Alþýðublaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 5
1 ÞEGAR kjötiðnaðurinn lenti í hinum miklu ógöngum, sem urðu tilefni laganna um kjöteftir lit nú í þessum mánuði, tóku margir neytenda að halla sér meira að fiskáti. Ástæðan til þessara umskipta var fremur vantrú á kjöti en sérstök löng. un í fisk. Síðustu tvo áratugi hefur fisksala ekki aukizt, en hins vegar verið stöðugur vöxt ur í sölu stórgripa- og fugla- kjöts. Einstaklingsneyzla fisks • og fiskafurða er árlega um 11 pund hér á landi - hin sama og var fyrir tuttugu árum -til sam- anburðar má geta þess, að eim staklingsneyzla kjöts og kjöt- afurða í Bandarikjunum er að meðaltali 175 pund á ári). Hvað veidur svo þessari and- úð á fiski? Vissulega er meirj- hluti allrar sjávarfæðu mildu ódýrari en sambærilegir kjöt- réttir. Og bragð óg útlit full- nægir tíðum vandlátasta smekk. En ef til vill er svarsins að leita í ársyfirliti Neytendasam- takanna fyrir árið 1963, þar sem segir meðal annars: „Samkvæmt gæðamati Neytendasamtakannn á frosnum fiskafurðum nokkur síðustu ár eru gæði yfirl. á lág marki”. Neytendasamtökin hafa gert sér að venju að gæðareyna fisk afurðir. Hér er hluti af niður- stöðum athugananna: 98 sýnis- horn af 120 sýnishornum fros- innar rækju reyndust hafa að geyma skaðlega gerla; 55 sýnis horn af 120 sýnishornum af þorski, ýsu og skyldum tegund- um sýndu gæði, er ekki full- nægðu lámarkskröfum (1963); 85 prósent 646 dósa af niður soðnum laxi sýndu, að innihald ið var að því komið að mygla eða upplitast (1966): 17 sýnis horn af 18 frosnum laxa-steik- um voru svo bragðvondar, að engin eldunaraðferð hefði nægt til að dylja óbragðið. - Opinber- ir aðilar hafa gert svipaðar kann anir með hliðstæðum árangri. Astæðurnar til þessara rýru gæða má rekja allt frá fiskibát unum til markaðanna. Mörg skip eru gömul og stórlega ábótavant frá þrifnaðarsjónarmiði. En jafn vel meðal nýrri skipa fiskiskipa flotans hér við land gengur erfið lega að brúa hið langa tíma- bil milli þess, er fiskurinn er veiddur og unninn. Dauður fisk ur hýrist oft fimm til fjórtán daga undir ísfargi lestanna. Hinn sterki rotnunarþefur, er gjaman rikir á skipum á þarna upptök sín. Ófullnægjandi stjórn á hitastiginu er hér eitt vanda- málanna. Minnsti hiti hefur að sjálfsögðu hin skaðlegustu á- hrif á hinn viðkvæma farm. Handvömm við framleiðsluna, eins og til dæmis linleg lokun niðursuðudósa undir Alaska-lax sem fræg er orðin frá síðasta ári, er nokkuð, sem getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar. Matvælaeftirlitið athugaði meira en tvær milljónir slíkra dósa til þess að girða fyrir óhöpp. Eftirfarandi lýsing er úr fór um Matvælaeftirlitsins: „ Við verkunina var fiskurinn hengdur á trékróka. Voru þeir ataðir leifum frá síðustu fisk- verkun. Á borðunum voru fisk- úrgangar frá síðustu aðgerð og hafði engin tilraun verið gerð til þess að þvo eða sótthreinsa borðið milli aðgerða. Þarna var safnað saman því, sem úr gekk þegar fiskinum var rennt um borðið. Engin tilraun hafði held ur verið gerð til að