Alþýðublaðið - 27.03.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.03.1968, Blaðsíða 5
Reykjavík, 25. marz 1968. I Ágæti gautaborgari. HRESSILEGA tekur þú til orða í spjalli okkar um kosn- ingalögin og stjórnmál almennt, og ekki greinir okkur á í þeim efnum nema um aukaatriði. Þú harmar eins og ég, að kjósend- um gefst hér ekki kostur þess að velja milli fram'bjóðenda eft- ir að þeim hefur verið raðað á flokkslista. Það verður að leið- rétta, ef tryggja á lýðræði og jafnrétti. Hins vegar getur orð- ið skoðanamunur um fram- kvæmdina. Tillaga þín er í meg- indráttum þessi: ,,Á framboðs- lista ætti að raða mönnum sam- kvæmt stafrófsröð. Atkvæði kjósandans fellur vitaskuld flokknum í hlut, en meira en það. Kjósandinn fær einnig ráðið röðinni með því að setja sjálfur tölustafi framan við nöfn frambjóðenda.” Mér dett- ur í hug, að kosningin gæti orð- ið auðveldari, ef tekinn væri upp svipaður háttur og tíðkast í Danmörku og Einnlandi, en öllu máli skiptir, að leyfð verði persónuleg kosning. Um þetta fjalla ég lcannski skár síðar, og svo berum við saman ráð okk- ar að finna sameiginlega farsæla niðurstöðu. Furðulegt er, að stjórnmála- menn skuli vilja breyta kjör- dæmaskipuninni í ímynduðu eða raunverulegu hagsmunaskyni flokka sinna á líðandi stund í stað þess að endurskoða kosn- ingalögin eins og fyrir okkur vakir. Afstöðu ungra jafnaðár- manna veit ég ekki af tilefni þéssara umræðna, en hún hef- ur löngum frjálslynd verið. Ég bind við þá miklar vonir og treysti þeim bezt að fjalla um lýðræðislegar hugmyndir af rök- vísi og framsýni og gera þær að veruleika. Æskan á' að láta kosningalögin og kjördæmaskip- unina mjög til sín taka, því að hún erfir landið og stjórn þess. Ég fellst á að miða kosningaald- ur við átján ár, þó að ná megi því takmarki í áföngum að mín- 'um dómi, en unga fólkið hlýtur að ætla sér meiri hlut í íslenzk- um stjórnmálum en þá réttar- bót. Svo er og um kvenþjóðina. Henni er engan veginn nóg að mega kjósa. Hún þarf að verða sér úti um fulltrúa á alþingi og í sveitastjórnum. Það yrði sam- félagi okkar og framtíð til heilla. Athyglisverðar eru skoðanir þínar um val ráðherra og ann- arra stjórnmálaforingja. Norð- menn láta ráðherra ekki fara með atkvæðisrétt á þingi og þykir gefast sæmilega. Mér er þó sýnu meira kappsmál að að- greina dómsvaldið og löggjaf- arvaldið eins og gert hefur ver- ið gagnvart hæstarétti. Dómar- ar eiga ekki að sitja á alþingi. Mér finnst Einari Ingimundar- syni sómi að velja milli þing- mennsku og sýslumannsembætt- is. Og vafamál er, hvort leyfa á þingsetu umboðsmönnum þess valds í fjármálum, sem veldur hvimleiðri sérstöðu um kjör- líkur. Ég tel svipuðu máli gegna um bankastjóra og hæstaréttar- dómara í þjóðfélagi okkar. Slíkir trúnaðarmenn eiga ekki að keppa um fylgi og atkvæði í al- mennum kosningum. ★ EKKI veit ég, hvorum okkar gezt verr að herforingjastjórn- inni á Grikklandi, en misheyrn mun það, sem þú hefur frétt um afstöðu fulltrúa íslands hjá Ev- rópuráðinu til Grikklandsmáls- ins. Hins vegar getur enginn vonað eða krafizt, að íslending- ar komi grísku herforingjaklík- unni frá völdum. Samt má af- staða okkar til einræðisins þar eða annars staðar aldrei fara milli mála. Þess vegna fagna ég því, að flokksbræður okkar í Svíþjóð og víðar á norðurlönd- um leggja Andreas Papandre- ou drengilegt lið í baráttu hans. Ærinn er munurinn á þeirri viðleitni eða stuðningi banda- ríkjamanna við grísku herfor- ingjakiíkuna. Hann ætla ég að valdi miklu um andúð lýðræðis- sinna á veslurlöndum í garð Bandaríkjanna, svo og svívirð- ing styrjaldarinnar í Víetnam. Bandaríkjastjórn virðist hafa að föstum ásetningi að veita of- stækum og valdfíknum aftur- haldsseggjum fulltingi og ger- ist