Alþýðublaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 12
SEX TILBRIGÐI Eitt er félag ungra manna frajnsækið í bænum hér, Með'al hala og svanna blómleg starfsemin er og sígrænt barrið ber. Félagar á fundi streyma fjölgar örar en menn mun dreyma. En einc má eng'inn gleyma, að gleðina er verra að geyma. Margt er það í bænum, sem broslegt er, um það og annað við ræðum hér. Sumir spila á sína strengi, aðrir tala um tölur og mengi. Sittlivað er hér að fræðast um, fleira en flesta grunar um. Skvaldur og skemmtikvöld, skopmyndir og bæjaryfirvöld, skemmta fólkS á tækniöld. Margt er það er menn vanrækja en, málfundi ættu allir að sækja. Læra að tala, já satt að segja, en ekki í pontu, standa og þegja. FRAMSÝN. — Já. ég held svo sannar- lega að tímj sé kominn til að kenna blaðamennsku. allavega ef dæma má af allri þeirri endaleysu, sem sumir þeirra hafa þótzt hafa eftir mér hérna á bakinu. SIGLINGAR SIGLINGAR eru vinsæl en vandasömj íþrótt, krefst mjkiH- ar færni og mikillar luvgprýði oft og tíðum. — Margir stunda siglingar á vötnmn Evrópu, en aðrir á sæmmi. Og sumir eni svo hugfangnir af íþrcít sinni að japlivel; þiegar vötnin cj-u K'gð ( iðka þeir hana, ekki þá á venju- legum skútum eins og gefur að' skilja, heldur á seglasleðum. en það er kannski eftjr allt sam- an allt önnur íþrctt. Þessi mynd hér sýnir seglsleða á vatni í Þýzkalandj í fögru umhverfi. Það er margt undarlegt í henni versu. Og þó er það kannski undarlegast af öllu, hvað mönnum þykir tíðindum sæta, og sýnir það kannski betur en flest annað, hvernig hún versa er orðin innréttuð. Orðin, segi ég, en kannski hefur hún alltaf verið svona; maður heldur bara að hún hafi einhvern tímann verið betri og þetta sama hafa menn haldið á öllum öldum, en auðvitað er engin vissa fyrir því, að þessi trú á horfna gull- öld sé rétt. Þvert á móti hníga öll rök í þá stefnu, að þessi trú á horfna gullaldartrú sé óraunhæf og sprottin upp úr því, að menn eiga erfitt með að sætta sig við að heimurinn hafi alltaf verið gallaður, en það er léttara að lifa í gölluðum heimi, ef menn trúa því að hann hafi verið betri í fyrndinni, vegna þess að þá er einhver von að hann geti orðið betri síð- ar meir. En þetta er útúrdúr frá efninu. Ég sagði í byrjun að" það gæti verið fróðlegt að athuga, hvað mönnum þætti tíðindum sæta hér í heimi. Því var t. d. nýlega slegið upp sem stórírétt í blöðum, að togari hefði verið gerður út taplaust, og auð- vitað eru það bæði mikil tíðindi og merk. Hvort það eru svo líka góð tíðindi, skal ósagt látið, vegna þess að í fljótu bragði virðast þau hrinda þeirri trúarsetningu, að togaraútgerð geti ekki með nokkru móti borið sig lengur, og það eru aldrei góð tíðindi, sem hrekja grónar trúarsetningar. Enda gæti slíkt auðveldlega leitt til þess, að skapa nýjar trúarsetningar engu betri þeim fyrri, í þessu tilviki t.d. gætu menn nú freistazt til þess að trúa því, að grundvöllur sé til þesB að reka hvaða ryðkláf sem er með hagnaði. Og verður þá vand- séð hvort síðari villan sé betri hinni fyrri. En hitt er þá ekki síður athugunarefni, að kannski það merkilegasta við allt heila mólið, nefnilega sú staðreynd að það er farið að teljast til stórmerkja, ef fyrirtæki sem stunda fiskveiðar og fiskvinnslu bera sig, og nægir í því sambandi raunar að þau tapi upphæð sem ekki sé stjarnfræðileg, það er svo óvenjulegt að það liggur við að jþað megi telja það gróða. Nú er það staðreynd að öll lifum við í þessu landi á sjávar- útvegi, líka þeir sem tapa á honum, og það er meira að segja spurning hvort að við lifum ekki þó bezt, þegar tapið er sem mest. En allavega er margt undarlegt í þessu sambandi, og vafasamt að sumt af því verði skilið venjulegri jarðneskri skiiningu. Og þetta er engan veginn eina dæmið um það, hve undarlegt sumt getur verið. Það þætti til dæmis allmiklum tíðindum sæta, ef allt í einu kæmist friður á í heiminum. Þó ber öll, um saman um það, að þeir kjósa ekkert fremur en frið. Og þeir eru reiðubúnir til þess að gera allt til þess að koma á friði — allt nema að halda friðinn. JÁRNGRÍMUR. TleiHllL:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.