Alþýðublaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 4
mgssxxs)
i " 1 .........—— .......
Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símar: 14900 —
14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsctur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu,
Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr.
120,00. — i lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf.
Eftirleikur
HARMLEIKURINN í óveðrinu
mikla á dögunum mun haía lang-
an eftirleik. Bretar ætla ekki aí
taka slíku áfalli án þess að fram
fari nákvæm rannsókn á togara
útgerð þeirra. Blaðaskrif bera með
sér, að þeir eru staðráðnir í að
komast að, hvers vegna þeir
misstu skip í óveðrinu, en ekki
jaðrar þjóðir, sem áttu þó togara
á íslandsmiðum.
ÞesSir atburðir hafa einnig á-
hrif á íslenzka togaraútgerð.
jLengi hefur verið haldið uppi
jstöðugum áróðri gegn sjómanna-
j samtökunum fyrir þá sök, að þau
geri afkomu skipanna verri en
vera þyrfti. Hefur verið nefnt, að
vökulög væru kostnaðarsöm. Nú
•er það gagnrýnt í Bretlandi, af
vökulög gildi þar ekki, brezkit
togaramenn þurfi oft að vinna
allt að 18 tímum — og þá getur
stormur skollið á. Gagnrýnt hef-
ur verið, hve margir menn þurfi
að vera á togurum og nefnt sem
dæmi, að loftskeytamenn séu ó-
nauðsynlegir. Bretar segja, að of
fáir menn hafi verið við að ber ja
ís af þeirra skipum og sum hafi
líklega misst af aðvörunum af þvi
að loftskeytamann vantaði.
Þannig mætti lengi telja, en
ekki verður komizt hjá þeirri á-
lyktun, að þessi harmahelgi hafi
styrkt íslenzk sjómannasamtök
og stefnu þeirra undanfarin ár.
Corgeir
ÞAÐ vantar ekki gorgeirinn í
Morgunblaðið. Fyrst ræðst það
á Alþýðublaðið í Staksteinum með
alls konar ónotum. Þegar Alþýðu
blaðið leyfir sér að svara, setur
Mogginn upp hinn hrokafulla í-
haldssvip og kallar svörin „á-
stæðulaust uppþot”. Hver þaut
upp? Hver byrjaði að deila um
tryggingamálin?
Morgunblaðið hefur „látið út-
rætt” um þessi mál. Það er því
hollast, því málstaður sá, sem það
hefur valið sér, er forneskjuleg
íhaldsstefna gagnvart þeim, sem
eru efnalitlir eða standa höllum
fæti í lífsbaráttunni.
Alþýðublaðið hefur í hverri
grein hælt Sjálfstæðisflokknum
fyrir þann stuðning, sem hann hef
ur veitt tryggingamálum og á eng
an hátt reynt að reita af flokknum
þann heiður.
Fyrir það mega frjálslyndir
Sjálfstæðismenn þakka víðsýnum
mönnum eins og Ólafi Thors og
Bjarna Benediktssyni. Ef sú í-
haldsstefna, sem öðru hvoru ból
ar á í Morgunblaðinu, væri fram
kvæmd, er hætt við að margt
væri á annan hátt í íslenzkum
stjórnmálum en verið hefur.
SVERD EÐA PISTOLUR?
gkkj veit ég hvorn kosíinn ég
hefði tekið, hefðum við Þor-
steinr. Thorarensen lifað á ann
arri öld, að leika við hann sverð
um eða pístólum. Nógu ódæll
þykir mér hann við að eiga týgj
aður eins og Alexander Dumas
forðum í Heljarslóðarorrustu,
— sbr. grein Þorsteins hér í blað
inu s.l. föstudag.
í umsögn um bók Þorsteins
Thorarensen, Að Hetjuhöil, 2.
febrúar sagði ég m.a.:
Jig hef ekki tilvitnun hand-
bæra en minnir að það hali ver
ið haft eftir Þorsteini Thorar-
ensen að hann telji lielztu ævi-
sögur Iiitlers ófullnægjandi að
mörgu leyti og beinlínis villandi
um sumt; ætlun hans er vafa-
laust að hafa í sinni sögu það
og einungis það sem sannlegast
reynist. Metnaður verksins . er
augljóslega að segja „endanlega“
söru Hitíers eins og hún horfir
nú við efíirkomendum hans. Það
er sagnfræðinga að segja tíl um
það hversu réttmæ.tur þessi metn
aður sé, og liversu höfundi takist
að framfylgja honum í bók sinni;
en óbreyttur lesandi hans sér
að vísu ekki að frásögn lians
brjóti í neinu sem verulegu máli
skiptir í bága við viðteknar skoð-
anir helztu höfunda um þessi
efni“.
Ég er ekki réttur
maður til að halda uppi máls-
vörn fyrir William Shirer, ef
þess þarf: en af grein Þorsteins
er ljóst að minnsta kosti einn
tilgangur sögu hans er að !eið-
rétta margháttaðar villur og
rangfærslur í hinu stóra verki
Shirers um uppgang og hrun
Þriðja ríkisins; enginn hefur
hcldur mér vitanlega lagt Shirer
fyrir sem óskeikula biblíu um
sögu Hitlers og nazismans. En
þrátt fyrir dæmasafn Þorsteins"
þykir mér eftir sem áður Shirer
veita gleggri hugmynd um upp-
haf Hitlers í „fyrstu bók“ sinnar
sögu, 79 bls. í standardútgáfu
Seeker & Warburgs, en Þor-
steinn á 462 bls.—einfaldlega
vegna þess að Þorsteinn hefur
ekki sýnt íram á neinn þann
mun sem verulegu máli skiptir
á söguskoðun sinni og hans; öll
meginatriðin eru söm, en frá-
sögn Shirers að því skapi gleggri
sem hún er styttri og einfaldari.