hreinsa ryðgað vírnet, sem notað var til að taka fiskinn úr ílátum þeim, sem hann var þíddur og þveginn í. Á net þessi hafði hrúgazt rot inn fiskur og innyfli. . . Ryðguð og ilia farin liandskófla úr málmi var notuð til að moka saltinu með. Við urðum vitni að því, að einn starfsmannanna laut niður og hirti upp úr gólf inu dræsu, sem hann tilreiddi síðan saltið á... Eftir reykingu var fiskurinn látinn standa í stofuhita á að gizka fjóra -og hálfa klukkustund, áður en honum var stungið í frysti”. Fiskiðnaðurinn má illa við slík um yfirsjónum. Fyrrnefnt dæmi var tekið upp úr ávarpi, er W. B. Rankin, fulltrúi í Matvæla- eftirlitinú, hugðist flytja einu sinni á síðasta ári við ákveðið tækifæri, en komið var í veg fyrir, þar sem gestgjafarnir höfðu komizt á snoður um, að hann kynni að veitast að at. vinnuvegi þeirrá með lítils hátt ar ásökunum. Forsvarsmönnum fiskiðnaðar- RALPH NADER, höfundur þessarar. greinar, er löngu kunnur fyrir afskipti sín af neytenda málefnum Bandaríkjamanna. Hann varð fræg ur á svipstundu fyrir nokkrum árum, er hann réðst gegn bílaiðnaðinum bandaríska, en sú herför hans bar þann árangur að nú gæta bandarískir bílframleiðendur miklu meira öryggis í framleiðslu sinni en áður var. Síð- an hefur Nader látið ýmis neytendamál til sín taka, staðið fyrir endurbótum í meðferð kjöt metis m.a., og nú síðast hefur hann ritað harðorða grein í New Republic þar sem hann bendir á hve mikið skorti á að hreinlætiskröf um sé fullnægt í bandaríska fiskiðnaðinum. Það er sú grein Naders, sem birtist hér á síð unni. ins hefur ekki tekizt eins vel að láta þá sjúkdóma og þær al- varlegu afleiðingar, sem af skemmdum fiski hafa hlotizt, liggja í þagnargildi. Ýmsir slík ir sjúkdómar hafa orðið mönn- um að fjörtóni, valdið þeim veik indum og síðast en ekki sízt orð ið til þess að draga stórlega úr sölu fiskjar og fiskafurða. 1963 dóu til dæmis níu manns úr eitrun í niðursoðnum tún- fiski. Mjög dró úr sölu túnfiskj ar næstu mánuði á eftir. 1966 urðu um 400 veikindatilfelli í New York City, sem áttu rætur að rekja til eitraðs lax, er kom frá illa umgsngnum reykinga- stöðvuin. Það hefur oft reyr-1 æðí mikl um erfiðleikum bundið a'ö rekja þræðina frá fæðunni til sjúk- dómanna. Sem dæmi má nefna lifrarsjúkdóma, sem vaxið hafa stórlega. í því sambandi má benda á sorp og saur, sem gjarn an sezt á eða við skelfisktekund ir ýmsar. Sumrar þessarar fæðu neyta svo margir menn samtím- is, þannig að þræðirnir liggja víða. Litlum mannafla er síðan við erfiðar aðstæður, ætlað að upplýsa málið - nema auðvitað þegar meiri háttar tilvikum er fyrir að fara. Aðgerðirnar taka markast því gjarnan við það eitt að viðhafa varúðarráðstaf anir, unz alvarleg sjúkdómstil- felli veita tilefni til vísinda- legra vinnubragða. LÖGGJÖF í þessum efnum er sem sakir standa bæði óhæf og illa framfylgt. Um er að ræða þrenns konar eftirlit. Matvæla- eftirlitið hefur á sinni könnu um sjón með innanlandsframleiðslu fiskafurða og fiskverzlun milli hinna ýmsu ríkja Bandaríkj- anna. Eftirlitinu er þannig