Alþýðublaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 9
Hljóðvarp og sjónvarp n SJÓNVARP Miðvikudagur 7. febrúar 19G8. 18.00 Lína og ljóti hvutti. 2. þáttur. Framhaldskvikmynd fyrir hörn. íslenzkur texti: Ingibjörg Jóns. dóttir. (Nordvision _ Ðanska sjónvarpið). 18.25 Denni dæmalausi. Aðalhlutverkið leikur Jay North. íslenzkur texti. Ellert Sigurbjörnsson. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.30 Steinaldarmennirnir. Teikni mynd um Fred Flinstone og granna lians. íslenzkur texti: Vilborg Sigurðardóttir. 20.55 Með förumannsins staf. Mynd um ævi danska skáldsins og rithöf undarins Jóhannesar Jörgcnsens, sem kunnastur er fyrir rit sín um heilagan Franz af Assisi og heilaga Birgittu af Svíaríki,, gerð þegar öld var liðin frá fæð ingu slcáldsins. íslenzkur texti: Óskar Ingimarsson. 21.40 Jazz. Kandaríski saxófónleikar inn Clifford Jordan leikur ásamt Gunnari Ormslev, Rúnari Georgs syni, Pétri Östlund, Þórarni Ólafs syni og Sigurbirni Ingólfssyni. Kynnir er Ólafur Stephensen. 22.10 Sex barna móðir. (She didn’t say no) Brezk kvikmynd frá árinu 1957. Aðalhlutyerk leika Eileen Herlie, Ann Dickins, Niall Mc Ginnis og Raymond Manthoroe. íslenzkur texti: Óskar Ingimars son. Myndin var áður sýnd 3. febrúar 1968. HUÓÐVARP Miðvikudagur 7. febrúar 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir. Tónleikar. 7.30 Fréttir. Tónleikar. 7.55 Bæn. 8.00 Morgunleikfimi. Tónleikar. 8.30 Fréttir og veðurfregnir. Tónleik. ar. 8.55 Fréttir og útdráttur úr íorustugreinuin dagblaðanna. 9.10 v^ðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Tilkynningar. Tónleíkar. 9.50 Þing fréttir. 10.10 Fréttir. Tónleikar. 11.00 *yjómplötusafnið (endurtek. inn þáttur). 12.00 Hádegisúvarp Dagskráin. Tónleikar. 12.15 Til. kynningar. 12.25 Fréttir og veður. fregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum „Brauðið og ástin“ eftir Gísla J. Ástþórsson, höfundur les (5). 15.00 Miðdegisútvarp Fréttir. Tilkynningar. Létt lög: The Pussycats, Carlos Ramirez kórinn og Connie Francis syngja, Milo Pavlovic og hljómsveit Hel. muts Zacharias leika. 16.00 Veðurfregnir. Síðdegistónleikar Erlingur Vigfússon leikur á píanó lög eftir Stefán Guðmundsson og Pál ísólfsson. Júlíus Katchen leikur á píanó ungverska dansa eftir Brahms. Rudolf Schock syngur þýzk þjóðlög. Hljómsveit Borgaróperunnar í Berlín leikur Menúett eftir Bocc. herini og Rósamundu.tónlist eftir Schubert. 16.40 Framburðarkennsla í esperanto og þýzku 17.00 Fréttir. Endurtekið tóniistarefni Þorkell Sigurbjörnsson ræðir við tónskáld mánaðarins, Jón Leifs, og Sinfóníuhljómsveit íslands leikur íslandsforleik, op. 9 eftir tónskáld ið; William Strickland stj. (Áður útv. 2. þ.m.) 17.40 Litli barnatíminn Anna Snorradóttir stjórnar þætti fyrir yngstu hlustendurna. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.20 Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál Tryggvi Gíslason cand. mag. flyt. ur þáttinn. 19.35 Tækni og vísindi Dr. Vilhjálmur G. Skúlason flytut fyrsta erindi sitt um nautnalyf. 19.55 Kammertónlist a. Partíta nr. 1 í F.dúr eftir Ditt ersdorf. Blásarakvintett Suð.vest. urþýzka útvarpsins leikur. b. Kvintett í Es.dúr (K452) fyrir píanó, óbó, klarinettu, horn og fagott eftir Mozart. Friedrich Gulda og félagar úr Fílharmoniusveit Vínarborgar leika. 