Alþýðublaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 13
Hljóðvarp og sjónyarp n SJÓNVARP Sunnudagur 11. febrúar 1968. 18.00 Helgistund. 18.15 Stundin okkar. Umsjón: Hinrik Bjarnason. Efni 1. Nemendur úr Dansskóla Hermanns Ragnars Stefánssonar. 2. Rannveig og Krummi stinga saman nefjum. 3. „Ævintýrið til Hafnar“. Sýnd er þriðja og síðasta mynd í þess. úm flokki. Nefnist hún „Dag. stund í dýragarðinum“. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.15 Myndsjá. Ýmislegt kvennaefni, meðal ann. ars kvikmyndir af vor. og sumar tízkunni 1968. Umsjón: Ásdís Hannesdóttir. 20.40 Margur er dapur eftir dansleik. (Aint afraid to dance). Brezk kvikmynd gerð fyrir sjónvarp. Lynn Redgrave fer í þessari mynd með hlutverk þýzkrar stúlku, sem ræður sig í vist til brezkrar fjöl. skyldu. Fjallar myndin um þau vandamál, sem skapast á heimil. inu, þegar ungur sonur hjónanna verður ástfanginn af henni. Með hlutverk drengsins fer John Gu. golka en aðrir leikendur eru Gwn Watford, Jack Hedley og Tom Kinpinski. íslenzkur texti íngi. björg Jónsdóttir. 21.30 Frá setningu vetrarólympíuleik. anna í Grenoble. 23.00 Dagskrárlok. fH HUÓÐVARP Sunnudagur 11. febrúar. 8.30 Létt morgunlög. Peter Kreuder leikur frumsamin lög með félögum sínum. 9.25 Háskólaspjall. Jón Hnefill Aðalsteinsson fil. lic. ræðir við Jón Sigtryggsson pró. fesso>. forstöðumann tannlækna. deildar háskólans. 10.00 Morguntónleikar. a. Píanókvartett í a moll op. 133 eftir Max Reger. Hugo Steurer og Stross kvartettinn leika. b. Ljóðalög eftir Brahms og Beet hoven. Hermann Prey syngur „Wiegenlied“ og „Die Mainaclit“ eftir Brahms og „Der Kuss“, „Marmotte“ og „Adelaide“ eftir Beethoven; Karl Engel og Ger ald Moore leika með á píanó. 11.00 Messa í Háteigskirkju. Prestur: Séra Jón Þorvarðarson. Organleik ari: Gunnar Sigurgeirsson. 13.15 Fiskmatur. Kristján Bersi Ólafsson ritstjóri flytur síðara hádegiserindi sitt. 14.00 Miðdegistónleikar. íslenzk tónlist. a. Inngangur og passacaglia eftir Pál ísólfsson. Sinfóníuhljómsveit íslands leikur; William Strickland stj. b. íslenzk svíta fyrir strengjasveit eftir Hallgrím Helgason. Sinfóníu. hljómsveit íslands leikur; Jindrich Ronan stj. c. „Sogið“ forleikur eftir Skúla Halldórsson. Sinfóníuhljómsveit ís lands leikur; Olav Kielland stj. d. Svíta fyrir hljómsveit eftir Helga Pálsson. Hljómsveit Ríkisút varpsins leikur; Hans Antolitsch stj. e. Forspil og Davíðsálmar, tón. verk fyrir baríton og kammer. hljómsveifi eftir Herbert H. Á. gústsson. Guðmundur Jónsson og Sinfóníuhljómsveit íslands flytja; Bolidan Wodiczko stj. f. Píanókonsert eftir Jón Nordal Höfundurinn og hljómsveit Ríkis útvarpsins flytja. Bohdan Wod icsko stjórnar. 15.30 Kaffitíminn. Zarah Leander og Duke Ellington skemmta. 16.00 Veðurfregnir. Endurtekið efni. Heyrt og séð. Stefán Jónsson með hljóðnemann á ferð í landnámi Sel Þóris. S (Áður útv. 22. okt. s.l.) 17.00 Barnatíminn: Einar Logi Einarsson stjórnar. 18.00 Stundarkorn með Schubert. Ingrid Heabler leikur á píanó Im promptu op. 90 18.20 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.20 Tilkynningar. 19.30 Ljóð eftir Einar Braga. Dr. Steingrímur j. Þorsteinsson, les. 19.45 Gestur í útvarpssal. Anker Buch fiðluleikari frá Dan. mörku og Guðrún Kristinsdóttir leika saman. 20.05 „Hræðsla, smásaga eftir Friðjón Stefánsson. Höfundur flytur. 