Alþýðublaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 1
Sunnudagur 11. febrúar 1988 — 49. árg. 34. tbl. — Verð kr. 7 Óeinkennisklæddir lögregluþjónar lentu í miklum erfiðleikum í fyrrinótt, er þeir reyndu að hafa hend- ur í hári leigubílstjóra, sem þeir grunuðu um óleyfi- lega áfengissölu. Grunur þeirra beindist að leigubif- reið, sem ók niður Bankastræti og stöðvaði hún á rauðu ljósi á horni Bankastrætis og Lækjargötu. Þar ætluðu lögreglumennirnir að ná tali af bifreiðarstjór anum. Að líkindum hefur hifreiðastjórinn borið kennslu á lögregluþjónana, þó að þeir væru óein- kennisklæddir. Áður en lögregluþjónunum tókst að n'á tali af bílstjóranum, 'hafði hann læst öllum dyrum bif reiðar sinnar og neitaði að leyfa laganna vörðum að komast inn í bifreiðina. Þegar lögregluþjónarnir sjá fram á, að þeýr muni ekki komast inn í bifreiðina til að tala við bíl stjórann, fór annar þeirra fram fyrir bifreiðina til að koma í veg fýrir, að henni yrði ekið af stað. En það kom fyrir ekki, því að bifreiðarstjórinn ók af stað og hrakti lögregluþjóninn á undan Framhald á bls. 14 þessu málum í ameríska þinginu er mikill. Er gömul hefff á harffrí neytendabarátta í Bandaríkjunum og hefur kjötiffnaðurinn sérstaklega orffiff fyrir hörðum árásum fyrr og nú. Röðin virðist vera komin að fiskinum. Þess má minnast, að Bandaríkin sendu fyrir nokkrum árum eftir- litsmann með kjötframleiðslu hingaff til lands. Dómur þeirra um ís- lenzk sláturhús var á þá lund, að Bandaríkjamenn hafa ekki keypt svo mikið sem eitt pund af íslenzku kjöti síðan. Það var harðhannað. Hvernig færu frystihúsin okkar út úr slíkri rannsókn? í Breiöholti Á hádegisfund; Alþýðuflokks ’ félags Reykjavíkur í gær ræddi Jón Þorsteinsson alþingismaður um byggingarframkvæmdir í Bi-ef nfl tsjhverfj. Vegna þess hvc snemma blaðið fer í prcnt un á laugardögum reynist ekki unnt að ^cýra frá ræðu hans núna, en það verður g'ert eftir helgina. NEYTENDAHREYFINGIN í Bandaríkjunum hefur snúið sér að fiskionaffk landsms og gagnrýnt hann harðlega. Vekur þetta forvitni um, hvort bandarísk yfirvöld kunni, samkvæmt kröfum neytenda, einn ig að athuga betur en hingað til hreinlæti og heiibrigðishætti í fisk vinnslustöðum annarra landa, sem selja fisk á bandarískum markaði. Það er hinn kunni Ralph Nader. sem nú ber mest á í röðum bandarískra neyt- enda. Kann varð heimsfrægur fyrir árásír sínar á amerískar bifreiðaverksmiðjur. Hélt hann þvi fram, að bíiarnir væru langt frá því að vera eins öruggir og þeir geta ver- ið, en framieiðendur létu öryggið sitja á hakanum. Hafa þessar árásir haft mikil áhrif og dregið dilk á eftir sér. Naner skrifaffi nýlega grein um fisk og fiskmeti á amerískum markaði. Greinin birtist í „New Republic” og hefur verið frá henni sagt í fréttatímaritum. Alþýðublaðið hefur þýtt gréinina og birtir hana á 5. síðu í dag. Hún er eingöngu um ameríska fiskframleið- endur, því Bandaríkin eru þýðingarmesti fiskmarkaður okkar. Neytendahreyfingin er í örum vexti í Bandaríkjunum. Hefur John- son forseti viðurkennt þetta með því að skipa sérstakan fulltrúa í neytendamálum Betty Furness og gera ýmsar ráðstafanir. Áhugi á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.