltann með samsveitungum sínum, en hvort tveggja er: virðuleiki embættisins og dálítil yfirvigt leyfa ekki þvilíkt sprikl. Annars hefur síldin undanfar- in sumur staðið í veginum fyrir íþróttaiðkunum hér austan- lands, þó þeir í Iandsliðinu geti ekki afsakað sig með slíku eftir ófarirnar við Danskinn. Helztu fréttir hér í plássinu þessa dagana eru um metafla laxagreifanna, sem liggja yfir hverri sprænu, þar sem einhver von er í Iontu. Heyrzt hefur, að þingflokksformaðurinn sem hér er búsettur á sumrin sé þeg- ar kominn í fremstu röð þeirra laxíþróttamanna. Auðvitað ætlaði ég að vera með í íþróttageiminu og var bú- inn að panta pláss á faeraskakbát á dögunum, en ólánið elti mig. því einmitt þann daginn, sem ég ætlaði, þá var breytt um veiðiaðferð og tekin lína. íþróttafréttir En í alvöru talað, væri ekki ráð að velja næsta landslið í knattspyrnu við Dani héðan úr dreifbýlinu og gefa þeim frí þarna fyrir sunnan? Gamli maðurinn á sjúkrahúsinu í gær rölti ég út á sjúkrahús til að hitta gamlan vin minn þar. Gamli vinur minn á sjúkra- húsinu er fyrrverandi ævintýra- maður, sem átti Værustu í hverri höfn og sigldi um öll heimsins höf. Hann er stór og reistur með dálítinn tröllkonu- bláma i andlitinu og krepptar hendur, en hann getur enn hleg- ið dátt og sagt skemmUlegar sögur af stórkostlegum brenni- vínsorgíum og faðmlögum við allavega litar gleðikonur. Þegar hann vill undirstrika eitthvað segir hann : F1 o 11. Þó að hann sé með illgræðan- leg fótarmein gamli maðurinn er hugurinn samur við sig og hann kvartar undan því að eiga ekki trilluhorn svo hann gæti komizt í færafiskinn hérna fyrir utan. „Já, vinur, ég byrjaði að dam- la á árabátum innan við ferm- ingu og komst á saltfiskflutn- ingaskútu til Bilbaó á' Spáni, þegar ég var rúmlega tvítugur. Þá gat maður fengið fullt af brennivini og hella nótt hjá senórítu fyrir einn saltfisk. Flott. Hann Jónas vinur minn Árnason ætlaði einu sinni að skrifa bók um mig, hveldurðu en nú er Jónas bara orðinn þing- maður. Flott.” Og nú hlær Jiann hátt gamli vinur minn og glað- legu gangastúlkurnar líta upp þar sem þær sitja allar í kring um strák á hvítri skyrlu, rétt eins og hænur í kringum han- ann sinn. Sjúkrahúsforstjórinn nikkar til okkar um leið og hann geng- ur fram með afskapl. mikinn alvöruþunga í andlitinu. „Það er gott að vera hérna,” segir gamli vinur minn, — „og þessi stúlkukið eru eins og hug- ur manns. Flott.” „Ég kem hérna einhvern dag- inn og skrifa eitthvað upp eft- ir þér”, segi ég um leið og ég kveð vin minn gamla á sjúkra- húsinu. „Hveldurðu?” Slúðrig í plássinu Það er dálítið gaman að sctja sig inn í bæjarbraginn í svona plássum eins og hér. Hlusta ofurlítið á slúðrið og jafnvel stinga inn orði og orði. Hver hefur t. d. ekki gaman af að heyra af stelpunni, sem var í skólanum í fyrra vetur fyrir sunnan og er nú komin með eitthvert’ þykkildi framan á sér? Og það er svo sem held- ur ekki ónýtt að hvíslast á um strákinn, sem kom með liring af vertíðinni í vor en búinn að taka hann niður nú. Og hjóna- skilnaður og framhjáhald getur orðið yndælis fæða, þegar búið er að tyggja það yfir nokkrum kaffibollum. Meira að segja smávegis krankleiki getur orðið að sæmilegu meðlæti, ef ann- að betra gefst ekki. Ég er svo sem ekki að segja, að mannfólkið hér sé neitt öðru vísi samansett en annars staðar, en mat þess á hag og velferð náungans er máske á annan veg en í þéttbýlinu. Gárungarnir segja, að maður megi varla fara á klósettið svo það sé ekki orðið að kaffibollaspjalli. Svo er hérna ein lítil, sem ég verð að láta fljóta með. Hún er um strákinn, sem fór á ballið upp á Egilsstaði á dögunum. Hann var á bát hérna og ætlaði á ball upp í Valaskjálf Það er laugardagskvöld og fóru engar sögur af honum á ballinu. Svo kom sunnudagur og báturinn ætlaði út um kvöldið en ekkert bólaði á stráksa og báturinn á sjóinn strákslaus. Leið svo öll næsta vika og ekki fréttist af strák. Loks á sunnudag viku eftir ballið kom kauði og aldeil- is ekki einn. Hann hafði^ nefnilega lent á röngu róli og með flugvél til Reykjavíkur og þar aldeilis á hvolf og þegar hann að lokum sneri heim, var hann konu bundinn og hafði þó ekki hugmynd um, hvernig það hafði borið að. Nú er konan að sunnan farin að fara í mjólkur- búðina á morgnana og þær, sem sitja yfir kaffibollunum orðnar þreyttar í kjálkunum af að hafa hana og strákinn á milli tannanna. Svona getur lítið tilefni eða aðeins það, að fara hina leiðina orðið efni í ágætis kaffispjall og enzt æði lengi. í alvöru Að lokum nokkur orð í al- vöru. Hérna hlustar maður mik- ið á útvarpið og um daginn var ég að hlusta á daginn og veg- inn. Eftir því sem mér hefur skilizt á sá þáttur að fjalla um daginn og veginn, og á ég þar við það sem helzt ber á góma þá stundina. En um hvað var svo þátturinn sá arna? Jú, hann var hugleiðingar um frímerkja- söfnun fluttar af ein'hverjum kennara. Frimerkjasöfnun er máske góð út af fyrir sig og þá helzt fyrir unglinga og örfáa fullorðna sérvitringa, en hitt fæ ég ekki skilið að slíkar hugleiðingar eigi nokkurt erindi til alls almennings að minnsta kosti held ég að þeir séu ekki margir hér í plássinu, sem komn- ir eru af fermingai'aldri, sem láta sig skipta slík fáfengileglieit eins og gera það að einhverju sáluhjálparatriði, hvort frímerki er stimplað deginum fyrr eða síðar. — í guðanna bænum, þá mega þeir ekki plata mann svona þarna í útvarpinu. Láti þeir frímerkjaspjallið koma í frímerkjaþætti og fái þeir full- orðna menn til að tala um dag- inn og veginn. Mér til að mynda finnst síld- in eða öllu heldur síldarleysið vera miklu nær deginum í dag Frh. á 10. síðu. NYTT §gHÚSGAGNABÓN kasko kasko GOLFABURÐUR SJÁLFGUÁANDI GÓLFÁBURÐUR kasko BILAHREINSIBON HF. HREÍNN m (r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.