Alþýðublaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símar: 14900 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Aljþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. - í lausasölu kr. 7,00 eintakið---Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. Almannatryggingar MORGUNBLAÐIÐ birti í gær Staksteina um almannatrygging- ar, og verðskuldar sú grein. nokkra athygli þeirra, sem áhuga hafa á félagsmálum. í upphafi greinarinnar segir, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á nær fjögurra áratuga starfsferli ávallt talið eflingu almannatrygg inga eitt höfuð baráttumál sitt. Greinin er sýnilega rituð af ung- urft manni, og er því hægt að lát|a sögulega athugun á þessu lcyrra liggja. Hitt er rétt, að um langt skeið hefur flokkurinn ver- ið reiðubúinn til að styðja mikla aukningu trygginganna, og mest hefur sú aukning orðið í valda- tíð Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks. Þetta ervert að þakka, þar sem baráttan fyrir tryggingun- um hefði verið mun erfiðari án stuðnings Sjálfstæðismanna. Síðar í greininni kemur fram skoðun á almannatryggingum, sem mundi — ef framkvæmd væri — hafa í för með sér mikla breyt ingu á kerfinu og því er rétt að ræða vandlega. Því er haldið fram í Staksteinum, að almanna- tryggingar eigi aðeins að ná til þeirra, sem hafa léleg lífskjör, en ekki til hi'nna, sem njóta góðra kjara- Með öðrum orðum: Morg unblaðið boðar, að flokka e-igi þjóðina eftir efnum og greiða þeim almannatryggingar, sem reynast undir einhverju tilteknu tekjumarki. Þarna er komin á nýjan leik g'amla hugmyndin um fátækra- framfærið — ölmusu, sem örlát yfirstétt láti af hendi rakna við hina efnaminni. Alþýðuflokkurinn hefur ávallt óttazt slíka skiptingu þjóðarinn- ar í stéttir með mismunandi rétt- indum eftir e.f'num. Hins vegar hefur flokkurinn viljað, að allir sætu við sama borð, en skattarn- ir jafni metin. Þess vegna er veru legur hluti af bótum almannav trygginga skattskyldur. Alþýðuflokkjirinn hefur ekki viljað ganga inn á, að flokka ís- lendinga og greiða þeim mismun andi há ellilaun, örorkulaun og aðrar tryggingagreiðslur. Það mundi verða meiri háttar breyt ing á kerfinu og um leið íslenzku þjóðfélagi. Það er ekkert launungarmál, að u'ndanfarnar vikur hafa verið uppi þær skoðanir, að vegna efna hagsvandræða bæri íslenzkum stjórmvöldum nú að skerða al~ mannatryggingar um svo sem 100 mílljónir króna. Alþýðuflokkur- inn hefur beitt sér af alefli gegn þessum hugmyndum, og telur að tryggingarféð sé ekki of mikið, frekar of lítið, enda þótt lífeyris bætur hafi verið hækkaðar fyrir fáum vikum- ALYKTANIR VERKAMANNAÞINOS EINS og skýrt var frá í Alþýðu blaðinu í gær voru á þinsri Verkamannasambands íslands um siðustu helgi samþykktar tvær ályktanir, önnur um kjara- og atvinnumál, en hin um at- vinnuleysistryggingar. Ályktan ir þessar fara nú liér á eftir: 3. þing Verkamannasambands íslands, haldið í febrúar 1968, telur að sú öfgugþróun, sem nú á síðustu tímum hefur sett mark sitt á launakjör og lífs- baráttu verkamannastéttarinn- ar og annarra launþega, sé ógn vekjandi fyrir hag alls vinnandi fólksin í landinu og að við henni beri að snúast með öllu því afli, ‘sem sameinuð verkalýðshjeyf- ing getur ráðið yfir. Hætturnar, sem nú steðja að, eða eru þegar staðreyndir orðn ar, eru mjög verulegt og vax- andi atvinnuleysi verkafólks svo að til neyðar horfir, flóðbylgja dýrtíðar í kjölfar stórfelldrar gengisfellingar, stytting vinnu- tíma með beinni skerðingu launatekna og iækkun meðal- tímakaups og loks sú ákvörðun stjórnarvalda að fella úr lögum ákvæði um verðbætur á laun. 3. þing Verkamannasam- bandsins telur það meginverk- efni þess, Alþýðusambands íslands og allra verkalýðs- félaga innan þess, >að bregð ast við þessu ástandi og horf- um af raunsæi, festu við grund vallarstefnu verkalýðshreyfing- arinnar og einbeitingu hennar til tafarlausrar baráttu fyrir réttindum og lífsafkomu allra vinnandi manna. Það áréttar og lýsir fyllsta stuðningi við þá stefnu, sem mörkuð hefur verið á 30. þingi A.S.