Alþýðublaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 9
Jakobína Signrðardóttir Snorri Hjartarson Gréta Sigfúsdóttir gækur íslenzkra höfunda koraa til kasta dómnefndar í þýð- ingu, ársgamlar eða þaðan af eldri, höfundar þeirra óþekktir að kalla á Norðurlöndum. Aðr- ar bækur koma hinsvegar fyrir nefndina nýjar af nálinni, und- irtektir gagnrýnenda og al- mennings í föðurlandi þeirra hafa bergmálað annarstaðar á Norðurlöndum, oft eru bækurn ar þýddar jafnharðan á önnur norðurlandamál, höfundarnir víð lesnir og kunnir bæði gagnrýn- endum og öllum almenningi. ís- lenzku höfundana sem veljast til þátttöku er hinsvegar oft og einatt verið að kynna fyrsta sinni fyrir dómnefndarmönnum og öðrum sem fá pata af þeim vegna verðlaunanna. — Það er staðreynd, sagði Helgi Sæmundsson, að íslenzk- ar bókmenntir eru lítt þekktar á Norðurlöndum að slepptum Halldóri Laxness og þeim höf- undum sem áður skrifuðu á dönsku eða norsku, enda sáralít- ið eða alls ekkert þýddar. Úr þessu er bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs m.a. ætlað að bæta: þau eiga að verða til þess að kynna bókmenntir Norður- landaþjóðanna, örva gagnkvæm- an áhuga á þeim. íslenzku bæk- urnar hafa oft vakið allmikla athygli í dómnefndinni og sum- ar hverjar síðan verið gefnar út beinlínis vegna þess að þær höfðu verið þýddar fyrir nefnd- ina. En það er líka stað- reynd að verðlaunin hafa hing- að til að mestu fallið í hlut rosk- inna og mjög kunnra rithöfunda á Norðurlöndum; undantekning- ar eru helzt Vainö Linna, sem mun hafa hlotið þau manna yngstur, og Per Olof Sundman nú í ár, en þeir höfðu báðir getíð sér mikið orð með bókum sínum. Og oftt enn: oft og ein- att eru það sömu höfundarnir sem koma til álita ár eftir ár. Það er staðreynd, hvernig sem á henni stendur, að aðeins einu sinni hafa verðlaunin fallið í hlut höfundar í fyrsta sinn sem bók eftir hann kom fyrir nefnd- ina. Það var bók Olof Lager- crantz um Dante, en allir aðrir verðlaunahöfundarnir, nema nátt úrlega Eyvind Johnson, höfðu átt aðrar bækur í framboði áð- ur en þeir hlutu verðlaunin. — Og oft er mjög hörð keppni um verðlaunin. Það sést bezt ef nefndir eru nokkrir höfundar sem ekki hafa hlotið þau, höf- undar eins og Karen Blixen, Axel Sandemose, H. C. Branner... Og jafnágætir menn og Danir hafa aldrei hlotið verðlaunin heldur en við nema þann part sem þeir geta eignað sér í verð- launum Williams Heinesens. Þó hafa þeir borið fram höfunda eins og Blixen og Branner og ágæta unga menn, Leif Panduro, Villy Sörensen, Klaus Rifbjerg, en enginn þeirra hefur enn náð tilskildu fylgi. — Um val íslenzku bókanna get ég ekki talað nema fyrir eig- in reikning, segði Helgi Sæ- mundsson ennfremur, en ekkert er óeðlilegt við það að bókavalið veki umræður og gagnrýni enda gerist það víðar en hér. Yfir- leitt eru teknar þær bækur sem mesta athyglj vekja frá ári til árs, stundum ein og stundum tvær. Margir elztu og helztu höfundar okkar, sú kynslóð sem einkum hefur notið verðlaun- anna annarstaðar, hafa að vísu ekki gefið út nýjar bækur á þessum tíma sem verðlaunin hafa verið veitt, nema Halldór Laxness, en bækur eftir hann hafa líka tvivegis verið í kjöri. Það er að vísu mín persónulega skoðun að þetta sé misráðið: nóbelsverðlaunahöfundur eins og Laxness sé hafinn yfir þessi verðlaun, enda hefur hann sjálf- ur