Alþýðublaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 1
MiSvikudagur 7. febrúar 1968 — 49. árg. 30. tbl. — Ver® kr. 7 Harry Eddon, 1. stýrimaður af brezka togaranum Ross Cleveland, sem sökk á ísafjarðardjúpi á sunnu- dagskvöld lifði slysið af. Hafði hann komizt z gúm- bát, sem rak að landi í botni Seyðisfjarðar í fyrradag. tókst honum að komast að bænum Kleifum í gærmorg jun og var hann þar í góðu yfirlæti þar til í gærdág, er vélbáturinn Svanur ÍS, tók hann um borð og flutíi til ísaf járðar. Ekki fréttist fyrr um björgun hans vegna þess að símasambandslaust var við Kleifar- I gær er vélbáturinn Svanur ís. sigldi inn Seyðisfjörð, sá hann giímbát í fjörunni við botn i'jarð- arins. Við nánari íhugun knm í ljós að í bátnum voru tvö lík af brezka togaranum Ross Cleve- land sem fórst á sunnudagskvöld. Tók Svanur iíkin um boi’ð ásamt gúmbátnum. Fóik á bænum Kleifum í Seyðisfirði hafði nú samband við Svan, og kom í ljós að einn skipsmanna af Ross CJeveland var á bænum við dágóða lieilsu. — Skipsbrotsmaðurinn reyndist vera 1. stýrimaður, Harrý Eddon, 27 ára gamall. Var bann fluttur um borð í Svað sem flutti hann til Ísaíjarðar. Sumarbústaðurihn í Seyðisfirði, s af um nóttina, en komst ekki inn Eddon skýrði svo frá að þegar slysið bar að höndum hafi hann verið uppi á brúnnt togarans að höggva ís af ratsjánni. Slysið liafi borið mjög skjótt áð höndum og hafi skipið sokkið á 5-6 sekúnd- um. Missti.hann meðvitund pg vissi ekki af sér fyrr en hann var kominn í gúmbjörgunarbát ásarnt tveimur öðrum skips- mönnum af Ross Cleveland. Á- leit Eddon að félagar hans í bátnum hafi komið hónum um borð í hann úr sjónum. Félaga sína taldi Eddon bafa látizt fljótt, enda voru líkin afar illa búin fötum. Bátinn rak að landi í botni Sevðisfjarðar í Framhald á 11. síðu. em skipbrotsmaðui'inn naut skjóls í. ..ieifar í SeySisfirði, en þangrað var stýr'imanninum bjargao. Leitin að vélbátnum Heiðrúnu II. frá Bolung- arvík hefur enn ekkí bor í gær leituðu 16 stórir bátar að Heiðrúnu II. auk nokkurra minni báta er aðallega leituðu inn á fjörðum við ísafjarðardjúp. Leit -'-vgur, og eru menn 'hmi á sjó stjórnar Hálfdín Ein- arsson frá Bolungarvík. í ljósa- skiptunum í gær héldu bátarnir til hafnar, en leit er þó haldið á- fram í dag. Þá fóru flokkar leitar Framhald á bls. 10. orðnir vonlitlir um að hann finnist. Til bátsins hefur ekkert heyrzt síðan kl. 1 aðfaranótt mánir dags. Á bátr^um er 6 j œanna áhöfn. Lóðabelgir I merktir bátnum hafa fund izt á fjörum, en það þykir þó ekki þurfa að benda til þess að hann hafi farizt. Vetrar-Ólympíuleikarnir í Grenoble í Frakklandi hófust í gær, eins og kunnugt er. 4 innstu síðurnar í Alþýðublað- inu í dag eru helgaðar þess- um viðburði, og næstu tvo daga munum við einnig birta efni. á fjórum síðum, sem er tengt vetraríþróttum og Frakk landi, landinu þar sem Olymp- íuleikarnir fara fram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.