Hitt var vitaniega ofsagt að frá-
sögn Þorsteins miðlaði „svo sem
engu“ sem ekki fyndist hjá öðr-
um höfundum. Bók hans er ein-
mitt fleytifull af frásagnarefn-
um, sumum harla smávægileg-
um, öðrum veigameiri, sem hann
hefur umfram aðra höfunda,
þótt hann miðli engri nýrri skoð-
un eða skilningi sögunnar í
heild; það er einmitt þetta marg-
brotna ívaf frásögunnar sem mér
þykir vaxa úr hófi fram á kostn-
að sjálfrar uppistöðunnar. Þessi
aðfinnsla á ekki síður yið rit
Þorsteins um íslenzk efni en
Hitlerssögu hans; og hún er jafn-
gild þó maður liafi tröllatrú á
vöndugleik hans, að hann vilji
segja það og það eitt sem sé
satt og rétt. En hver og einn
höfundur verður að hafa form-
skyn til að bera, kunna að gera
greinarmun þess sem frásagnar-
vert sé og miður frásagnarvert,
meginatriða og minniháttar efn
is. Ætli Þorsteinn Thorarensen
bók sinni hinsvegar það hlut-
verk fyrst og fremst að leiðrétta
ófullkomnar eða rangar hug-
myndir sagnfræðinga og annarra
höfunda um einstök atriði, oft
smávægileg, í ævi og sögu Hitlers
sögu nazistaflokksins og þýzkri
stjórnmálasögu almennt á' þess-
ari öid, hvort lreldur Shirers,
Bulloeks eða annarra, þá má
ekki minna vera en hann greini
skilmerkilega frá þessum tilgangi
sínum, lýsi heimildum sínum,
geri grein fyrir því sem milli
ber hans og annarra höfunda um
efnið og færi sönnur á sitt mál
um fram þá. Um slíkan metnað
Þorsteins Thorarensen, ef hon-
um er til að dreiía, er það sem
sagt sagnfræðinga að dæma, en
miklu hægara væri þeirra verk
ef bók lians fylgdi þó ekki væri
nema nafnaskrá. En í greininni
hér í blaðinu hefur 'hann sama
hátt og bók sinni og getur engra
heimilda fyrir „leiðréttingum"
sínum.
Og hvað tekur nú við af þessu
fyrsta bindi? Shirer segir á 79
bls. sömu söguna og Þorsteinn
Thorarensen á 462, en atls er
saga Shirers 1143 bls. og öll
jafn vitlaus að sögn Þorsteins;
má af þessum tölum hugsa sér
hvílíkt verk Þorsteinn Thoraren-
sen á fyrir höndum, og leser.dur
hans með honum, ef hann ætlar
að segja sögu sína allt tii loka
með sömu nákvæmni og húr, er
hafin. Óar ekki fleirum en mér
það þríliðudæmi? ÓJ..
4 11. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
VIÐ I
MÓT í
MÆLUM
MJÖG liefur undanfarið verið
rætt um aukna hagræðingu í
verzlun og þá staðreynd, að
verzlunin væri neytendum of
dýr. í stefnuyfirlýsingu ríkis-
stiórnarinnar í haust, sagði að
stefna bæri að því að efla nýja
verzlunarhætti og lækka dreif
ingarkostnað.
Nýlega opnaðj Mjólkursa'msal
an í Reykjavík nýja mjólkurbúð,
í húsnæði, sem staðið hefur
autt í tvö til þrjú ár að Skip-
liolti 70 í Reykjavik. í þessari
mjólkurbúð starfa tvælr stúlk
ur við að selja viðskiptavjnum
mjólk, rjóma og brauð. Annað
er ekki á boðstólum í vcrzlun
inni.
é
* *
í sama húsi - í nokkurra metra
fjarlægð er matvöruverzlun,
sem til þessa hefur annazt
mjólkursölu fyrir hverfið. Hún
selur nú ekki miólk lengur. Eitt
til tvö hundruð metrum neðar
við sömu götu er önnur mat-
vöruverzlun, sem einnig hefur
annazf mjólkursölu. Þar er ekkj
seld mjólk lengur.
í stað þess að geta nú keypt
matvörur cg mjólk í sömu verzl
uninni verða húsiræður nú að
bíða í tveim verzlunum eftir því
sem áður fékkst í einni. Er
þetta hagræðing? Er þefta
lækkun á dreifingarkostnaði?
Rekstur hinnar nýju mjólk-
urbúðar, innréttin^ar og hús
næði mun kosta mjólkursamsöl
una í Reykjavík vafalaust nokk
ur hundruð þúsund krónur á
ári. Neytendur verða að standa
undir þeim greiðslum í formi
liækkaðs dreifingarkostnaðar.
Varla bætir það lífskjör almenn
ings.
*
Sérstakar verzlanir fyrir
mjólk og mjólkurvörur þekkj-
ast yfirleitt hvergi í veröldinni,
nema á íslandi. Hvarvetna þyk
ir sjálfsagður hlutur að mjólk
sé seld mcð öðrum matvælum,
enda er það heppilegra fyrjr
neytendur og ódýrara fyrir alla
aðila.
* :J:
Er nú ekki mál til komjð að
hætta að TALA um lækkun
dreifingarkostnað og G E R A
heldur eittlivað til þess að
Iækka hann. Það væri t.d. fróð
legt að fá svar vjð því hve
mikið mætti Iækka mjólkur-
verð með því að fækka mjólk
urbúðum um helming og fela
matvöruverzlunum mjólkurdreif
ingu.