hátt að, að ekki er unnt að skoða hverja hinna tvöþúsund og tvö hundruð fiskvinnslustöðva þeirra að meðaltali nema einu sinni á rúmu ári. Til samanburðar má geta þess, að kjötvinnslustöðv- arnar eru skoðaðar mun oftar. Þá er eftirlitið með innfluttum fiskafurðum, nam alls 1,4 billjón um punda eða 54 prósentum alir ar neyzlu Bandaríkjamanna síð- astliðið ár, í molum. Matvæla- eftirlitið framkvæmir ekki, nema í undantekningartilvikum, athug un á innfluttum vörum. Og er lendir verksmiðjutogarar og fiskvinnslustöðvar - en 116 ríki flytja út fiskafurðir til Bandaríkj anna - eru algjörlega eftirlits laus af okkar hálfu. Annað eftirlitskerfi er sjálf- boðastarf á vegum Sölusamb- ands fiskframleiðenda, sem hef ur það að aðalmarkmiði að örva sölu fiskafurða. Fyrirtæki, sem gerast aðilar að þessu ólög boðna eftirliti, greiða eftirlits mönnunum sjálf. Aðeins 40 fram leiðslufyrirtæki hafa gerzt þátt *takendur í þessu. Samtökin hafa ekki heimild til áfellis- dóma, svo að framleiðsluvörur, sem ekki ná viðurkenningu þ<»irra, hafa óhindraðan aðgang að markaðnum. Loks er þess að geta, að hin almennu lög um matvælaeftirlit ná til ríkjanna allra. Aðeins rík in Maine og Kalifornía hafa set.t sér sérstaka reglugerð um fisk eftirlit, sem einkum er beint að niðursuðuverksmiðjunum. Nokk- ur ríki hafa samstarf við Heil- brigðismálaþjónustu Bandaríki- anna um eftirlit með vatni. Og enn ber að sama brunni með það, að allt eftirlit með fisk- vinnslu er mun slælegra en með kjötvinnslu. Ófremdarástandið í heilbrigðis málum í sambandi við fiskiðnað inn komst til tals hjá viðskipta.. nefnd Öldungadeildarinnar í júlímánuði síðastliðnum. Full- trúar Matvælaeftirlitsins mættu þar, en fóru ekki fram á nein- ar umbætur á ríkjandi löggjöf. Hið sama gerðu fulltrúar at- vinnuveganna. Samt viðurkenndi talsmaður Matvælaeftirlitsins Kenneth Kirk, livað eftir annað er hann svaraði spurningum þeirra Philip A. Hart og Willi- am Meserve, að eftirlitið væii lítið eða ekkert á víðáttumikl- um svæðum. Áhyggjur forsvarsmanna Mat- vælaeftirlitsins snérust um það, að frumvarp Harts öldungardeild arþingmanns mundi færa stjórn fisksölumálanna aukin völd á kostnað Matvælaeftirlitsins, En frumvarp. þetta er siður en svo áhrifamikið. Það gerir ráð fyrir því, að Innanríkisráðuneytið hafi með höndum yfirstjórn í mál- um fiskiðnaðarins heima fyrir. Eftirlit þetta kæmist smám sam an til framkvæmda. En á því yrði ærin missmíði. Skip undir 5 tonnum (en það eru um 25 prósent fiskiskipaflotans) yrðu undanþegin, svo og heildsalar, sem selja fisk til smásala, Eng- in refsiviðurlög eru við því lögð þó að fólk kunni að láta lífið af afleiðingum illa farins fiskjar. Upptaka skemmdra afurða er ekki heimiluð. Tvö vitni .komu fyrir þcss i nefnd Öldungadeiidarinnar og voru órnyrk í máli. John Nicker son frá Tæknistofnun Massar. husetts sagði m.a., að ..f'^kiðn- aðinn hefði lengi skort tilfinna.t lega yfirstjórn. „Hann vitnaði í framkvæmdamann einn, er Framhald á bls. 11. 11. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.