Alþýðublaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 15
 OFURLÍTIÐ MINNISBLAÐ MESSUR Kirkja Óháða safnaðarins. Messa kl. 2. Safnaðarprestur. Hafnarfjarðarkirkja. Messa kl. 2. Við þessa guðþjónustu er sérstaklega vænzfc þátttöku barnanna sem nú ganga til spurninga og for eldra þeirra. Barnaguðsþjónusa kl. 10.30. Rúnar Brynjólfsson, yfirkennari á. varpar börnin. Séra Garðar Þorsteinsson. Fríkirkjan. Barnasamkoma kl. 10.30. Guðni Gunnarsson. Síðdegisguðsþjónusta kl. 5. Séra Þorsteinn Björnss. Langholtssöfnuður. Tennis. og spilakvöld í safnaðarheim ilinu sunnudag kl. 8.30. Kvimyndir verða fyrir börn og þá sem ekki spila. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 2 á vegum fyrrver andi sóknarprests. Sjúkrahúsprestur séra Magnús Guð mundsson messar. Altarisganga^ Ásprestakall. Messa í Laugarásbíói kl. 1.30. Ferm ingarbörn og foreldrar sérstaklega beð ið að koma. Barnasamkoma kl. 11.00 Séra Grímur Grímsson. Hallgrímskirkja. Barnasamkoma kl. 10. Messa kl. 11. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Bú s taðapre stakall. Barnasamkoma í Réttarholtsskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Ólafur Skúlason. Langholtsprestakall. Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Árelíus Nielsson. Langholtssöfnuður. Óskastundin verður kl. 4 á sunnu. dag í safnaðarheimilinu aðallega ætl. uð börnum. Myndasýning, upplestur og fieira, Aðalfundur Bræðrafélags Langholts sóknai’. verður í Safnaðarheimilinu, þriðjudag inn 13. febrúar kl. 8.30. Kópávogskirkja. Messa kl. 2. Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Gunnar Árnason. Neskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30. Messa kl. 2. Séra Jón Thorarensen. Mýrarhúsaskóli. Barnasamkoma kl. 10. Séra Frank .M. Halldórsson. Háteigskirkja. Messa kl. 11. Séra Jón Þorvarðarson. Barnasamkoma kl. 10. Síðdegisguðsþjónusta kl. 5. Séra Arngrímur Jónsson. Laugarneskirkja. Messa kl. 2. e.h. Barnaguðsþjónusta kl. 10. f. h. Séra Garðar Svavarsson. T ^ISLEGT S. V. D. HraunprýSi Hainarfirði. Fundur Jjriðjudaginn 13. fcbr. kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu venjuleg aðal fundarstörf, leikþáttur, gamanvísur og kaffi. Aðalfundur Slysavarnarfélagsins í R vík verður haidinn mánudaginn 12. febr. kl. 8.30 í Slysavarnafélagshúsinu Grandagarði. Venjuleg aðalfundarstörf. Sigurður Ágústsson framkvæmdastjóri segir frá uinferðarmálum og sýnir myndir. Fjölmennið. Stjórnin. Listasafn Einars Jónssonar er lokað um óákveðin tíma. Prcntarakonur. Munið fundinn sunnudaginn 12 febr. kl. 8.30 í félagsheimilinu H. f. P. Stjórnin. F I, II G Flugfélag íslands hf. Millilandaflug. Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup. mannahafnar kl. 09.30 í dag. Væntan legur aftur til Keflavíkur kl. 19.20 í kvöld. Snarfaxi er væntanlegur frá Færeyj um kl. 15.45 í dag. Innanlandsflug. í dag er áætlað að fljúga til Akureyr ar og Vestmannaeyja. Á morgun er- áætlað að fljúga til Ak ureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Patreksfjarðar, ísafjarð ar, Egilsstaða og Húsavíkur. Einnig frá Akureyri til: Kópaskers, Raufar. hafnar og Þórshafnar. Ver^laissi Framhald úr opnn. |jegar bækur hafa verið valdar til keppni, þýddar, sendar dómnefndarmönnum og trúlega lesnar, lcemur loks að því að nefndarmenn komi saman og ráði ráðum sínum. Hvemig fara störf dómncfndar fram? — í fyrstu umferð ræða nefndarmenn bækurnar sem fyr- ir liggja og gera grein fyrir skoðun sinni á þeim. En að um- ræðu lokinni fer fram all-flók- in atkvæðagreiðsla um bækurn- ar. í fyrstu er kosið um þrjár bækur sem síðan keppa til úr- slita; fer nú atkvæðagreiðsla fram í heyranda hljóði og mega dómnefndarmenn ekki kjósa bækur frá eigin landi. í ann- arri urnferð er kosið leynilegri, skriflegri kosningu um þessar þrjár bækur; greiðir hver nefnd- armaður bókunum sex stig, þrjú stig hið mesta, hálft hið minnsta. Og að þessari kosningu lokinni er aftur kosið í heyranda hljóði miJJi þeirra tveggja bóka sem urðu efstar í stigakosningunni. í seinni kosningunum tveimur mega nefndarmenn greiða eigin bókum atkvæði. — Þessi skipan hefur verið óbreytt síðan stofnað var til verðlaunanna, en allt fyrirkomu lag þeirra fer eftir reglugerð sem