Alþýðublaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 3
I Hringur kóngsson og stjúpa hans, ævintýri. Teikning’in gerð árið 1945. Hlutu viour- kenningu Á föstudag, afhenti Karl F. Rolvaag, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, þeim Sigurjóni Rist, for- r stöðumanni vatnamælinga, og Guttormi Sigurbjarnar- syni, jarðfræðingi, skírteini þess efnis, að þeir hefðu lokið nómi á vegum Jarð-í fræðistofnunar Bandaríkj- anna. Fóru þeir til Banda. ríkjanna á vegum Samein- uðu þjóðanna til að kynna sér nýjar mæliaðferðir og aðrar nýjungar, sérstak- lega með tilliti til vatna- spáa. Fékkst Sigurjón við al menna vatnafræði, auk stjórnunar og skipulags Framhald 14. síðu. Eysteinn hættii \ Ólafur tekur vi Skólasýning í Ásgrímssafni I DAG verður hjn órlega skóla sýning Ásgrímssafns opnuð, og hún er 5. skólasýning safnsins. Tilraun Ásgrímssafns með sér- staka sýningu sem einkum er ætl uð skólafólki virðist njóta vax- andi vinsælda. Hafa ýmsir skólar sýnt mikinn áhuga á þessum sýn ingum, og stuðlað að því, að nem endum gefist tómstund frá námi til þess að skoða listaverkagjöf Ásgríms, 'hús hans og heimili. ■ Fyrirkomulag þessarar sýning ar er með öðru sniði en áður hef ur verið ó skólasýningum safns- ins. í vinnusal Ásgríms eru ein göngu sýndar myndir frá Húsa- f elli; og er meginuppistaðan Húsafellsskógur í margslugnum ljós- og litbrigðum. Seinni hluta æ.vinnar dvaldi Ás grímur á Húsafelli nokkrar vik- ur á sumri hverju. Síðast var hann þar árið 1953. Og með allra síðustu viðfangsefnum hans á þessum slóðum, var birkiskógur- inn í landi Húsafells, og urðu þarna viss itré miklir vinir hans. Málaðj hann þau í hinum ólík ustu veðrabrigðum, en fróðlegt er að sjá hvernig Ásgrímur túlk ar sama viðfangsefnið við óHkar aðstæður. í æviminningum sín- um, sem Tómas skáld Gunnars- son skráði^ segir Ásgrímur m. a.: ,,Mér fannst ég þekkja sum þessi tré betur en sjálfan mig“. Á sýningunni eru myndirnar Þytur í laufi, Rok í Húsafells- skógi, Nýlaufgað tré, Ljós og skuggar í Húsafellsskógi. Einnig Framhald á 15. síðu. Mál Bandaríkjamannsins úrskuröað í vikunni Miðstiórnarfundur Framsóknar flokksins hefur staðið yfir síð- ustu tvo dagana og í upphafi fundarins skýrði Eysteinn Jóns- Þjóðdansa sýningar Danssýningar Þjóðdansafélags Reykjavíkur verða í Háskólabíói kl. 14 í dag og laugard. 17. ,:eb. kl. 14.30. Á efnisskrá eru þjóðdansar frá 12 löndum og auk þess barna- dansar. Einn af aðalkennurum félagsins kom heim s.l. vor eftir nokkurra mánaða dvöl í Banda- ríkjunum og eru margir dansar á sýningunni frá Norður og Suður Ameríku. Stjórnandi sýningarinnar er Svavar Guðmundsson, einnig hef- ir Helga Þórarinsdóttir æft nokkra dansa. Helga Bjarnadóttir og Jetta Jakobsdóttir hafa æff barna- flokkana. Alls koma á þriðja hundrað manns fram á sýning- unni. Elisha Kahn hefur útsett mörg lögin og stjórnar undirleik. Marg- ir nýir búningar hafa verið saum- aðir, því eins og að venju verður hver dans sýndur í viðeigandi búningum. Yfirumsjón með bún- ingum hefir Ingveldur Markús- dóttir. Styrktarmeðlimir og velunnarar félagsins munu fjölmenna á þess- ar sýningar, sem ávallt hafa ver- ið vinsælar og fjölsóttar. ITpp- selt er á fyrri sýninguna, en eitthvað af aðgöngumiðum að seinni sýningunni verður selt til almennings við innganginn, nánar í auglýsingum. son frá því að hann gæfj ekkj kost á sér áfram sem formaður flokksins, og var raunar ivitað fyrjrfram að Eysteinn hygðist regja af sér formennskui við þetta tækifæri. Þá baðst Sigur- jón Guðmundsson einnig undan endurkjöri sem ©ialdkeri Fram- sóknarflokksins, en hann hefur gegnt því starfi- um árabil. Stjórnarkjör fór fram á mjð stjórnarfundinum í gær, en Vegna þess hve snemma Alþýðublaðið fer í prentun á laugardöguin gef ur það ekkj skýrt frá úrslitum þess, en fullvíst var talið að Ól- afur Jóhannesson prófessor, sem verið hefur varaformaður ’ Fram sóknarflokksins síðustu fimm ár, yrði kjörinn formaður. Eysteinn Jónsson, sem nu læt- ur af formennsku í flokki ^sínum hefur urr. meira en þriggja ára- tugaskeið verið einn helzti for ystumaður í íslenzkum stjórnmál um. Formaður Framsóknarflokks- ins hefur hann verið síðan 1962, er hann tók við af Hermanni Jónassyni, en áður hafði hann um Iangt skeið verið varaformað ur flokksins. hjá múrurufn Stjórnarkosning í Múrarafélagi Reykjavíkur fer fram í dag milli klukkan 13 og 22. í kjörj eru tveir listar: A-listi, listi stJórnar og trúnaðarmannaráðs, en á hon um skipar Hjlmar Guðlaugsson, formaður félagsins, efsta sæti, og B-listi, borinn fram> af Berg steini Jónssyni og fleirj og skip ar Bergsteinn efsta sætið. Alþýðublaðið hafði samband við Baldur Möller, ráðuneytisstjóra í Dómsmálaráðuneytinu í gær og spurði hann, hvað liði máli Banda- ríkjamannsins, sem fyrir nokkru leitaði hælis hér á landi sem pólitískur flóttamaður. Baldur kvað ekkert nýtt hafa komið fram í málinu enn. Áfram væru í athugun ýmis lagaleg og milli- ríkjaleg atriði, bæði hjá Dóms- málaráðuneytinu og Utanríkis- ráðuneytinu, málinu varðandi. Ekkert benti til þess, að banda- rísk stjórnvöld vildu fá manninn framseldan. Baldur kvað ekki vera á' rök- um re^sR að Bandaríkjainaður þessi væri pólitískur flóttamaður, heldur væri hann liðhlaupi, og væri mál hans því alls ekki stjórn- málalegs eðlis. Okkur er ekki kunnugt um neina samninga á milli Norður- landa og annarra ríkja varðandi frams^l erlenura liðhlaupa, sagði Baldur. Hins vegar eru sérstakir samningar á milli Breta og Banda- ríkjamanna í þessu efni. Mál Bandaríkjamannsins er því spurning um landvistarleyfi. Ef hann væri hins vegar pólitískur flóttamaður, hefði mál hans feng- ið miklu hraðari afgreiðslu. Að lokum sagði Baldur Meller, að búast mætti við, að mál þetta yrði ráðið til einhverra lyktá í næstu viku. 11. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐfO 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.