20.20 1»ýzk þjóðlög og dansar. Þýzkir söngvarar pg hljóðfæraleikarar flytja. 20.45 Árni Waaff talar um hestinn. 21.00 Út og suður. Skemmtiþáttur Svavars Gests. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Danslög. 23.25 Fréttir í stutu máli. Dagskrárlok. ÖSKUBUSKA 13 HARDVIÐAR ÚTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKOLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 SVEBNN H. VALDIMARSSON hæstaréttarlögmaður. Sölvhólsgata 4 (Sambandshús, 3. hæS). Símar: 23338 — 12343. Ur. Gunnlaugur Þórðarson hrl. 'Dunhaga 19. Viðtalstímar eftir sam- komulagi Sími 16410. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. andi. — Ætli ég skuldi þeim ekki meira. Og þó...... Húsið, sem amma bjó í, meðan pabbi .lifði. Menneringarnir eiga það það og þar býr enginn núna. Hann krafðist þess að fá að aka henni til hússins, og hún þáði boð hans, þar sem hún þurfti bæði að flytja töskurnar sínar og tösku Kevins, sem hann hafði farið með upp á herbergið. Húsið stóð á einmanalegum stað, í um það bil hálfs kílómeters fjarlægð frá höfuðbólinu, Manneringanna. Rhona hafði ekki komið þar svo árum skipti og hún var rojög undrandi, þegar hún sá, hvað húsið var hrörlegt. — Þér getið eekki búið liér! sagði Rand. — . Húsið er að hrynja! Hún andvarpaði. — Ég verð að gera það. Ég hef ekki um neitt annað að velja. Það var saggi og fúkkalykt inni í húsinu, en hún var þakk- lát fyrir það af húsgögnunum, sem síðasti eigandi hafði skilið eftir. Það var lokað bæði fyrir gas og rafmagn, en það var nóg af vatni. Rand setti brenni í eldavclina og kveikti í henni. Þegar log- arnir blossuðu upp, fannst henni allt verða mun hlýlegra. Ég sæki sófa inn í herbergin og hef hann hérna fyrir framan eldinn. Þá verður mér ekki kalt. En hér er svo einmanalegt, sagði Rand. — Þetta er afskekkt- ur staður. Ég keypti byssu í gær, ég á engin skot í hana, en þér hljótið að geta rekið inn- brotsþjóf á flótta með henni. — Ég skal koma með hane á morg- un. Svo kvaddi hann og Rhona þakkaði honum fyrir aðstoðina. Henni fannst framtíðin svart- ari en nokkru sinni fyrr, þogar hún vaknaði næsta morgun. Það rigndi inn um þakið og PJiona minntist þess, að hún átti fá- eina smápeninga og fyrir þá gat hún hvergi keypt sér mat á' sunnudegi. Hún bisaði við eldavélina og svo heyrði hún í bíl fyrir utan. Augnabliki síðar kom Rand Bur- en og barði að dyrum. —Ég kem með byssuna, sagði hann. Hann setti poka á borðið og tók brauð, smjör, pylsur og egg upp úr honum. — Ég keypti þetta af matsveini hótelsins dýrum dómu m. Rhona horfði á hann yfir sig hrifin. Iiann kveikti í eldavél- inni fyrir hana og fljótlega fékk hún morgunmatinn. Þegar hún var búin að borða, sagði liann: —Ég hef hugsað málið. Þér verðið að reyna að finna mann- '• inn yðar. Vitið þér ekkert um það, hvert hann hefur farið? — Nei, sagði hún bitur. — Hvað græði ég á því að finna hann? Ég fæ hann aldrei aftur. —Svo þér haldið, að lionum hafi verið mútað til að yfirgefa yður? En það gæti verið að hann hefði verið gabbaður til þess. Þér vitið ekkert, hvað Steven Mannering sagði við manninn yðar þessar fimm mínútur áður en hann fór. Ef hann hefur nú sagt Kevin eitthvað ljótt um yður? Hann gæti meira að segja hafa sagt honum að ástæðan fyrir því, að fjölskyldan hafi borið ábyrgð á yður, sé sú, að hr. Mannering sálugi hafi verið faðir yðar. Það ér um ýmislegt annað að ræða. — Já, sagði