Alþýðublaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 6
Brezkir togarar þola ekk segja skipbrotsmenn af Notts County Fréttamaður Alþýðublaðs- ins h'itti skipbrotsmenn af brezka togaranum Notts Coun ty, skömmu eftir að þeir komu til Reykjavíkur frá ísafirði. Skipstjóri og stýrimaður tog_ arans voru ekki í þessum hópi, þar sem þeir Kggja enn á sjúkraliúsi á ísafirði, og er skipstjórinn sérstaklega illa haldinn enn. Sikpbrotsmanna- hópnum, sem kom til Reykja víkur í gærdag, var skipt níð ur á ^tvo gististaði, á City- hótel og Ilafnarbúðir. Á Hafn arbúðum hititi fréttamaður þann hópinn, sem þar gisti í nótt, og rabbaðí hann þar stundarkorn við þá. Þetta voru hraustir piltar, og voru þeir glaðir í hragði, sjóarar í húð og hár. „Við vorum 19 á togaranum Notts County frá Grimsby. Einn okkar lézt í baráttunni við veðurhaminn á sunnudags- kvöldið. Hann var ungur, 21 árs að aldri, kvæntur og átti eitt barn. Sextán okkar eru komnir hihgað til Reykjavík- ur, en tveir af áhöfn togar- ans, skipstjóri og stýrimaður eru enn á sjúkrahúsi á' ísafirði. Hvernig gekk sjálf björgun- in, spurði fréttamaður. Sjálf björgunin gekk afar vel, það gekk auðveldlega að koma okkur í björgunarskipið. Og það er vert að geta þess, að skipstjórinn okkar sýndi sér- staka hugprýði, bæði áður en björgunin hófst og ekki síður á meðan hún stóð yfir. — En þvílíkt óveður höfum við aldrei lifað, hvorki fyrr né síðar, sagði einn úr hópnum. Eruð þið allir frá Grimsby. Já, svöruðu þeir. Þeir sögðust allir hafa stundað veiðar meira og mínna við íslands strend- ur. Var þetta fyrsta ferð ykkar flestra með togaranum Notts County? Já, flestir okkar höfðu ekki vérið á togaranum áður. | — Af hverju tókuð þið ekki lík félaga ykkar, sem látizt hafði, áður en ykkur var bjarg- að, með ykkur í land? — Það var vilji skiptjórans og raun- ar það eina, sem hægt var að gera. Það átti hver nóg með að hugsa um sjálfan sig. — Reyndar var farið aftur út í togarann. Þá hafði félagi okk- ar verið látinn í 14 klukku- stundir. Ekki var aðstaða til að koma líkinu í land. Varð- skipið flutti okkur síðan til ísafjarðar. Við vorum svo das- aðir þegar þangað kom, að raunverulega fannst okkur við enn vera um borð í togaran- um að berjast við veðurham- inn. — Voruð þið ekki hrædd- ir, á meðan þið vissuð ekki, hvort þið ættuð lífs von? Jú, vitanlega fundum við til ótta. Vissuð þið, hversu langt var í land frá slysstaðnum? — Við höfðum hugmynd um það, þar sem við höfðum séð til lands, áður en dimmdi fyllilega. — Hvenær sáuð þið fyrst til varðskipsins, sem bjaigaði ykkur? Við urðum þess aldrei varir, ekki fyrr en skipsbátur þess rann upp að hlið okkar. — Þið sögðust hafa marg- oft verið á íslandsmiðum áður. En hafið þið nokkurn tíma lent í öðrum eins erfiðleikum við strendur íslands áður'5 — Allir höfum við verið á þessum slóðum áður, en í þetta sinn var veðurhamurinn ægilegri og verri en við höfum nokkurn tíma átt að venjast. En við vorum heppnir, það má með sanni segja, að gæfan hafi verið okkur hliðholl. Þrír brezkir togarar hafa nú farizt liér við landið á sama heima fyrir því, að eiginmenn þeirra fari ekki á miðin. Þær hafa rétt fyrir sér að miruista kosti að því leyti, að það er enginn barnaleikur að vera til sjós hér í Norðurhöfum. Til að nefna, þá erum við afskap- lega illa staddir, þegar ís tek- ur að hlaða á togarana. Þegar við yfirgáfum Notts County, var hann ekki skipi líkur neld- ur voðalegum ísjaka. Barátta okkar við veðrið var upp á líf og dauða. Vindurinn var svo mikill, að við áttum á hættu að þann feykti okkur útbyrðis. Við vissum nánast ekki, hvað sneri fram eða aft- ur á skipinu í veðurofsanum. Kuldinn var líka gífurlegur og gerði okkur erfitt fyrir um allar hreyfingar. Nokkra okk- ar kól illa, sérstaklega á hönd- um. Skipstjórinn er mjög illa kalinn og alvarlega veikur á sjúkrahúsinu á ísafirði. Ifann barðist af karlmennsku, enda reyndur og góður skipstjóri. Stýrimaðurinn meiddist. illa á ökkla og átti af þeim sökum erfitt um gang. — Hvenær búizt þið við að koma til Bretlands aftur. — Við leggjum af stað í fyrramálið klukkan níu og Útför Þórarins Björnssonar skólameistara var gerð frá Ak- ureyrarkirkju í gær. Séra Pétur Sigurgeirsson jarðsöng. Jakob Tryggvason lék á orgel í upphafi athafnarinnar, en síðan söng skólakór M.A. Kirkjukór Akur- eyrar söng undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Nemendur úr 6. bekk M.A. stóðu heiðursvörð í kirkjunni undir fána skólans — Guðrún Tómasdóttir söng ein- söng. Úr kirkju báru kistu hins Iátna settur skólameistari, Steindór Steinciórsson og yfirkennarar. í kirkjugarð báru nemendur úr 6. belck og stóðu þeir einnig heið- ursvörð með fána skólans við gröfina. Akureyrarkirkja var þéttsetin og meðal viðstaddra við útförina var menntamálaráð- herra dr. Gylfi Þ. Gíslason, fjár- málaráðherra, Magnús -Jónsson og rektorar menntaskólanna í Reykjavík. iNokkrir af yngstu skipsbrotsmönnunum af Notts County, 7. febrúar 1368 — ALÞÝÐUBLADIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.