Alþýðublaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 5
Gautaborg 2. 2. 1968. Ágæti fóstbróðir. EF ég á að vera alveg hreinskil inn þá er illt að vita af vinum um fljúgandi svo að segja yfir höfði manns án þess að fá tækifæri til að kasta á þá kveðju ellegar lyfta með þeim glasi. Ég geri ráð fyrir að þú hafir verið harmi lostinn yfir ósigri flokksbræðra okkar í ríki Friðriks níunda og viljað forða þér sem fyrst undan yfie vofandi stjórn Baunsgárds. En var þá ekki tilvalið að leita huggunar hér þar sem jafnað armenn sitja enn að ósoruð- um völdum, að minnsta kosti til haustsins, einir á öllum Norðurlöndum? Og nú er eftir að vita hvort flóttinn til hægri berst hingað yfir sundið. Þú lýsir yfir undrun þinni vegna þeirrar ákvörðunar rit- dómara dagblaðanna að verð- launa Ástir samlyndra hjóna með eftirlíkingu hross úr silfri. Bók Hagalíns hef ég ekki les- ið og get því ekki um hana rætt. En ekkj hefði ég verið lengi að velja milli Indriða og Guðbergs. Ég álít Indriða bet- ur að silfurhestinum kominn, fyrir utan hvað hann er áreið anlega miklu meiri hestamað- ur en Guðbergur. Það breytir engu um þá skoðun mina að Þjófur í Paradís sé átakaminni bók en Land og synir. Hún fel ur ekki í sér neitt vanmat á þjófinum, heldur sérstakt dá- læti á Landi og sonum sem ég tel einhverja beztu skáldsögu á íslenzku í mörg ár. Ég hygg það ekki fjarri lagi hjá þér að nýjungagirni hafi ráðið miklu um val ritdómar- anna. Stökkbreytingar hafa engar orðið í íslenzkri skáld- sagnagerð í langan tima og kannski hefur Tómas Jónsson Metsölubók komið einhverjum til að leiða hugann að Vef- aranum mikla frá Kasmir. Raunar er það grunur minn að Tómas Jónsson eigf ósm'áan þátt í að Guðbergur fékk silf- urhestinn fyrir Ástir samlyndra hjóna, enda stendur verðlauna bókin að minni hyggju í skugga Tómasar. En ekki er það alls kostar réttmætt ef satt er, að góð bók fyrra árs valdi því að önnur bók síðara árs hljóti svo tímabundin verð laun sem silfurhestinn. En Guðbergur er vissulega alls góðs maklegur og áreiðanlega mikils af honum að vænta þótt síðustu tvær bækur hans hafi kannski verið helzt til keim- líkar. Annars veizt þú sjálfsagt bezt sjálfur hve val bóka til verðlauna er miklum vandkvæð um bundið. Þess er aldrei að vænta að allir sætti sig við lirslit slíkra mála, og raunar ekkert við því að segja. Ég fór ekki dult með það við þig að ég óskaði þess að Snorri Hjartarson hlyti bókmennta- verðlaun norðurlandaráðs’ þessu sinni. Sú skoðun hefur í engu breytzt síðan ég fékk að vita deili á þeim bókum er tjl greina komu. Þar með er ekki sagt að ég vanme+i Sundman og bók hans um loft siglingu Andrées verkfræðings. Ég hef miklar mætur á bók- um Sundmans og verðlauna- sagan er tvímælalítið bezta verk hans til þessa, einkenni- lega heillandi bók og að minnj byggju vel til þess fallin að öðlast vinsældir á íslandi. Bók Snorra Hjartarsonar er á hinn bóginn svo fágætt lista- verk að hún stenzt fyllilega samanburð við það bezta sem nú er að gernst í norrænum bókmenntum. Ég hef ekki trú á að gæðamat hafi dæmt Snorra úr leik. Hitt virðist mér meira vafamál hvort meirihlutj úthlutunarnefndar innar hafi skilið ljóðlist hans. Þetta veizt þú auðvitað betur en ég þar sem þú átt sæti í nefndinni. Ljóðin voru þýdd á nýnorsku og ég efast ekki um ið vinur okkar Ivar Orgland hefur gert það með