Í. í atvinnu- og kjaramálum og heitir á alla verkalýðshreyfinguna að samein ast maður við nrann um þá stefnu og bera hana fram til sigurs. Þingið hafnar með öllu þeim áróðri að atvinnuleysi og stór- felld lífskjaraskerðing láglauna fólks verði réttlætt með óhag stæðum verzlunarkjörum og sveiflum í aflabrögðum, bar sem hvorí tveggja er enn hagstæð- ara en oftast áður. Þvert á móti telur þingið að svara beri nokk urri lækkun þjóðartekna með að nýta betur en áður fram- leiðslugetu þjóðarinnar á öll- um sviðum, efla grundvallarat- vinnuvegi hennar með öflun fullkomnari atvinnutækja og með því að tryggja fullkomið atvinnuöryggi, stöðva dýrtíðar- bylgjuna, sem er að rísa og auka kaupgetu alls almennings. Þingið telur að næsta skref- ið í hinni beinu kjarabaráttu sé að tryggja samningsbundin eða lögfestan rétt verkafólks til fullra verðlagsbóta á laun og heitir á öll sambandsfélög sín að vera reiðubúin ásamt Öðrum verkalýðsfélögum til að fram- fylgja (kröfum heildarsamtak- anna í þeim efnum 1. marz n.k. með allsherjarverkfalli verði ekki orðið við kröfum samtak- anna í þessum efnum. Felur þingið stjórn sambands ins að hafa forgöngu alla um fulla þátttöku sambandsfélag- anna í hugsanlegum átökum svo og um samráð og samstarf við önnur stéttíarsamíök sér-1 staklega við miðstjórn Alþýðu- sambands íslands. Að öðru leyti en að framan greinir, vísar þingið til hinna ýtarlegu samþykkta 30. þings A.S.Í. um kjaramál og ítrekar fullan stuðning við þær og þá baráttu, sem fram undan er til að tryggja þeirri stefnu, sem þar er mörkuð framgang. 3. þing Verkamannasambauds íslands, haldið í Reykjavík 3. og 4. febrúar 1968, skorar á Alþingi að gera hið íyrsta eft- irfarEndi breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar: 1. Bótagreiðslur verði hækkað ar, þannig, að þær nemi eigi lægri upphæð á viku fyrir kvæntan mann, en sem nem- ur 80% af vikukaupi verka manns í Reykjavík fyrir dag vinnu og 70% af sama viku- kaupi fyrir einhleypan mann. H'ámark bóta á viku til ein- staklings, ásamt bótum vegna barna, megi vera sama upphæð og vikukaup verka- manns í Reykjavík fyrir dag vinnu. 2. Numið verði úr lögunum það ákvæði, sem skil- yrði fyrir bótagreiðslu, að menn hafi ekki á síðustu sex mánuðum haft tekjur, sem fara fram úr vissu hámarki. Framhald á 11. siðu. VIÐ I MÓT - MÆLUM Útre’iðarfyllirí er skammar lefft fyrirbæri, en því miður of algengt meðal reykvískra hesta manna og sjálfsagt víðar. Þetta fyrirbæri ev að vísn ekki nýtl í sögunni, íslenzki hesturinn er jafngamall byggðinni í landinu og drykkfelld’ir menn hafa jafn an haft tilhneigingu til þess að skvetta í sig, þegar þeir hafa farið á hestbak, eins og við önnur tækifæri. Hins vegar hef ur m’ikil breyting orðið á stöðu hestsins í þjóðfélaginu, áburðar jálkurinn og kerruldárinn eru úr sögunni, og reiðskapur er stundaður sem sport og íþrótt í miklu ríkara mæli en áður þekktist. í kjölfar þessarar breytingar hefur flotið það fyr’irbæri, sem hér er veitzt að og nefnt liefur verið á hæfilega virðulegu máli útreiðarfyllirí. — O — Ég held þess gerist ekki þörf að útskýra sérstaklega við hvað er átt, þegar talað er um út- reiðarfyllirí, drukknlr reið- menn eru því miður alltof al- geng sjón í nágrenni höfuðborg arinnar, aftur á móti kynni þarna að finnast efni í umferð- arþátt í sjónvarpinu. Reiðskap ur og hestamennska hefur löng um ver5ð talinn til hinna göf- ugri íþrótta, en varla verður sagt, að mikið fari fyrir hinum æðri eiginleikum íþróttarinn- ar hjá þe5m hestamönnum, sem naumast hanga Iengur í hnakknum og eiga jafnvægis- leikni reiðskjótans fyrst og fremst að þakka að þeir hafna ekki í hrossataðinu í götunni. — O — Það er þó ekkj vesaldómur eða útlit reiðmannsins sjálfs, sem gagnrýnin beinist að i þessu mótmælaspjaíli, auðvitað verð ur hver og einn að vera ábyrgð armaður sinnar eigin persónu í því tilliti. Hitt er á allra vit- orði og framhjá því verður ekki gengið, að drukknir menn mis- bjóða oft og einatt fararskjót- unum á einn eða annan hátt og sýna þeim ekki þá nærgætni og umhyggju sem vera ber og krefjast verður. í raun og veru ætti það það vera hlutverk dýraverndunarfélaga eða jafn- vel hestamannafélaganna sjálfra að ganga fram fyrir skjöldu og kveða þennan ósóma nlður. En meðan þau láta það ógert, verða aðrir að hreyfa andmæl- um, sjálfar hafa skepnurnar ekki aðstöðu til að koma kvört unum á framfæri, þótt þær gjarn an vildu. 4 7. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐI9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.