Alþýðublaðið - 20.02.1968, Qupperneq 3
Nýr fundur
á morgun
FORSÆIISRAÐHERRA
RÆDIR UM LOFILEIDIR
Dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti
ræðu á fundi Norðurlandaráðs á sunnudaginn og
vék hann í ræðu sinni að tveimur málum, af-
stöðu íslands til Efta og Loftleiðamálinu. Fara
hér á eftir kaflar úr ræðu hans:
„Ríkisstjórn íslands er því
þeirrar skoðunar, að tímabært
sé að æskja þess, að gengið
verði til samninga um aðild
íslands að EFTA og heima á
Islandi liafa allir flokkar, einn-
ig stjórnarandstaðan lýst sig
samþykka gagngerðri könnun
málsins og ríkisstjórnin að
minnsta kosti er þeirrar skoð-
unar, að ísland beri siðar meir
að leita eftir viðskiptasamningi
við Efnahagsbandalag E\tópu.
En við teljum ekki að við mun
um leita fulh-ar aðildar að EEC.
EFTA-löndin í heild eru
stærsti viðskiptaaðili íslands
með um 40% af vöruveltunni.
Frá Norðurlöndum koma um
25% af innflutningnum, en
til þeirra fer verulegum hluta
minna, eða aðeins um 20%. af
i'lutningnum. — Hlutfallið fyr-
ir ísland er í rauninni ennþá
óhagstæðara en þessar tölur
benda til, vegna mikillar rýrn-
unar á útflutningi okkar yfir-
leitt á síðastliðnu ári og mjög
neikvæðs verzlunarjöfnunar
eins og sakir standa.
Innflutningurinn frá Norð-
urlöndum tekur til margra vöru
tegunda og mun verða þeim
enn hagstæðari við Lækkur. og
afnám hinna háu íslenzku toli-
stiga með væntanlegri aðild ís-
lands að EFTA. Útflutningur ís
lands til landanna fjögurra
greinist að mestu leyti i eftir-
farandi vörutegundir: Saltfisk,
síldarlýsi, síldar- og fiskimjöl,
gærur, dilkakjöt cg hrogn. All-
ar eru afurðir þessar tollfrjáls-
ar eða flokkast lil mjög iágra
tollstiga í hinum Norðurlönd-
unum og afnám tolla mun því
ekki skipta verulegu máli fyrir
útflutning íslands til þassara
norrænu landa.
Útflutningur íslandr yfirleitt
er að langmestu leyti fiskafurð-
ir. Þetta hefur í för með sér
að aðeins hluti útflutningsins
getur komizt undir ákvæðin um
friverzlun, sem EFTA-sáttmál-
inn kveður á um. Með vísan til
27. greinar sáttmálans um
gagnkvæmni fyrir þau aðiklar-
ríki, sem byggja efnahag sinn
að mjög miklu leyti á útflutn-
ingi fisks og annarra sjávar-
afurða, væntir ísland þess að
EFTA-löndin verði fús til til-
slakana að því er varðar þann
hluta af útflutningi og efna-
Bjarni Benediktsson
liags íslands, er sáttmálinp
tekur ekki til.”
„Loftleiðir eiga ekki þotu-
flugvélar heldur skrúíufiug-
vélar. Ferðin frá New York
liggur um ísland. Hraðinn er
miklum mun minni. Vélarnar
hafa minni þægindi að bióða
og ferðinni má á engan hátt
jafna við ferð með viðstöðu-
lausu þotuflugi frá New York
til Skandinavíu. Spurning
hvers einstaks farþega verður
blátt áfram: Hversu mikinn af-
slátt á verði fæ ég, ef ég tek
á mig öll þessi óþægindi? Loft-
leiðamenn telja, að verðmun-
Framliald á bls. 14
Drengur fyrir bíl
Fjöldamörg verkalýðsfélög
hafa veitt Alþýðusambandi ís-
lands umboð til að annast við-
ræður v’ið atvinnurekendur um á-
framhaldandi verðtryggingu
launa frá 1. marz n.k. Blaðið
hafði samband við Snorra Jóns-
son á Álþýðusambandi íslands í
gær og innti hann eftir því, live
mörg verkalýðsfélög hefðu nú
veitt þar til kjör'inni nefnd A. S.
í. umboð til að annast viöræður
við atvinnurekendur og hve mörg
félög hefðu samþykkt að boða
til v'innstöðvunar náist ekki sam.
koinulag um kjarasamninga, sem
bygg'ist á því, að vísitöluuppbæt-
ur verði áfram tryggðar á Iaun.
