Alþýðublaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 8
Halldór I axness.
Guðinundur Daníelsson.
IndriSi G. Þortseinsson
Jóhannes úr Kötlum
g|ókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs eru í ár veitt í
sjöunda sinn. Og niðurstaða dóm
nefndar, sem birtist fyrir
skemmstu, hefur í ár vakið al-
veg óvenjulega athygli hér á
landi, valdið vonbrigðum ýms-
um sem töldu að íslenzkur höf-
undur stæði nær því í ár en
nokkru sinni að hljóta verðlaua
in. Fáir bera að vísu brigður á
réttdæmj dómnefndar þó sum-
um þyki hún nokkuð höll undir
Svía, - en sænskir höfundar
hafa hlotið verðlaun þremur og
hálfu sinni þeási sjö ár, nú síð-
ast sem kunnugt er Per Olof
Sundman. En menn spyrja: eru
líkindi til að íslenzkur höfund-
ur verði nokkru sinni hlutskarp
astur í keppni sem þessari?
Hvaða sanngirni er að bera ís-
lenzkar bækur fram í þýðingu
meðan bækur hinna þjóðanna
koma fyrir dómnefnd á frum-
málinu? Hvernig eru starfsregl-
ur dómnefndar, og hversu er
þeim hlítt? Hvernig er háttað
vali íslenzkra bóka til keppn-
innar, vinnubrögðum hinna ís-
lenzku dómnefndarmanna? Höf
um víð einhvern hag eða sóma
af hlutdeild okkar í þessari verð
launaveitingu án tillits til þess
hvort verðlaunin sjálf falla í
okkar hlut?
Dómnefnd þá sem verðlaunin
veitir skipa 10 manns, tveir full-
trúar frá hverju landi; fulltrú-
ar íslands í nefndinni hafa frá
öndverðu verið þeir Helgi Sæm-
undss'on ritstjóri og Steingrím-
ur J. Þorsteinsson prófessor, en
varamaður þeirra er Andrés
Björnsson útvarpsstjóri. Dóm-
nefndarmenn velja hver frá sínu
landi eina eða tvær bækur sem
til álita koma við verðlauna-
veitingu, og koma því allt að
tíu bækur til álita hverju sinni;
komi aðalmönnum ekki saman
um valið sker atkvæði vara-
manns úr. Dómnefndin skal hafa
fengið bækurnar í hendur fyrir
lsta nóvember hvert ár, en úr-
slit eru að jafnaði birt í janúar
Helgi Sæmundsson
næstkomandi. Koma til álita í
hverju landi bækur sem út koma
á undangengnum 22 mánuðum:
nú í vetur t.d. bækur sem komu
út árið 1966 eða fyrir lsta nóv-
ember 1967.
Eftirtáldar bækur og höfund-
ar hafa hlotið verðlaun:
1962: Eyvind Johnson, sænsk-
ur, fyrir sögulega skáldsögu,
Hans nádes tid. Þá var borin
fram af íslands hálfu Paradís-
arheimt Halldórs Eaxness.
1963: Vainö Linna, finnskur,
fyrir skáldsögu sem í sænskri
þýðingu nefnist, Söner av ett
folk, og er hún eina bókin sem
hlotið hefur verðlaun í þýð-
ingu, lokabindið í þriggja sagna
flokki. Héðan kom til álita skáld
sagan Sonur minn, Sinfjötli eftir
Guðmund Daníelsson.
1964: Tarjei Vesas, norskur
fyrir skáldsögu, Is-slottet, sem í
íslenzkri þýðingu Hannesar Pét-
urssonar nefnist Klakahöllin;
hún er ein verðlaunabókin sem
til þessa hefur verið þýdd og
gefin út hér á landi. Þetta ár
var ijóðabók borin fram af ís-
lands hálfu, Stund og staðir eft-
ir Hannes Pétursson.
1965: William Heinesen, fær-
eyskur, skrifar á dönsku, fyrir
skáldsöguna Det gode háb, og
Olaf Lagererantz, sænskur,
fyrir bók sína um Dante,
Fráu helvetet till paradiset.
Nú komu tvær íslenzkar
skáldsögur til greina: Húsið eft-
ir Guðmund Daníelsson og Land
og synir eftir Indriða G. Þor-
steinsson.
1966: Gunnar Ekelöf, sænsk-
ur, fyrir ljóðabók, Diwan över
fursten av Emgion. Aðeins ein
bók ísl. var borin fram. Trega-
slagur eftir Jóhannes úr Kötl
um.
