Alþýðublaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 3
I Togaraslysin vekja óhug í Bretlandi: I Mikill óhugur hefur gerf vart við sig í Bretlandi vegna sjóslysa/ undan- Earna daga. Hefur brezka ríkisstjórhin fyrirskipað rannsókn vegna slysanna. Sjö þósund manns í Hull hefur skrifað undir lista, þar sem krafizt er meira öryggis sjómanna- . 300 eiginkonur og mæður brezku sjómannanna, sem farizt hafa hér við ísland að undanförnu komu saman til fundar í Hull í fyrradag. Deildu þær ákaft á út- gerðarmenn í borginni, en þær töldu þá e.kki bera næga virð- ingu fyrir mannslífum. Töidu konurnar öryggi brezkra togara- sjómanna stórlega ábótavant og kröfðust úrbóta. Konurnar fóru fram á, að útgerðarmenn itæðu fyrir máli sínu og hótuðu hús- broti á skrifstofum þeirra, vrðu þær ekkj virtar viðlits. Einnig kröfðust þær fundarhalda með forsætisráðherra landsins. Maður nokkur, sem misst hafði son sinn taldi réttast að taka útgerðar- mennina af lífi án dóms og ]aga. Ýmsar aðrar athugasemdir hnigu í svipaða átt: „Við erum að hugsa um menn- ina okkar, meðan útgerðarmenn- irnir láta fara vel um sig í hægindastólunum sínum og láta þá sig engu varða......” „Togarasjómennirnir eru orðn- ir útslitnir menn um fertugt. 17 ára gamall unglingur sýndi blaðamönnum það, sem hann hafði hlotið til minja um vei-u Framhald 10. síðu. Sjómannskonur í Hull ganga fylktu liði niður að höfninni l'il að mot mæla slæmu öryggi um borð í togurunum. Gaf Öryrkjabandalaginu 5 milljónir Kristján Júlíusson, sem verið hefur öryrki frá árinu 1956 hcfur gefið húsnæðismálasjóði öryrlcja- bandalaganna samtals 5 millj. kr. Kristján er fæddur 1906 í Húsa- vík. Hann hefur stundað ýmsá almenna vinnu. 1944 kom hann til Reykjavíkur vegna berkla. Kristj- án hefur undanfarið stundað við- hald á íbúðarhúsum og lagt mikla rækt við að spara fé sitt, sem hann hefur ávaxtað með því að kaupa skuldabréf og íbúðir. 1967 hafði hann gefið húsnæðismálasjóði ör- yrkjabandalaganna 7 alls 1.8 millj. kr. í skuldabréfum og í- búðaeignum. — Nú nýverið hefur hann svo gefið húsnæðismálasjóði öryrkjabandalaganna fjórar íbúð- ir að upphæð 3,2 millj. kr. Fjár- framlög öryrkjabandalaganna við Hátún, sem ráðgert er að ljúki á þessu ári. Oudur Ólafsson form. sjálfseignarsjóðs öryrkjabandalag- anna tjáði blaðamönnum að ekki hefði verið unnt að hefja fram- kvæmdir fyrir ári síðan, ef ekki hefðu komið til fjárframlög Júl- Forsætisráðherra og félags málaráðherra o.fl. gestir heim sóttu Breiðholtshverfi síðari hluta dags í gær. Mun þeim hafa verið kynntar fram- kvæmdir þar efra, skipulag og gangur framkvæmdanna. Ljós myndari blaðsins tók þessar myndir, þegar kynningin fór fram. februar 1968 —1ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.