Alþýðublaðið - 20.02.1968, Síða 6

Alþýðublaðið - 20.02.1968, Síða 6
MINNINGARORÐ: GÚLFUR GISLASON í DAG verður til moldar borinn hér í borg Ingólfur Giídason, kaupmaður, Öldugötu 5, en hann andaðist hér á St. Jóseps- spítala 13. þ. m. eftir skamma legu. Með Ingólfi Gíslasyni er fallinn í valinn sérstæður hæfi leika maður með nokkuð óvenju legan lífsferil allt frá barnæsku. Stafaði það bæði af yfri atvik um þegar á bernskuskeiði hans og vegna þess, að honum var tamara, að mynda sér sínar eig in skoðanir og haga lífi síiiu eft ir því, en að rekja troðnar slóð ir. Ingólfur Gíslason var fæddur á Kskifirði 4. dag júnímánaðar 1899. Voni foreldrar hans hjón in Valgerður Freysteinsdóttir og Gísli Helgason, þá búsett á Fski firði. Var Valgerður ættuð héð an að sunnan og lifði hún mann sinn lengi og dó fyrir i'áum ár- um hér í borginni í hárri elli. Gísli var af austfirzku bergi brotin. Þegar Ingólfur var fárra ára fluttist fjölskyldan til K- víkur og bjuggu þau hjón hér þar til heimilisfaðirinn féll frá fyrir aldur fram frá Vonu og barnahóp. Hér í bæ sótti Ingólf ur barnaskólann, sem þá var undir stjórn Morten Hansen og minntist Ingólfur hans sem hins mesta ljúfmennis. í æsku var Ingólfur nokkur sumur aust ur £ Breiðdal hjá föðurfólki sínu og einnig mun hann haía verið þar síðasta veturinn, áður en hann fór til Ameríku og minnt- ist hann þessarar fögru aust- firzku sveitar jafnan með ljúf- um minningum og taldi ekki aðr ar sveKir fremri á þessu lar.di. Nokkru eftir, að faðir Ingólfs dó, bauð föðursystu- hans, sem búsett var í Kanada, hcnum að koma vestur til dvalar og mun það hafa verið í tengsbim við fráfall föðurins, en eldri bróð- ir hans, Jón, hafði fariö' þangað á undan honum. Dvaldist Ingólf ur þar vestra til 1920, þá 21 árs að aldri. Hafði hann á þessum ár um stundað gagnfræðan.un og 1 verzlunarnám og st.undað ýmis störf. Eftir að heim kom starf- aði Ingólfur aðallega að skrif- stofu- og verzlunarstörfum hér í bæ og var það 'á árunum milli 1920 og ‘30. Árið 1929 kvæntist Ingólfur Fanneyju Gísladóttur, dottur Gísla Kristjánssonar fré Lokinhömrum og Guðnýjar Guð mundsdótlur Hagalín ‘rá Mýr- um í Dýrafirði, sem þá voru orð in búsett hér í Reykjavík. Var Fanney þá aðeins 18 ára gömul, en greind og tápmikil og hafa þau síðan staðið saman í blíðu og stríðu þar til yfir lauk. Á þessum árum, eins og oft endranær, voru atvinnuhoríur ekki tryggar hér. Ákvað Ingólf- ur þá að freista gæfunnar á ný í Ameríku og héldu þau hjón vestur til Kanada með gestum á alþingishátíðinni haustið 1930 með tvö ung börn og snauð að fjármunum en rík af liug- myndum og framtíðar áforrnum. Eftir um fjögur ár kornu þau hjón aftur hingað heim, reynsl- unni ríkari en með léttan mal, enda höfðu þau dvalið vestra meðan fjárhagskreppan gekk þar yfir. Nokkru eftir heimkom- una fékk Ingólfur starf á skrif- stofu gjaldeyris- og innflutn- ingsnefndar og starfaði þar um nokkurra ára bil. Með þeim hjónum, Irrgólfi og Fanneyju ríkti jafnan einstök eindrægni, enda voru þau stöð ugt samstarfsmenn oc félagar umfram flest eða öll hjón, sem ég hefi þekkt, ekki aðeins innan vébanda heimilisins, heldur einnig í baráttunni fyrir lífinu út á við og hvar sem var. Þannig stofnuðu þau 2-3 árum fyrir stríð verzluina og prjóna stofuna Vestu við Laugaveg og unnu bæði að því fyrirtæki og ráku það af atorku og myndar- skap um nokkurra ára skeið og voru orðin vel efnum búin, þeg ar þau seldu það fyrirtæki. Ingólfur Gíslason hafði löng- um haft ríka löngun tii búskap ar í sveit, enda hafði hann nokk uð kynnzt landbúnaði á Kanada árunum. Þau ventu nú kvæði sínu í kross og seldu „Vestu“, eins og áður segir, og um svip að leyti keyptu þau býlið Svana staði við Leirvogsvatn. Fluttu þau þangað búferlum og höfðu þar landbúnað og jafnframt nokk urn iðnað. Einnig keyptu þau jörðina Selalæk í Rangárvalla- sýslu á stríðsárunum og höfðu þar allmikinn búrekstur í tvö ár og höfðu þar ráðamenn, en aldrei voru þau búföst þar. — Árið 1946 keyptu þau svo jörð- ina Fitjakot á Kjalarnesi og settust þar að, höfðu þar gott bú og endurbættu jörðina mik ið bæði að ræktun og húsalcosti. Höfðu þau þar allstórt kúabú, svínarækt og nokkra góða reið- hesta. En ekki lét Ingólfur sér nægja búskapinn einan, hann hafðj jafnan fleiri járn í eldin- um. Þannig hafði hann forystu um, ásamt fleirum, að stofna Kaupfélag Kjalamesþings og hafði á hendi forstöðu þess fyrstu árin og hafði félagið þá' aðsetur að Fitjakoti og hafði