miklum á- gætum. En þýðingar á ný- norsku eru engin lausn á ein rngrun íslenzkra bókmennta. Nýnorska er svíum óskiljan- leg og ég efast um að það mál sé dönum og finnum auðveld- ara viðfangs. Við slíkar aðstæð ur er tæpast að vænti að sú viðurkenning sem felst í bók menntaverðlaunum norður- landaráðs falli íslenzkum bók menntum í skaut. Auðvitað er ráðlegging Halldórs Laxness rétt, að bezta leiðin til úrlausnar sé að skrifa betri bækur. En við það má bæta að æskilegt sé að ein- hver utan íslands hafi hug- mynd um að þær góðu bækur séu til. Ég er þeirrar skoðun- ar að gera þurfi stórátak til kynningar á íslenzkum sam- tímabókmenntum á Norður- löndum. Yfirleitt er íslands sárasjaldan getið í blöðum eða útvarpi, að minnsta kosti hér í Svíþjóð og íslenzkra bók- mennta enn sjaldnar. Þetta á sér eðlilegar orsakir. Það er ekki á allra færi að fylgjast með tíðindum á íslandi, enda ekki eins auðvelt viðureignar eins og menn kannski halda. En gaman væri að fá svör við þeirri spurningu hvað íslenzku sendiráðin á Norðurlöndum gerðn til að koma á framfæri fróðleik um ísland og íslenzk menningarmál. Þar er eðlileg ur vettvangur slíkrar fræðslu starfsemi fyrir utanríkisþjón- ustuna til að réttlæta á ein- hvern hlátt tilveru sína. Ég geri ráð fyrir að væntan legar forsetakosningar séu að verða forvitnilegt umræðuefni manna á milli á íslandj unt þessar mundir. Fróðlegt væri að heyra frá þér um fram- bjóðendur. Þó yæri knnnski ennþá fróðlegra að fá að vita hvort nokkrar umræður hafi , * orðið um forsetae'mbættið. Ég er þeirrar skoðunar að leggja eigi embættið niður í núver- . andi mynd. Ég sé enga ástæðu til þess fyrir okkur að standa undir svo dýru embætti í svo litlum tilgangi. Það væri varla ofverk ráöherranna að gegna störfum forseta um eins skeið hver eins og svisslendingar ku hafa það, eða skipta þessum fáu verkum milli forseta sam einaðs þings, forseta hæstarétt ar og forsætisráðherra sem fara með vald forsetaembættis ins í fjarveru forsetans og leggja þar með sérstakt em- bætti þjóðhöfðingja algerlega niður. Það felur hvort eð er ekki mikið annað í sér en broslegar eftirhreytur hins prjálkennda konungsvalds mið aldanna. Ég veit ekki hverjum það ætti að standa nær en jafnaðarmönnum að beita sér fyrir afnámj slíks hégóma. Að lokum vil ég taka undir tillögu þína um vandað sýnis- rit íslenzks skáldskapar. Slíká bókaflokks er mi'kil þörf. Þér ættu að vera hæg heimatök- in, því ekki veit ég hvaða að- ili ætti að standa að slíku verki ef ekki'menntamálaráð. En mis minnir mig að hin fræga þjóð hátíðarnefnd hafi verið að hampa svipaðri tillögu? En hvað sem segja má um nauðsyn þessa máls, þá langar mig að slá botninn í bréfið með svin aðri þrákelkni og Cato gamli og leggja auk þess til að gefin verði út mikil og vönduð bók- menntasaga. Beztu kveðjur, þinn Njörður. Jón Þorsteinsson ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR HÁDEGISVERÐARFUNDUR verður haldinn n.k. laugard'ag í Átthagasal Sögukl- 12,15. FUNDAREFNI* ”Vefða byggíngarfframkvæmdir í Breiðholti of kostnaðarsamar?" Jón Þorsteinsson alþingismaður, formaður fram kvæmdanefndar byggingaráætlunarinnar talar. Alþýðuflokksfólk er hvatt til þess að taka með sér gesti. Þátttaka tilkynnist skrifstofu Alþýðu- flokksins fyrir hádegi á föstudag. STJÓRNIN. 7. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.