Alþýðublaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 2
Rústir í Víetnam *• í bardögum síðustu daga tiefur fjórði hluti bæjarins My Tho lagzt í rúst. FerSaskatt í USA k Bandaríska stjórnin hefur til athugunar ferðamanna ^katt tíl að létta fjárhagsbyrð ar ríkisins. Málajafnrétti k Pearson forsætisráðherra Kanada hyggst beita sér fyrir iafnrétti enskrar og franskr- ar tungu til að liindra klofning þjóðarinnar. Verkfall í New York A Daglega bætast við 10000 tonn af sorpi í Nenr York vegna verkfalls verkamauna. Ummæli Brandts hrakin k Ummælin, sem lögð voru í tnunn Brandts, utanríldsráð- lierra V.-Þýzkalands, að Dc Gaulle væri lialdinn valdafíkn Uafa verið hrakin. Munu þau hafa stafað af röngum heim. tldum. Mannfall USA *■ Bandaríkjamenn misstu 54tí menn síðustu sjö daga. Er Það mesta mannfall þeirra á svo stuttum tíma til þessa. Baunsgaard aðvarar ★ Hinn nýskipaði forsætisráð- herra Danmerkur, Baunsgaard •agði í jómfrúrræðu sinni í dag að Danir myndu ekki leyfa at- ómvopn á danskri grund, þar meðtalið Grænland. Lögreglumenn þinga k Á norrænu lögreglumóti í Stokkhólmi hefur komið til tals að samræma aðgerðir nor ræmia lögreglumanna til að sporna gegn dreifingu eitur- lyfja. N,-Vietnam fær þotur ★ RáðstjórnarríMn hafa veitt S.-Vietnömum 100 MIG þotur á siðustu sjö dögum. Lenti á Esju Lítil einkaflugvél af gerðinni Super Cub lenti á fjallinu Esju í gærdag kl. 3.23. í vélinni voru tveír menn. Er þeir félagar hugð íist fljúga af stað urðu þeir varir við að sprungið var á öðru hjóli flugvélarinnar. Tók annar það til Framhald á 10. síðu 2 7. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Stjórnarfrumvarp um oð taka upp fastan sumart'ima: VerÖur klukkunni flý í vor? Ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um að láta sumartíma gilda allt árið og er gert ráð fyrir að lög þess öðlist gildi kl- 01.00 7. apríl 1968, en þá á að flýta klukkunni samkvæmt núgildandi reglum. Verði frumvarpið samþykkt verð ur sú breyting á klukkunni sú síðasta sem framkvæmd hefur verið hér á landi. Frumvarp þetta e,r flutt að fengnum tjllögum stjarnfræðing- anna dr. Trausta Einarssonar pró fessors og dr. Þorsteins Sæmunds sonar, en þeir annast útgáfu ís- lenzks almanaks. Er greinargerð þeirra prentuð með frumvarpinu sem fylgiskjal og ennfremur at- hugun; sem þeir hafa gert um birtutíma í Reykjavík og á Akur- eyri um miðjan hvern mánuð. í greinargerð stjarnfræðing- anna segir, að ókostir við núver- andi skipulag að flýta klukkunni tvisvar á ári hafj þessa ókosti í för með sér: 1. Færsla klukkunnar veldur ruglingi á áætlunartúnum flug véla í millilandaflug-i og er ÚIFÖR ÁGÚSTS JÓSEFSSONAR í gær var gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík útför Ágústs Jósefssonar, fyrrum heilbrigðisfulltrúa, og var ’jölmcnni viðstatt hana. Myndln hér að ofan var tekin er kista hins látna var borin úr kirkju, af gömlum fé- lögum Ágústs í verkalýðshreyfingu og Alþýðuflokki. bæði fugfélögum og farþegum til ama. 2. Tvisvar á ári verður að endurstilla allar stimpilklukk ur og öll móðurklukkukerfi á landinu, en það er mjkiö verk, sem verður að gerast á skömm um tíma. 3. Breytingarnar valda sí- felldri rangtúlkun á hvers kyns tíinatöflum, svo sem flóðtöfl- um; sem prentaðar eru í al- manökum. 4. Ýmsar rannsóknir og mæl ingar, t.d. veðurathuganir, verða að fara fram á óbreytt- um tíma árið um kring, og veldur færsla klukkunnar því raski á vinnutilhögun á rann- sóknarstofnunum og athugun- arstöðvum og veldur stundum mistökum, jafnvel hjá æfðum starfsmönnum. 5. Færsla klukkunnar rask- ar svefnvenjum margra, sér- staklega ungbarna. Til rökstuðnings því að taka upp flýtta klukku allt árið, nefna þeir stjarnfræðingarnir þessi atriði: 1. Flýtt klukka gildir nú þegar meira en helming árs- ins eða 203—210 daga. 2. Flýtta klukkan samsvarar miðtíma Gjreenwioh, sem einnig nefnist heimsklukka og er hafður til viðmiðunar í margs konar alþjóðlegum við skiptum, til dæmis í allri flug stjórn, í sambandi við veður- athuganir og annað slíkt. 3. Brcytingin myndi færa ísland klukkutíma nær meg« inlandi Evrópu í tíroa, og er það vej gamikjó atriði fyrir símasamband, þar eð veruleg- ur munur á vökutíma, og þá sérsltajklega skrifstofutíma dregur verulega úr notagildi simpns. Á næsta ári munu Bretar taka upp sumartíma allt árið um kring, og þá verð ur tveggja stunda munur á tíma milli íslands og flestra landa í Vestur-Evrópu að vetrarlagi og því aðeins 4 tím ar sameiginlegir af 1 stunda skrifstofutínra, en þeim stund um mundi fjölga í 5, ef flýtt Framhald á 11. síðu. Langar deilur um hægriakstur UMRÆÐUM um frestun á hægriumferð var haldið áfram í Neðri deild Alþingis í gær og stóðu þær allan fundartímann Lauk Gísli Guðmundsson langri ræffu, Þórarinn Þórarinsson tal- affi einnig meff frestuninni og 3—4 affrir voru á mælendaskrá. Þó fer óðum að líða að atkvæða greiffslu um. máliff og reynir þá á, hvort meirihluti dcildarinnar vill fresta breytingunni og efna til þjóffaratkvæðagreiðslu eða ekki. Um það er alger óvissa, eins og mál standa í dag. Fjöldi manns var á áheyrenda pöllum og er sýnilega mikill á- hugi á þessu máli. Afmælishátíð Kvenfélag Alþýöuflokksins í Reykjavík minnist 30 ára afmælis síns með skemmtun í Átthagasal Hótel Sögu í kvöld 8. febrúar kl. 8,30. Skemmtiatriði verða: Frú Soffía Ingvarsdóttir rekur sögu félagsins. Óperusöngvararnir Sigurveig Hjaltested og Guðmundur Guðjónsson syngja. Leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason flytja gamanþátt. Kaffidrykkja og fleira. Þáttaka tilkynnist til Katrínar Kjartansdóttur síma 14313, Aldísar Kristj ánsdóttur sími 10488, Kristbjargar Eggertsdóttur sími 12496 eða Skrif- stofu flokksins sími 16724. NEFNDIN. FUJ í Reykjavík. FUJ í Reykjavík heldur almennan félagsfund n.k. laugardag, 10. febrúar kl. 3 síðdegis í Félagsheimili múrara og rafvirkja, Freyjugötu 27. STJÓRNIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.