þess vegna sek um óhæf- una í austurálfu. Fagnaðarefni er, að Olof Palme, menntamálaráðherra svía, skuli veitast gegn styrjöld bandaríkjamanna í Víetnam með' orðum og athæfi. Ég kysi gjarna að vita hann arftaka Tage Er- lander, þegar foringjaskipti verða í hópi sænskra jafnaðarmanna. Hann reynist einarður og djarf- ur á stórri stund, og þeir kost- ir teljast ómetanlegir í fari síjórnmálamanns. Mig grunar, að um hann blási af tveim átt- um í næstu kosningum, heitur blær samherja og kuldi and- stæðinga, en slíkur maður er mér vel að skapi. Olof Palme mun sannfærður um, að jafnað- arstefnan eigi að vera þriðja aflið í heimsstjórnmálunum eins og Aneurin Bevan vildi, meðan hann var og hét. Ætli það yrði ekki sannkallaðri ör- lagaþráður en símalínan milli Moskvu og Washingíon? Mann- kyninu er varla nóg, að boð ber- ist milli stórveldanna á stundar fresti daga og vikur, mánuði og ár, þó að gott sé. Þriðja aflið þarf að hafa vit fyrir þeim, ef þau tryllast. ★ UNDANFARIÐ hefur verið hart í ári á íslandi, sjávarafli brugðizt, verðfall orðið á út- flutningsafurðum, landbúnaður- inn sætt áföllum, atvinna minnk- að og fjárhagsvandi komið til sögunnar. Þetta er mörgum ís- lendingum áhyggjuefni að von- um. Sumir ætla, að erlent fjár- magn geti ráðið bót á erfið- leikunum, en aðrir óttast, að það reynist sjálfstæði okkar hættulegt. Mér virðist, að hér muni þörf samræmdar Stefnu og nokkurs skipulags. Hvað á- lítur þú um viðhorf og afstöðu í þessum efnum? Ég hygg að greina verði milli einkafram- taks og opinbers rekstrar, þeg- ar rætt er um erlent fjármagn á íslandi. Hver myndi réynsla grannþjóðanna á norðurlöndum að þessu leyti og skoðaniy iðju- hölda, stjórnmálamanná og verkalýðshreyfingar? Og svo langar mig að inna þig eftir á- liti um þróun íslenzkra frpðslu- mála. Skortir ekki enn á, að skólanám íslendinga heima og erlendis sé í nægum æskilegum tengslum við atvinnuvegina og þjóðarbúskapinn? Ég spyr svo að nokkru tilefni. Við hljótum nú á dögum að t.ileinka okkur annan hugsunarhátt. og önnur úrræði en á skútuöldinni. ★ GAMAN væri að frétta eitt- hvað af sænskum bókmenntum. Þær berast hingað því miður seint og munu allt of lítið kunn- ar. Sama gildir raunar um flest sænsk málefni, þrátt fyrir norræna samvinnu. Ekki mæli ég henni gegn, en hún þarf að eflast og þjóna raunhæfum til- gangi. Námsmannaskiptin eru helzta fagnaðarefnið í samskipt- um íslendinga og svía. Árang- ur þeirra verður gagnkvæmur skilningur og persónuleg kynni. Þá minnist ég daganna, sem við áttum saman í Lundi fyrir rösku ári. Berðu þeim heiðurs- mönnum Staffan Björck, Gösta Holm og Ivar Lindquist kveðju og árnaðaróskir. Kær er mér sú tilhugsun að eiga einhvern tíma afturkvæmt í Lund og þá: einkum á þeirri árstíð, þegar hann getur kallazt bær hinna rauðu blóma. Þá er Lundur ger- semi Suður-Svíþjóðar eins og skartgripur á armi eða liálsi fag- urrar konu. Svo bið ég að heilsa Beru og Frey og fel þig guði þín- um. — H e 1 g i. Hafnarfjörður! -fe Hafnarfjörður! 5-kvölda spilakeppni Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði, (síðasta keppniskvöld) hefst í Alþýðuhúsinu fimmtudagskvöld 28. marz kl. 8,30 s.d. ýý Félagsvist ■fe Kaffiveitingar ýý Skemmtiatriðið Veitt verða góð kvöldverðlaun, fer fram afhending heildarverðlauna eftir 5- kvöldakeppnina. Hafnfirðingar! Munið vinsælu lin í Alþýðuhúsinu Hafnarfirði. Pantið aðgöngumiða í síma 50499. SPILANEFNDIN. QulBverðlaunalampi POTJL HENNING8EN kominn. mLátið rétta lýsingu auka á þokka heimilisins. Aðeins það bezta er nógu gott fyrir yður. Rafbúð Domus Medica — EgiEsgöfu 3. - - •........... - Auglýsingasíminn er 14906 Aiþýðublaðið ALÞÝÐUBLAÐIÐ ‘5 27. marz 1968

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.