Alþýðublaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 7
BRUNAR OG BRUNAVARNIR NÝTT frumvarp til laga um brunavarnir hefur verið lagt fram á Alþingi; og flutti .t'élags mláilaráðberra, Egger.t G. Þor- steinsson, iþví úr hlaSi. 1 grein- argerð frv. segir svo: SKIPULAGÐAR brunavarnir eiga sér ekki langa sögu á ís- landi. Strjálbýlið hér á landi gerði ókleift að koma slíku við. Þegar eldur kom upp; urðu menn að treysta á eigið atfylgi og nágranna sína til slökkvi- starfa. Svo hefur oft verið talið, að bæjarbrunar hafi ekki verið tíð- ir á fyrri öldum, enda bæjar- hús ekki nema að litlu leyti úr eldfimu efni. Fleira hafi komið til, alkunn er vísa Látra-Bjarg ar: „Látra aldrei brennur bær bleytan þessu veldur“. Athugun á annálum, sem eru helzta heimildin um þessi efni, gefur hins vegar ásíæðu til að ætla, að bæjarbrunar hafi þó verið furðu tíðir é fyrri öld- um. Brunaliættan var mest á stór býlum, íþar sem helzt var byggt úr timbri. Af eðlilegum ástæð um er slíkra bruna fremur get- ið en bruna annars staðar. Af stórbrunum má nefna t.d. brun ann í Hítardal 1148, se*m tal- inn er mannskæðastur allra bruna á íslandi, bruna á bisk upsstólunum; einkum stórbruna í Skálholti 1309, 1527 og 1630, sem olli óbætanlegu tjóni. Get ið er mjkilla bruna á klaustur jörðum eins og t.d. Möðruvöll- um; Munkaþverá, Reynistað og Helgafelli. Þá eru og frásagnir um þriðjungi 19. aldar, en 1875 eru sett sérstök lög um bruna- málefni í Reykjavík, lög nr 20, 15. október 1875. Er mjög ná- kvæmlega kveðið þar á um með ferð brunamála. Þau lög héldu gildi sínu, unz sett voru nú- gildandi lög um brunamálefni í Reykjavík nr. 28, 12. febrúar 1945. Heildarlög um brunamál ut- an Reykjavíkur voru fyrst sett með lögum nr. 85, 22. nóvem- ber 1907, og var svo mælt fyrir í 39. gr., að lögin giltu fyrir kaupstaði utan Reykjavíkur, verzlunarstaði og aðra þá staði og húseignir, sem eigi féllu und ir lög frá 20. október 1905, um vátryggingu sveitabæja og ann arra húsa í sveitum utan kaup- túna. Jafnhliða þessum lögum giltu sérlög um slökkvilið á ísafirði frá 1883, Seyðisfirði frá 1901, Akureyri frá 1905 og Hafnar- firði frá 1909. Árið 1901 voru sett sérstök lög um skipun sót ara í kaupstöðum utan Reykja víkur. Öll þessi löggjöf var afnum- in með núgildandi lögum nr. 37; 1. apríl 1948, en samkvæmt þeim var síðan sett reglugerð nr. 167/1949. Með þessari löggjöf var vissu lega stigið spor í rétta átt, en reynslan hefur þó sýnt, að mik illa úrbóta er þörf. Á fimm ára tímabilinu árin 1962 — 1966, að báðum árum meðtöldum, voru samanlagðar tjónabætur trygg- ingafélaganna vegna bruna sem hér segir: að verulegu leyti að greiða í erlendum gjaldeyri í formi endurtryggingaiðgjalda. Samanburður á brunatjónum á íslandi og í nágrannalöndum okkar leiðir í ljós, að meðal- tjón á íbúa_ er hér tvöfait til þrefalt hærra en þar, ef mið- að er við árin 1962—1965, og stórversnar það hlutfall enn, ef árið 1967 er tekið með. Til frekari glöggvunar á því, hvílíka fjármuni hér er um að ræða, má benda á, að saman- lagðar tíónabætur árin 1960— 1967 mundu nægja til þess að greiða alla verktakavinnu við Búrfellsvirkjun, og andvirði, tþess, sem brunnið befur á yfir- standandi ári, hefði nægt fyrjr öllum byggingarkostnaði Kisil- gúrverksmiðjunnar við Mývatn, og vel það. Auðvelt er að sýna fram á, að hið margfalda met íslend- inga í brunatjónum stafar að verulegu leyíi af skorti á eftir liti og vöntun á fræðslustarf- semi á sviði brunamiála. Sam- kvæmt skýrslum tryggingafélag anna um upptök eldsvoða, eru tvær algengustu orsakirnar eft irfarandi; Röng meðferð og umbúnaður eldfimra efna 11%. Olíukynditæki 24%. í þirðja sæti kemur svo raf- magnið með 7%. Frá því árið 1948 hafa verið í gildi ströng ákvæði um uppsetningu og með- ferð olíukynditækja og opinhert eftirlit *með þeim. Tæki þessi eru yfirleitt mjög vönduð og fullkomin og mundu öruggiega Leikfélagið Gríma liefur aff undanförnu Iiaft kynningu á Ieik list í nokkrum sóklum í Reykjavík og nágrenn'i á vegum mennta málaráffuneytisins. Bergljót Stefánsdóttir, Sigurður Karlsson og Sigurður Hallmarsson flytja einþáttunginn Bónorffiff eftir Chekov undir stjórn Magnúsar ónssonar. Sýndar eru ýmsar leikaffferðir og nokkur greln gerff fyrir höfundi. sárasjaldan valda tjóni, ef um- búnaður þeirra væri löglegur. Með auknu eftirliti ætti því að vera mögulegt að draga veru- lega úr þessum lið. Varðandi ranga meðferð eld fimra efna er það að segja, að hér er ekki eingöngu eftirlits leysi um að kenna, heldur einn- ig og kannske enn frekar vönt un á fræðslusíarfsemi. Það er t.d. allt of algengt, að iðnað- armenn valdi íkveikju í sam- bandj við meðferð ýmiss kon ar efna, og þó aðallega nýrra, er þeir nota í starfi sínu. Brunavarnaeftirlit ríkisins hefur allt frá upphafi sínu haft á að skipa einum eftii'lits- manni, og hefur honum verið ætlað að hafa eftirlit með bruna vörnum á öllu ladninu utan Reykjavíkur. Þótt hann hafi margt vel gert, þá er framan- greint verkefni algjör ofætlun einum manni, enda árangurinn í samræmi við það. Til þess að verulegs árangurs megi vænta, þarf brunavarnaeítirlitið að liafa á að skipa a.m.k. fjórum fastráðnum starfsmönnum. Tveir til þrír þeirra þurfa að vera í síöðugum eftirlitsferð- um um landið. Einn þessara manna þarf að vera vanúr Framhald á bls. 15 um stórbruna, t.d. á Haga á Barðaströnd, Leirá í Borgar- firði og Stórólfshvoli. Þessi dæmi eru af handahófi tekin. Þegar byggð tók að aukast í iReykjat.'ík um miftya 18. öld með tilkomu ,,Innréttinganna“, skapaðist þar veruleg bruna- hætta, enda stóð ekki á því, að eldsvoði ylli þar miklu tjóni. Árið 1764 brunnu þrjú verk- smiðjuhúsanna og aftur varð 'bruni 1773. Munu þá hafa verið gerðar nokkrar öryggisráðstaf- anir, m.a. var næturverði ,,Inn rétíinganna" falið að fylgjast *með notkun elds, sbr. er.indis- bréf dags. 3. okt. 1778. Eftir að Reykjavík fær kaup staðarréttindi, er hinum sér- staka næturverði bæjarins fal- ið að gera aðvart um eldsvoða og gera ýmsar ráðstafanir í því sambancfj, og er um þetta f.iall að í erindisbréfi, dags 16. apríl 1791. Við þetta sat til 1. apríl 1807, en þann dag gaf stift- amtmaður út auglýsingu um varnir gegn brunahættu í Reykjavík. Munu það væntan- lega vera fyrstu reglur þeirrar tegundar, sem settar voru hér á landi, en lítt munu þær hafa verið haldnar. Vísir að slökkvi liði tekur að iþróast hér á öðr- Vegna fasteigna 126 millj. kr. Vegna lausafjár 214 millj. kr. Samtals 340 millj. kr. Þetta gerir til jafnaðar 68 millj. á ári eða sem næst 350 kr. á íbúa á ári að meðaltali. Ekki liggja fyrir endanlegar föl ur fyrir yfirstandandi ár (1967), en allt bendir til, að samanlagt 'tjón lá lausafé og fasteignum verði talsvert á þriðja hundrað milljónir króna, og verður því um algjört metár að ræða í þessum efnum. í sambandi við upphæðir þessar er vert að hafa í huga, að hér er einungis úm samanlagðar tjónabætur trygg- ingafélagánna að ræða. Hið raunverulega tjón er miklu hærra, því að algengt er, áð bæði fasteignir og lausafé sé sfórlega undirtryggt og hið síð arnefnda jafnvel ótryggt með öllu. Þar við bæíist svo óbeint tjón, t.d. rekstrarstöðvanir af völdum eldsvoða. — Þött einstaklingar og fyrirtækj fái, þegar bezt lætur, tjón sitt að fullu bæt'c hjá tryggingafélög- um, þá verður ekki 'hið sama sagt um þjóðfélagið í heild. Þar koma brunatjónin fram sem hreint tap og það tap verður ^ilreiÖar & ^anclbúnaÖarvélar Wl\ SUÐURLANDSBRAUT 14 — REYKJAVÍK — SÍMI 38600 Moskvich fólksbífreiöar til afgreiöslu strax kosta kr. 155^190,00 • hagstæðir greiösluskilmálar r 11. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.