gefið í skyn að hann hafi engan hug á þeim. Og vitaskuld hljóta menn að velja þær bæk- ur sem þeim finnst af einhverj- um ástæðum líklegt að hlotið geti verðlaunin. Við höfum val- ið bækur miðaldra og ungra höf- unda, sem minnsta kosti hafa hlotið viðurkenning hér heima og einu sinni fyrstu bók höfund- ar, Grétu Sigfúsdóftur nú í vet- ur. En valið hlýtur að nokkru að mótast af því vandamáli sem þýðingin er jafnan. Valið á bók Grétu hefur sætt gagnrýni, og ætla ég ekki að svara fyrir það. En efni bókarinnar mun hafa ráðið nokkru um að hún var val- in, og ennfremur var nefndinni kunnugt að bókin var til í prýði legri þýðingu á norsku. Lauf og stjörnur Snorra Hjartarsonar munu flestir hafa talið sjálf- kjörna bók að ieggja fram af okkar hálfu. En þeim sem telja að Gréta hafi verið tekin rang- lega fram yfir aðra höfunda í ár má benda á það að enginn þeirra er úr leik. Það verður til dæmis heimilt -.ð leggja fyrir nefndina að ári hvora sem væri af síðustu bókum Guðbergs Bergssonar eða þá Jarteikn Hannesar Sigfússonar, auk bóka frá í haust. Framhald á 15. síðu. lunin og dómnefndina og störf hennar Lesið Abýðublaðið Samkeppni um merki Félag íslenzkra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna hafa ákveðið að gangast fyrir sérstakri kynningu á ís- lenzkum iðnaði og iðnaðarframleiðslu næstu mánuði. Kynningu þessari er ætlað að vekja þjóðina til aukinnar íhugunar um mikilvægi vaxandi iðnaðar hér á landi, auk þess sem henni er ætlað að vera hvetjandi fyrir alla ís- lendinga til aukinna kaupa á íslenzkum framleiðsluvörum. Hér með er boðað til samkeppni um merki fyrir kynn- ingu þessa. Keppninni er hagað eftir samkeppnisreglum Félags íslenzkra teiknara og skal merkið vera hentugt til almennra nota við kynningu þá, sem að ofan greinir, svo sem til notkunar á auglýsingaspjöidUm og til merkingar á framleiðsluvörum. Tillögum sé skilað í stærð 10-15 cm. í þvermál á pappírs- stærð IST 1, A4 (21x29 cm.) Tillögum skal skilað merktum dulnefni og nafn höfund- ar og heimilisfang skal fylgja með í lokuðu ógagnsæu um- slagi merkt eins og tillögur. Tillögum sé skilað í pósti (pósthólf 1407) eða skrifstofu 8 Félags íslenzkra iðnrekenda eða Landssambands iðnaðax-- 1 manna í Iðnaðarbankahúsinu fyrir 1. marz n.k. Veitt verða ein verðlaun kr. 20.000,—, ennfremur áskilja samtökin sér rétt til kaupa á hvaða tillögu sem er, sam- kvæmt verðskrá Félags íslenzkra teiknara. Verðlaunaupp- I hæðin er ekki hluti af þóknun teiknara. Dómnefnd skipa, frá Félagi íslenzkra iðnrekenda: Rafn Hafnfjörð, frá Landssambandi iðnaðarmanna: Sæmundur Sigurðsson, frá Félagi íslenzkra teiknara: Guðbergur Auð- unsson og Atli Már Árnason. Oddamaður nefndarinnar er Skarphéðinn Jóhannsson, arkitekt. ' Allar frekari uppiýsixigar veita skrifstofur undirritaðra samtaka. Félag íslenzkra icnrekcnda, Landssamband iönaöarr anna. Spckíega uppspunnar skröksögur Allir velkomnir. nefnist erindi: sem Paul Sundquisí frá Lond on flytur í Aðventkirkjunni sunnudag inn 11. febr. kl. 5 TRiTON BABSETTiN BaSkör Sturfubotnar Handlaugar W. C. Bidet Blöndunartæki Blöndunarventlar Hitastiilar (thermostat-siólfvirk blöndun) Veggflísar Gólfflísar Ekta hóbrend postulínsvara í úrvali gerBa og tita TRITON UmboSÍS SIGHVATUR EINARSSON&CO SlMl 24133 SKIPHOLT 15 11. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.