Alþýðublaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 16
SÁ SPAKI SEGIR . . .
Sumir eru alltaf að tala um að
bæta heiminn. Kannski munaðt
mest kui i>á í þeirri viðleitni ef
þejr bara reyndu að bæta sjálfa
sig.
Fjárbópur rekinn skipaleið.
Næsta undur vcrður það að skip
siglj eftir fjárgötunum.
Hinn frægi Hagenbeck dýra
?arður í Hamborg er alltaf að
átvega sér ný dýr sjaldséð. Ný
‘ega ikom þangað merkileg
sending. Það var hinn frægi
íVashyrningsfugl sem þekkiist
víst eingöngu í Suðaustur
Asíu og kom hann frá Suður
Vietnam. Hann sést til vinstri
á myndinni og ber sig höfðing
lega, eins og einstaklingi af
svo eðlu kyni ber að gera.
Hann étur hvítar mýs og tóm
ata og er vel séð fyrir þörfum
hans. Hans er ákaflega vel
gætt, ekki sízt af því að enn
hefur ,ekki íekizt að fá maka
handa honum. Hinum megin
á myndinni er nokkurra daga
gamall Kadu kálfur undir
kverkinni á móður sinni. Þetta
er Antiloputegund mjög sjald
gæf, ættuð úr Afríku.
Bl aöamannaskóli
í tvö hundruð ár hafa íslenzkir blaðamenn
unnrð sitt starf af heldur lítilli getu,
og tunnáttuleysið er landfrægast hjá þeim enn
og linnulaust stríð við ypsíion og setu.
Og það er auðvitað margföld minnkun og vömm
að misþyrma tungunni í blaðanna fúkyrðaspjalli,
og einum og sérhverjum óafmáanleg skömm,
ef ærumeiðingin stendur í röngu falli.
En nu hyggjast blaðamenn hækka hag sinn sem fyrst
með háskólagöngu og berjast gegn orðaprjáli.
Og hér eftir skulu þeir skammast af íþrótt og list
og skrifn níðið á akademisku máli.
Já þetta er merkur vasi.
Hann er 10037 ára og 76 daga
gamall. Þegar ég byrjaði að
vinna hér fyrir 37 lárum og 76 ,
dögum sögðu þeir mér að
hann væri 10.000 ára.............
sidan
,
/í£U\'í’U:li.LABtó’
Ab verða fyrstur
Það eina sem gildir í blaðaheiminum er að vera fyrstur
með fréttirnar. Þetta vita Bretarnir manna bezt og við höfum
að undanförnu fengið dálitla sýnikennslu í því hvernig á að
fara að því að verða fyrstur með fréttirnar. íslenzkir blaða-
menn hafa eiginlega aldrei áttað sig á' því til fulls, hvað það
eiginlega inniber að vera fyrstur með fréttimar, þótt þeir
hafi svo sem lengi verið að streytast við það að vera á undan
hinum að segja frá því að sumarsíldveiðarnar hefjist með
sumrinu eða einhverjar aðrar álíka stórfréttir.
En það að vera fyrstur með fréttirnar er ekki bara það
að geta birt einhverja frétt á undan öðrum. Aldeilis ekki, það
er ekki nema brot eða jafnvel brotabrot af öllu saman, og
eiginlega langsamlegasti ómerkilegasti parturinn. Til þess að
geta orðið fyrstur með fréttirnar þarf maður nefnilega í fyrsta
lagi að hafa keppinaut eða keppinauta sem vilja líka vera fyrst-
ir með fréttirnar og í öðru lagi verður maður að sigrast á þeim
og geta notið gleðinnar af því að vita að þeir hafj tapað.
Og þá skiptir auðvitað miklu máli líka, hvernig tapið er til-
komið.
Við skulum nú athuga þetta ögn nánar. Ég sagði fyrst
að maður gæti ekki orðið fyrstur með fréttirnar nema maður
hefði keppinauta. Þetta er svo augljóst mál að það þarf ekki
að útskýra það í löngu máli. Blað sem er eitt um hituna getur
aldrei orðið fyrst með fréttirnar, þótt það sé sneisafullt af
fréttum dag eftir dag, einfaldlega vegna að það á enga keppi-
nauta sem gætu skotið því ref fyrir rass þegar verst gengdi.
En það er heldur ekki sama hvernig sigrast er á keppi-
nautunum. Það dugar t.d. ekki að hafa náð í frétt og birt á
undan öðruin, af því að hinir voru sofandi heima hjá sér í stað
þess að vera að vinna, og það er ómark líka ef maður verður
fyrstur með fréttina á þann einí'alda hátt að maður er fljótari
að hlaupa en liinir eða hefur betra lag á að heyra í síma og þarf
þess vegna ekki að hvá eftir hver setningu, þegar frétta-
ritarinn í Timbuktu er að segja frá því að það hafi fundizt
maðkar í skreiðinni, sem keypt var áður en borgarastyrjöldin
hófst í Nígeríu.
Nei, til þess að maður sé fyrstur með fréttirnar í orðsins
fyllstu merkingu verður maður sjálfur að hafa átf einhvern
þátt í ósigri keppinautarins. Það er þetta sem Englendingar
kalla „Fair p!ay“ og það þýðir að það er ekkert varið í að
sigra keppinaut sem er getuminni en maður sjá'lfur, heldur
á maður að fást við jafnoka sinn og sigrast á honum með
brögðum. Ef maður getur kastað borðdúk yfir ljósop mynda-
vélar keppinautarins meðan maður er að taka forsíðumynd
sjálfur, þá er það heiðarlegur sigur og þó væri enn betra ef
maður gæti náð af honum myndavélinni þegar litið bæri á
og látið í hana átekna filmu án þess að hann vissi, og síðan
er um að gera að leyfa honum að mynda eins og ekkert væri.
Það sem gildir í þessum bransa er fyrst og íremst að vera
hugkvæmur að klekkja á andstæðingum, og eiginlega er það
þýðingármeira til þess að geta orðið fyrstur með fréttimar að
koma í veg fyrir að keppinauturinn nái fréttinni heldur en að
krækja í hana sjálfur.
íslenzkir blaðamenn eiga' ótrúlega mikið ólært á þessu
sviði. En það ætti að standa til bóta þegar blaðamannaskólinn
verður kominn á laggirnar, þar hlýtur aðalnámsgreinin að
heita þessu fallega nafni: Að verða fyrstur með fréttirnar, og
kennsla í þeirri grein þarf auðvitað að vera bæði teoretísk og
verkleg. Nemendurnir yrðu að læra að troða tollverði og svo-
leiðis fólk undir, og þeir yrðu líka að fá æfingu í því að
fljúgast á í göngum sjúkrahúsa og annarra kyrrlátra stofnana.
Ef enginn frnmbærilegur kennari fæst í greininni hér á !andi,
sem trúlega er hæpið, þá er einsýnt að leitað skuli til Bret-
lands. Þar ættu að fást ágætlega hæfir menn, og sumir jafn-
vel eitthvaö kunnugir hér á landi.
JÁRNGRÍMUR.