20.35 Heyrt og séð Stefán Jónsson á ferð með hljóð. nemann. 21.35 Tónlist eftir tónskáld mánaöarins, Jón Leifs Fyrsti þáttur Sögusinfóníunnar, „Skarphéðinn“ Leikhúshljómsveitin í Iielsinkí leikur; Jussi Jalas stj. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Kvöldsagan: „Maður í hulstri“, smásaga eftir Tsjekov Geir Kristjánsson þýddi. Hildur Kalman les. 22.40 Djassþáttur Ólafur Stephcnsen kynnir. 23.10 Frönsk tónlist. „Istar“, sinfónisk tilbrigði op. 42 eftir d’Indy. Sinfóniuhljómsveitin í San Francisco leikur; Pierre Monteux stjórnar. 23.25 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. HARÐVIÐAR ÚTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKGLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi Sími 4 01 75 BÍLAKAUP 15812 — 23900 fiöfum kaupendur að flest- um tegundum og árgérðum af nýlegum bifreiðum. Vinsamlegast látið skrá bif- reiðina sem fyrst. BBLAKAUP S í M A R: 15812 — 23900 Skúlagötu 55 við Rauðará. ■ ■ J. c ; / ■ EFNl SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR ÖSKUBUSKA 9 — Fjandinn sjálfur, sagði Ke vin, þegar þau gengu að lyft- unni. — Ég var að vona að við gætum fengið að vera í friði hér, en hann veit greinilega, hver við erum. Eftir smá stund vifa allir í Danborough að við erum gift. — Heldurðu, að fjölskyldan þín frétti þetta? — Sama er mér. Þau komu inn í herbergið og Kevin faðm- aði hana að sér. — Við crum gift, elskan mín. Skömmu seinna sleit Rhona sig lausa. — Það gæti einhver komið inn. — Ef einhver kemur hendum við honum út. Hann greip aftur til hennar; hún forðaðist hann og sótti töskuna sína. Hún opn aði hana og sagði alvarleg á svipinn; Ég vil að þú takir við þessu, Kevin. Þetta er sparifé mitt, en við gætum þurft á því að halda í London. Hann þagði smá stund og hún óttaðist að hún hefði sært stolt hans. En svo opnaði hann lófann og tók um seðlana og brosti blíð lega til hennar. — Þetta var fall ega gert og ég æt]a ekki að særa þig með því að neita að taka við gjöfinni. Ég ætla ekki held ur að segja að við getum c-kki notað þetta. En einhvern tímann, Rhona, skaltu fá þefta tífalt end urgreitt ég hef ýmsar áætlanir um framtíðina og ég vona að eitthvað heppnist. Hann þagnaði, því það var barið að dyrum. - Það var hótelþjónn, sem opn aði dyrnar. — Afsakið, en hr, Steven Mannering vill fá að tala við yður. Rhona greip andann á lofti og Kevin bölvaði lágt. — Frétt.irnar hafa svei mér spurzt fljótt út. Við skulum biðja hann um að koma hingað upp. — Nei, livíslaði hún. — Ég treysti mér ekki til að tala við hann núna. Hann klappaði á hönd hennar og sagðj við þjóninn. — Segið honum að bíða mín í anddyrinu. Ég er að koma. Þegar dyrnar höfðu lokazt að baki hans, tók liann hana í faðm sér og sagði. Vertu ekki hrædd við Steven, elskan mín. Hann getur ekkert gert okkur. Hún reyndi að brosa. — Ég veit það. Ég ætla að greiða mér og svo kem ég niður. -- Þetta var góða stúlkan mín. Hann leit við í gættinni, sendi henni fingurkoss. — Mundu nú, að enginn — ekki einu sinni Steven — getur aðskilið okkur framar. Hún greiddi sér eftir að hann var farinn og reyndi að venjast örum hjartslættinum. Það var ,rétt, sem Kevin sagði. Steven gat aðeins ávítað þau og enginn dó af því. Hvers vegna var hún svona hrædd við að hitta hann? Hún gekk stolt yfir að lyft- unni, en þegar lyftan opnaðist