menntamálaráðherrar Norð urlanda settu sameiginlega. Ég hygg að ýmsu mætti breyta í reglugerðinni, en skoðanir munu vera skiptar innan nefndarinn- ar, ekki um að breytingar séu æskilegar, heldur hvernig þeim skuli háttað. Sumir telja t.d. að nefndarmönnum ætti að leyfast að kjósa eigin bækur þegar í fyrstu atkvæðagreiðslu; annað sjónarmið er að óþarfi sé að hafa tvær bækur frá hverju landi í framboði, ein væri nóg. Nefndin hefur verið óbreytt að kalía frá upphafi þar til í ár urðu allmikil mannaskipti, og ný viohorf koma með nýjum mönnum; sjálfsagt verður allt fyrirkomulag verðlaunanna tek- ið til endurskoðunar á næst- unni. Og reglurnar eru óljósar um sumt. Skipting- verðlaunanna 1956 milli William Heinesens og Olof t ngprcrantz braut í bág við þær, því að þær gera ótví- rætt ráð fyrir að verðlaunin séu veitt fyrir eina bók einungis.Og það er minnsta kosti hæpið að hafa sömu bók í framboði tvö ár í röð. Bók Johan Borgens komst næst verðlaunabók Gunn ars Ekelöf 1966 og hefur því haft mjög sterka aðstöðu í nefnd inni árið eftir — og þá’ hlaut Johan Borgen verðlaunin. — Hinsvegar held ég ekki, sagði Helgi Sæmundsson að lok- um, að neinu verði breytt sem máli skiptir um hlutdeild ís lendinga að verðlaununum; og það er áreiðanlega óþarfi af okkur að fyllast minnimáttar- kennd þó íslenzkur höfundur hafi enn ekki hlotið þau. Nær væri að líta á þá möguleika sem verðlaunin veita tii að kynna íslenzkar samtíðarbókmenntir erlendis þrátt fyrir þá galla sem kunna að vera á skipulaginu. En það verður ekki ætlazt til þess að dómnefndarmenn geti lesið íslenzku til hlítar, þó þeim sé náttúrlega heimilt að leita ráða sérfróðra manna; og með an svo er verður ekki hjá því komizt að leggja bækurnar fyr- ir nefndina í þýðingu. Þýðing- arnar ber náttúrlega að vanda eftir föngum, og þær geta eins og dæmin sýna orðið til að koma íslenzkum höfundum á fram- færi erlendis. Sjálfir mættum við gefa verðlaununum og þeim bókum sem þar koma fram miklu meiri gaum. Margar þeirra er vel fallnar til þýðingar og útgáfu, en hingað til hefur að- eins ein verðlaunabókin komið út á íslenzku; bóksalar og útgef- endur gera aldrei neitt til að kynn@ verðlaunahöfundinn og verk hans hverju sinni þó blöð og útvarp segi jafnan nokkuð frá honum. Annarstaðar er þessu öðruvísi farið: nú flýgur t.d. orð- stír Per Olof Sundmans um Norðurlönd. Og tdgangur verð- launanna er að vekja athygli á norrænum bókmenntum hér á landi ekkert síður en íslenzkum bókmenntum á Norðurlöndum. — ÓJ. Brunamál Framhald af 7. síðu. slökkviliðsmaður og halda að staðaldri slökkviæfingar með slökkviliðum utan Reykjavíkur. Varðandi fræðslustarfsemina er Það segja, að halda þarf er- indi og sýna kvikmyndir um hrunamál í öllum helztu fram- haldsskólum landsins, a.m.k. annað hvert ár. Efna þarf til kynningar á brunamálum í sjón varpi, hljóðvarpi og dagblöðum og meðal starfshópa í einstök- um greinum. Þá ber og brýna nauðsyn til þess að efna til námskeiða fyrir slökkviliðs- menn utan af landi í samvinnu við fullkomnustu slökkviliðin á íslandi, en þau eru í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Gætu slík námskeið orðið vísir að brunatækniskóla, en slíkir skól ar eru starfandi í öllum menn ingarlöndum nema hér. Eng- inn efi er á því, að stórlega mætti draga úr brunatjónum, með því að auka tækjakost og bæta skipulagningu og hæfni hinna ýmsu slökkviliða í land- inu. Eins og meðfylgjandi frum varp ber með sér er hér fyrst og fremst um heildarlög að ræða, enda þykir óeðlilegt að hinda í lögum ýmis fram- kvæmdaatriði og reglur um tæknimálefni. Þykir hagkvæm- ara að kveða á um slík atriði í reglugerðum eða samþykktum. Samning slíkra reglugerða verð ur geysimikið verk. og má bú- ast við, að það verði eitt aðal- verkefni væntanlegs brunamála stjóra á næstu árum. Við samningu frumvarpsins hefur verið höfð hliðsjón af brunamálalöggjöf hinna Norður landanna, einkum þó Noregs og Svíþjóðar. R0ME RI0DEJANE .0ND0N CtiesteríteJ Hin nýja Chesfetfield filter fer sigurför um allan heim ■ ■ -,W 2 0 F I L T [R • v C í G A R Ejfi Nýtt Chesterfield Fiiters 11. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐÍD

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.