þar verzlunarbúð. Gekk hann að þessu með mikilli atorku, en með aðstoð fjölskyldunnai-. Jafn framt hafði hann ítök í verzlun hér í Reykjavík, aðallega verzl un með bifreiðar og varahluti í þær og rak í tengslum við það bifreiðaverkstæði um skeið. I öllum þessum umsvifum, bæði við sjó og í sveit, stóðu þau hjónin saman sem einn mað ur. Einnig tóku öll börnin, eft ir því sem þau komust upp, mik inn þátt í athafnalífi foreldr- anna. Einkum á, þetta við um árin í Fitjakoti, að fjölskyldan vann öll samhent að einu marki og var sjaldan spurt um vinnu- tímann, en fólkið undi hag sín- um vel. Var gott að koma á það heimili eftir langar og stundum erfiðar ferðir ai' Norðurlandi og fá þar gistingu og beina, enda ríkti þar rausn og gestrisni við hvern, sem að garði bar, eins og bezt þekkist í sveit á þessu landi. Og gott áttu böm okkar, sem voru þar í sumarvist. Síðan þessi fjölskylda fór frá Fitjakoti og ég hefj átt þar leið um, hefur garða á eyðibýli, þótt reisuleg mér fundizt sem ég færi um húsin standi enn. 1956 lá Ingólfur þunga legu og var þá gerður á honum hættu legur uppskurður. Hann komst þó aftur til nokkurrar heilsu, en mun aldrei eftir það hafa gengið heill til skógar og mun það hafa verið vegna þess og að börnin fóru að fara að heiman til eigin heimilisstofnunar og til náms, að þau hjón hættu bú- skapnum að Fitjakoti og íluttust til bæjarins. Það var árið 1961, að þau fluttust tii Kópuvogs- kaupstaðar og fáum árum síðar til Reykjavíkur. Eftir að þau voru sezt að í þéttbýlinu keyptu þau verzlunina Hof hér í R- vík og hafa rekið hana síðan til þessa dags og farnazt vel. Ingólfur Gíslason fylgdist jafn an vel með almennum málum, jafnt innanlands sem utan, enda las hann jafnanimikið og myndað sér fastar skoðanir á mönnum og málefnuum og hélt gjarnan fast á máli sínu og lét þá lítt bilbug á sér finna, þótt sveigt væri að skoðunum hans. Þessi einbeitta sðlðunarmyndun Ing- ólfs og sanfæringarkraftur staf- aði þó vissulega ekki af þvi, að hann skorti greind eða þekk- ingu til að sjá hinar ýmsu hlið ar, sem jafnan eru á hverju máli, né heldur kreddufestu, heldur virtist það mjög ríkt í eðli hans að mynda sér sjálf- stæðar skoðanir og standa eða falla með þeim. Jngólfur var prýðisvel riffær. Hann lagði það að vísu ekki mikið fyrir sig, en þá sjaldan hann gerði það, sýndi það sig, að honum var mjög lag ið að færa hugsanir sínar í bún ing á pappírnum. Þótt Ingólfur Gíslason hefði þannig til að bera ýmsa góða eig inleika til íorystu, tók hann ekki mikinn þátt í almennum félags- málum lengst af og honum var fjarri skapi að trana sér fram, enda mun hann hafa verið hlé- Framhald á bls. 15 MINNINGARORÐ: LAUFEY GUÐJÓNSDÓTTIR Laufey Guðmundsdóttir. Fædd 22. 10. 1910. Dáin 11. 2. 1968. Þann 11 febrúar s.l. lézt á Hvítabandinu Laufey Guðjóns- dóttir, Þykkvabæ 13 Árbæjar- hverfi. Er sú óvænta fregn barst, setti margan manninn hljóðan hér í hveríinu. Þó að okkur, kunningjum hennar, og vinum væri kunnugt um að hún beið eftir spítala- vist, gátu fæstir trúað að svo skammt væri að kveðjuscuud. Stórt og vandfyllt skarð er nú höggvið í þann hóp sem stofnaði Framfarafélag Selás og Árbæjarbletta, og starfað hef- ur samhentur um árabil. Minnisstætt er að ekki alls fyrir löngu stóð Laufey með okkur, fámennum hóp, við að mála og þrífa félagsheimili F. S. Á. kát og hress, eins og henni var svo eiginlegt að vera. Laufey átti yfir miklum leik- hæfileikum að búa, sem félag- arnir fengu oft að njóta á mörg um skemmtunum félagsins, síð- ast lék hún ásamt dóttur sinni, á útiskemmtun barna í Árbæjar- hverfi, síðastliðið sumar við mikla hrifningu allra viðstaddra. Laufey var óvenjulega hlý kona og traust og kom það vel í ljós í starfi hennar. Hún var einn af stofnendum F. S . Á., ein af stofnendum barnastúkunn ar Sunnu, og munu börnin öll, sem eitt, sakna þar góðs vinar og góðrar konu. Við sem nutum þess, að vinna með henni að fé lagsmálum, söknum hennar sárt. En það sem hún skilur eft ir, minningin, er eins og hún sjálf var í frjálslegri framkomu sinni, hlý, traust og björt. Guði sé þökk fyrir þannig konur. Seint verður fullþakkað þitt óeigingjama fórnfúsa starf, Laufey, en guð mun launa þér trúmennsku þína. Þeim sera sakna þín sárast, aðstandendum þínum, eiginmanni bömum og skyldíólki þínu, vottum við okk ar dýpstu samúð. Félagið þakkar þér störf þín. Stjórn Framfaraíélags Selás- og Árbæjarhverfis. 0 20. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.