kom dyravörðurinn út með síóra tösku. — Þetta er taskan mín sagði hún. — Hvert ætlið þér með hana? — Mér var sagt að bera hana upp á herbergi 73. Hún var skil- in eftir í anddyrinu. Hann leit á hana. — Hvar á ég að láta tösk una? — Setjið hana inn á herbergi okkar, þó að hún eigi að vera í bíl mannsins míns, svaraði hún hálf óviss. — Þó veit ég ckki, hvað maðurinn - minn segir við þessu. En þegar hún ók niður með lyftunni gat hún ekki um annað hugsað, en það að sjá Steven aft ur og þurfa að standa augliti til auglitis við hann. Hnén titruðu, þegar hún gekk yfir anddyrið. Anddyrið var risastórt og það leið smá'stund þangað til að að hún sá Steven, sem sat þar og var að kveikja sér í sígarcttu. Kevin sást hvergi. Hún gekk til hans. Steven sá hana og reis á fætur. —Jæja, þá tilheyrir þú fjölskýldunni, Rhona. Henni fannst rödd lians hæðnisleg. Hún horfði þrjózkulega á hann. — Mér fannst slæmt. að þetta fór svona, en. . . — Mér finnst það líka slæmt. Ekki vegna þess, hvernig það var gert eða hvernig það fór heldur að þú skyldir gera það. Ég óttast, að þig eigi eftir að iðra þessa sáran. Hún rétti úr sér. — Þú átt víst við, að aðrir meðlimir fjöl- skyldunnar munu gera mér lífið erfitt. Ég býst við því, en Kevin stendur með mér. Steven brosti krampakenndu brosi. — Hvar er Kevin þá núna. Hún leit undrandi á hann. — Ég ætlaði einmitt að fara að spyrja þig að því. Hann fór nið ur til þín fyrir tuttugu mínút- um. Steven kinkaði kolli. — Ég talaði við hann í fimm mínútur. Þá fór hann upp til að sækja þig og ég hef beðið hér síðan. — Hann kom ekki upp........ hún þagnaði. Nú fór hún affur að hugleiða þetta undarlega at- vik með töskuna. — Fyrirgcfðu augnablik, sagði hún og reis á fætur. Það var farið að rökkva og bill Kevins var horfinn. Rhona gekk til baka eins og í martröð. Þegar hún gekk fram hjá ármanninum var kallað til hennar. — Frú Mannering. Dyra vörðurinn var að afhenda mér þetta bréf til yðar. Ég ætlaði einmitt að fara að senda það upp. Hún tók við bréfinu áköf. Kev in hafði sjálfsagt farið að setja benzín á bílinn eða eitthvað á- lika fyrir morgundaginn og ferð þeirra til London. Orðin dönsuðu fyrir augum hennar og hún átti í fyrstu erf- itt með að lesa þau. Kevin skrifaði. „Fyrirgefðu, að ég særi þig. En þetta hefur allt verið - mis- skilningur frá upphafi til enda. Ég er að fara. Reyndu að gleyma mér og fyrirgefa mér. Kevin“. 6. kafli. Hún stóð enn fram við dyr, þegar Steven Mannering kom til hennar. — Fannstu Kevin? spurði hann. Hún leit á dökkt, svipbrigða laust andlit hans. Hvað hafði hann sagt við Kevin, sem kom honum til að gera henni þetta? — Fannstu hann? spurði Stev en aftur. — Nei, enda veiztu það vel. Hvernig gaztu gert mér þetta? Hann hrukkaði ennið og ætl aði að fara að mótmæla, þegar hann sá blaðið í höndum henn- ar. Hann tók það af henni og svipur hans breyttist ekki, þegar hann hafði lesið skilaboðin. — Hvað gerðir þú, Steven? Rqdd hennar var há' og skræk. — Hann færi aldrei án þess að hafa ástæðu til þess að flýja mig. Hvaða tök hefur þú á hon- um? Hann svaraði engu, en tók um handlegg_ hennar og sagði ró- lega. — Við skulum koma upp til þín og tala saman þar. — Já, ekki má ég valda opin- beru hneyksli. Ég er Mannering. eftir Christina Laffeaty 7. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.