1967: Johan Borgen, norskur,
fyrir smásögur, Nye noveller.
íslenzku bækurnar voru: Ðúfna-
veizlan, leikrit Halldórs Lax-
ness, og skáldsaga eftir Jakob-
ína Sigurðardóttir, Dægurvísa.
1968: Per Olof Sundman fyrir
skáldsöguna Ingenjör Andrées
luftard. Frá íslandt bárust ljóð
Snorra Hjartarsonar, Lauf og
stjörnur, og Bak við byrgða
glugga, skáldsaga eftir Grétu
Sigfúsdóttur.
| viðtali um verðlaunin og hlut-
deild íslands að þeim og dóm
nefndinnj sagði Helgi Sæmunds
son m.a.:
— ísland hefur augljósa sér-
stöðu í dómnefndinni vegna
þess að bækur okkar verður að
bera fram í þýðingu; sama gild-
ir reyndar um finnskar bækur
og færeyskar ef til sjálfstæðrar
þátttöku Færeyinga kemur í
Norðurlandaráði. En Finnar eru
betur staddir en við að tvennu
leyti, þeir eiga fjölbreyttum bók
menntum á að skipa á sænsku,
og bækur finnskumæltra höf-
unda eru oft þýddar mjög fljótt
á önnur norðurlandamál. Reynsl
an sýnir líka að meirihluti þeirra
bóka sem Finnar hafa borið
fram í nefnd. eru eftir sænsku
mælta höfunda. Og at þeim bók
um finnskumæltra höfunda sem
komið hafa fyrir nefndina hefur
aðeins ein verið þýdd beinlínis
nefndarinnar vegna; hinar þýð-
ingarnar hafa allar verið gerðar
til útgáfu og komnar á bók. ís-
lenzku bækurnar hafa hinsveg-
ar allar verið þýddar á vegum
Norðurlandaráðs og einvörðungu
fyrir nefndina.
— í reglugerð um verðlaunin
er gert ráð fyrir því nð íslenzk-
ar og finnskar bækur komi fyrir
nefndina í þýðingu. Nefndin
leggur þýðingu skáldsagna og
annarra bóka í lausu máli alveg
til grundvallar mati sínu, en
ljóðabækur má leggja fram á
frummálinu ásamt textaþýðingu,
og er gert ráð fyrir að nefndin
geti með hjálp hennar glöggv-
að sig á verðleikum ljóðanna.
Þýðing ljóða er náttúrlega enn
vandasamari en úr lausu máli,
og fer aldréi hjá því að margvís
leg verðmæti frumtextans fari
forgörðum í þýðingunni. Ein-
mitt þess vegna er athyglisvert
fyrir okkur að sú íslenzka bók
sem lengst hefur komizt í keppn
inni var einmitt ljóðabók, Stund
og staðir Hannesar Péturssonar,
sem öldungis óþekktur á Norður
löndum keppti til úrslifa við
Tarjei Vesas um verðlaunin
1964. En Vesas er rótgróinn
og víðkunnur höfundur og
fékk verðlaunin fyrir eina sína
fallegustu skáldsögu. Klakahöll-
ina.
— Og þýðingar eru ekki ein-
asta vandasamar út af fyrir sig;
það eru einnig mjög fáir tiltæk
ir sem þýtt geta ' úr íslenzku;
íslenzkuþekking er nánast fræði
leg, fagkunnátta á Norðurlönd-
um. En þau sem þýtt hafa ís-
lenzku bækurnar fyrir dóm-
nefnd Norðurlandaráðs, Erik
Sönderholm, Ingegerd Fries,
Peter Hallberg, Ivar Orgland,
eru öll mikilsmetin og víða kunn
einmitt fyrir íslenzkukunnáttu
sína og sérstaka þekkingu á ís-
lenzkum bókmenntum. En tím-
inn er oft skammur til stefnu
fyrir þýðandann. Þetta hefur nú
verið viðurkennt.í nefndinni og
ákveðið að hér eftir megi bækur
sem þýddar eru sérstaklega fyr-
ir keppnina vera allt að
árinu eldri en aðrar sem til á-
lita koma. Hér eftir koma sem
sé til greina íslenzkar bækur
frá undanförnum 34 mánuðum
áður en verðlaunin eru veitt.
Rætt v/ð Helga Sæmundsson um verðlt
g 11. febrúar 1968 - ALÞYÐUBLAÐIÐ