Snorri kvaðst ekkj geta svarað
því til, hve mörg félög hefðu
veitt A.S.Í. heimild til viðræðna
við atvinnurekendur, þar sem
enn væru að berast símskeyt'i frá
hinum ýmsu félögum úti um
land, sem veittu Alþýðusamband
inu þessa heimild, og enn hafi
ekki gefizt tóm til að taka fjölda
þcssara félaga saman. Ifins vegar
kvað Snorri yfirlit veröa tekið
Lýst eftir vitnum
Á TÍMABILINU frá kl. 15,30
'til klukkan 17 síðastliðinn fimmtu
dag stóð bifreiðin G 884, sem er
dökkgræn Ford Cortina, á bif-
reiðastæðinu hjá Hótel Skjald-
breið, á mótum Tjarnargötu og
Kirkjustrætis. Á meðan konan,
sem ók bifreiðinni, var fjarver-
andi á áðurgreindu tímabili var
ekið á hægri hurð bifreiðarinnar
og hún dælduð og rispuð.
Þcir, sem kynnu að hafa verið
sjónarvottar að árekstrinum, eru
vinsamlega beðnh’ að hafa sam-
band við rannsóknarlögregluna.
Sömuleiðis skorar rannsóknariög-
reglan á þann, sem árekstrinum
olli, að gefa sig þegar í stað i'ram
við lögregluna.
um fjölda félaganna að líkindum
í dag. *
Að lokum sagði Snorri, að
næsti fundur 18 manna viðræðu.
nefndar A.S.Í. yrði á morgun,
miðvikudag, og verkalýðsfélögiu
myndu beita öllum samtakamætti
sínum t'il að knýja fram áfram-
haldandi verðtryggingu launa 1.
marz n.k.
Mótmæla
frumvarpi
Stjórn Stúdentafélags Háskóla
Islands samþykkti einróma eftir
farandi ályktun á fundi sínum
hinn 19. febrúar 1968.
Stjórn S. F. II. í. varar við
öllum t'ilraunum, sem stuðla að
því að efla flokksræði og auka
völd forystumanna stjórnmála-
flokka og telur hún þær ekki
til þess fallnar að bæta íslenzkt
stjórnmálastarf og stjórnmálabar
áttu. Með því er verið að ráðast
að og brjóta niður tækifæri ein-
staklingsins til þess að hafa áhríf
á þjóöfélagsmál og stjórnmál.
í því sambandi bendir stjórnin
á, að sú tillaga, sem fram hefur
komið á Alþingi um breytingar
á kosningalögum nr. 52/1959 og
felur í sér, að hverjum stjórn-
j málaflokki sá einungis heimilt
að bjóða fram einn lista í hverju
kjördæmi og framboðslista verði
að fylgja skrifleg viðurkenning
hlutaðeigandi flokksstjórnar.,
stofni lýðræði í landinu í tiæt.tu.
Einnig telur stjórnin æskilegt,
að þingmenn taki í ríkara mæli
eigin sannfæringu um þjóðarheill
fram yfir samþykkt þingflokks-
meirihluta, ef á milli ber‘‘.
(Fréttatilkynning frá Stúd-
entafélagi Háskóla íslands).
UM hádegísbilið í gær varð lít
ill drengur fyrir jeppabifreið á
mótum Klapparstígs og Lruga-
vegs. Mun hann liafa slasazt
nokkuð, en blaðinu er ekki að
fullu kunnugt um meiðsli hans.
Talið er, að annað hjól jeppabif
reiðai’innar hafi lent g öörum
eða jafnvel báðum fótum hans.
Tildrög slyssins voru þau, að !
drengurinn var á lcið norður yf- l
ir Laugaveginn, en jeppabil'reið
kom aðvífandj vest.ur Laugaveg-
inn og lenti drengurinn utan í
vinstra framt.yft’.t’L.j .hennar, en
kastaðist síðan fram fyrir hana.
Er óttazt, að vinstra framlijól
bifreiðarinnar hafi lent á öðrum
eða jafnvel báðum l'ótum drengs-
ins.
Litli drengurinn var fluttur í
sjúkrabifreið á Slysavarðstofuna
og var þar gert að meiðslum
hans. Þegar rannsóknarlögrcglu-
maðurinn, sem fylgtíi drengnum
á slysavarðs.Jjfuna, fór þaðan,
var ekki að fullu kunnugt um,
hve alvarlegs eðlis meiðsli lians
voru.
Eyþór Þórarins-
son er látinn
EYÞÓR ÞÓRARINSSON, fyrr-
um verkstjóri hjá vita- og hafn-
armálastjórninni, andaðist í gær-
morgun á Landsspítalanum. Ey
þór hefur um árabil verið i'ram-
kvæmdastjóri Happdrættis Al-
þýðublaðsins og unnið mikið og
óeigingjarnt starf bæði fyrir Al-
þýðublaðið og Alþýðuflokkinn.
Hans verður nánar getið síðart
Þarna á gatnamótunum ók jeppinn á drenginn.
20. febrúar 1968 - ALÞYÐUBLAÐIÐ 3