Rhona hugsandi. Ég hef ekki hugsað út í það. Kevin gæti eins vel verið að hugsa um mig núna og verið jafn óhamingjusamur og ég. —Þess vegna finnst mér, að - þér verðið að finna hann. Rand stóð upp. —Ég þarf að fara. Ég verð að skrifa aðalskrifstofunni skýrslu. Hann tók veski upp úr vasa sínum. —Reynið þér nú að gleyma stoltinu, mig langar til að biðja yður um að þiggja peninga að láni frá mér. / — Takk fyrir, nei, sagði hún og brosti til hans. — Þér hafið þegar gert meira en nóg íyrir mig og þér eruð ókunnugur mað- ur. Ég fæ mér vinnu á morgun. Hann margreyndi að fá hana til að þiggja peningana, eti það var árangurslaust. Eftir að hann var farinn reyndi Rhona áð hug- leiða þá staðreynd, að léikið hefði verið á Kevin. Hvernig átti hún að finna hann? Hverjir voru vinir hans? Wyattshjónin í London en þangað hafði hann naumast farið án konu sinnar. Hún leitaði í tösku Kevins í þeirri von að finna þar eitt- hvað, sem gæti vísað henni á sporið. Það var ekki fyrr en hún hafði tekið allt upp úr tösk- unum, að hún fann þar litla vasabók á botninum. Hún sat og horfði á heimilisföngin, þegar dyrnar opnuðust og Steven Mannering kom inn. Það voru regndropar í dökku hári hans og á andliti hans mátti sjá að hann hefði með erfiðismunum stjórn á skapi sínu. —Pakkaðu niður, sagði hann. — Þú kemur með mér. —Dettur það ekki í hug. —Ég hef verið að leita að þér í allan dag. Ég er þreyttur og blautur og mér leiðist leikara- skapur þinn. Ég skal neyða þig til að koma með mér. Hún sá að hann meinti hvert einasta orð. Hún hörfaði, þegar hann kom nær henni og greip um byssuna, sem Rand hafði skilið eftir handa henni. Hún tók hana upp og miðaði á' Steven. —Ég skýt, ef þú kemur skrefi nær, sagði hún reiðilega. Hann starði á hana eins og hann hefði nú séð hana í fyrsfa skipti. —Hvar fékkst þú byss- una? Þú getur ekki verið liérna Rhona. Húsið er ekki hæft til íbúðar. Það gæti hrunið hvenær sem er. Sérðu ekki að loftið er að falla í horninu þarna? Hún leit í áttina, sem hann benti í og um leið stökk hann á hana og henti henni í gólfið um leið og hann greip byssuna. Hún reis á fætur auðmýkt og öskureið. Hann skoðaði byssuna. —Hún er óhlaðin, sagði hann og henti henni frá sér. — Ég vildi að hún hefði verið hlaðin, ég hefði notið þess að skjóta þig. — Efalaust, svaraði hann þurr- lega. — En hvort sem þú hatar mig eða ekki, áttu að koma heim með mér. Á ég að sækja tösk- urnar eða ætlar þú að gera það? —Ekkert getur neytt mig til að fara heim til Manneringana. Þið reynið a forða hneyksli, en ef þú lætur mig ekki í friði, skal ég valda mesta hneyksli sem orðið hefur í þessari borg. Ég skal segja öllum, hvernig Kevin yfirgaf mig. Steven andvarpaði. —Hvað þarf ég að segja þér það oft, að ég hafði engin af- skipti af brottför Kevins. Ef þig langar til að vita, hvers vegna hann fór, var það vegna þess, að hann gat ekki tekizt á' herðar þá ábyrgð, sem fylgir því að vera kvæntur maður. Þannig er hann. Hann tekur það, sem hann þráir og hendir því svo frá sér á eftir. Þú mátt þakka fyrir, að hann yfirgaf þig áður en honum tókst að eyðileggja þig. Stundum finnst mér hann vera vondur maður. — Ég trúi þér ekki, þú ert að ljúga að mér og reyna að fá mig til að vera á móti honum eins og þér tókst að fá hann til að fyrirlíta mig. eftir Christina Laffeaty vi-m 11. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.